Vikan


Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 40

Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 40
Fyrir nýtízku lampa OSRAM kertaperur Fyrir sérlega hátíðlega lýsingu OSRAM kristalkertaperur A OSRAM OSRAM í skip Rússanna, sem svo sigldi til heimalandsins. Verðmætasti gripur kirkjunn- ar, silfurýsan, var flutt til Moskvu og hengd upp í einni kirkjunni þar, og mátti sjá hana þar lengi síðan. Frásagan af síðustu viðureign Rússa og Þúfunesbræðra er höfð eftir rússneskum sjómanni, sera síðar kynntist Norðmanni einum í öðru fiskiþorpi á Finnmörk. — Faðir þessa Rússa hafði verið meðal þeirra átján, er lét lífið í hinztu vörn þess bróðurins, er lengur stóð uppi. Meðan mennirnir hafa. Framhald af bls. 11 fékk gömul systkini frá Vagn- stöðum í Hornafirði, Skarphéðinn. Gíslason og Valgerði systur hans,, sem komin eru um sjötugt, til að syngja næstum alla sálmana inn á segulband, á þann hátt, sem þau höfðu numið í æsku. Þegar þau voru yngri, hafði verið vani. á bæ þeirra að syngja Passíu- sálmana á föstunni; það lagðist ekki niður á Vagnstöðum fyrr en 1927—28. Bæði systkinin eru ákaflega lagviss og hafa gott. minni. Þau systkinin sungu sam- an fjörutíu og sjö sálma, en einn söng Valgerður ásamt Þorsteini Guðmundssyni, sem lengi var hreppstjóri á Reynivöllum í Suð- ursveit. Söngur þeirra er með mörgum blæbrigðum, sem efa- laust hafa tíðkazt við söng sálm- anna um aldaraðir, en engin leið er að sýna með nótum. Hér er rannsóknarefni fyrir tónfræð- inga. Annars var þetta ekki í fyrsta sinn, sem þessi aldagömlu sálma- lög höfðu verið hljóðrituð eftir systkinunum frá Vagnsstöðum. Þegar við Thorkild Knudsen frá Dansk Folkemindesamling vor- um í söfnunarferð um Austfirði síðla sumars 1964, sungu þau Skarphéðinn Gíslason og Val- gerður og Þórunn Gísladætur um þrjátíu Passíusálmalög fyrir okk- ur, en þá voru sungin þrjú vers undir hverju lagi. Hins vegar var engu versi sleppt núna úr sálm- unum, sem voru sungnir. — Hvað viltu frekar segja um rímnalagasöfnunina? — Þar er um óhemju mikið efni að ræða, og ég get ekki sagt annað en söfnun þeirra sé rétt á byrjunarstigi, þótt búið sé að safna miklu. Á því sviði hefur Kvæðamannafélagið Iðunn unnið gífurlegt starf. Eitt af því, sem órannsakað er varðandi rímna- lög, er sambandið milli lags og texta. Það er til dæmis algengt, að sama rímnalagið sé notað við fleiri en einn bragarhátt, en breytt eftir þörfum. Ég gæti líka trúað, að fágætt væri, að nokkr- ir tveir menn kvæðu sama rímnalagið nákvæmlega eins. Annars væri fróðlegt að sjá, hvaða samband er á milli rímna- laga og annarra íslenzkra þjóð- laga. — Hefurðu orðið var við mörg svipuð einkenni á islenzkum rímnalögum og erlendum þjóð- lögum? — í lögunum við færeysku danskvæðin, sem dansað er eftir enn þann dag í dag, er sumt, sem minnir á rímnalögin, svo sem eðilegt má kalla. Og ég hef líka hlustað á írsk, slóvakísk og jafn- vel mongólsk þjóðlög, þar sem ég hef heyrt sitthvað, sem minnt hefur mig á rímnalögin okkar. En þetta er auðvitað efni fyrir tónfræðinga. En rímnalögin hafa þá sérstöðu gagnvart mörgum öðrum þjóðlögum, að þau eru kveðin við ritaða texta. Öðru máli gegnir um lögin við hetju- kvæðin, sem mikið er af í aust- anverðri Evrópu og Mið-Asíu. í Júgóslavíu er til dæmis mjög mikið af hetjukvæðum, og aðal- efni þeirra er baráttan gegn Tyrkjanum, svo sem eðlilegt má kalla. En þessi kvæði eru orðin til meðal fólks, sem hvorki kunni að lesa né skrifa, og því var það, að hver söngvari, sem flutti kvæðin, orti þau að einhverju leyti upp um leið. — En svo við víkjum aftur að þjóðsögunum. Verða þær líka til í þessari nýtízkulegu borgar- menningu okkar? — Já, það vantar ekki, að þær lifni þar, og það eru auðvitað fyrst og fremst sögur af því tagi, sem ég gat um áðan, sögur um menn og atburði, skrýtlur og svo framvegis. Hér er um að ræða mjög merkilegt rannsókn- arefni, því að vitaskuld skiptir ekki litlu máli að vita, hvers konar andlegir straumar hrærast meðal almennings í þessari há- nýtízkulegu þéttbýlismenningu nútímans, sem er í svo geysiörri þróun. f Bandaríkjunum hefur verið safnað miklu af þéttbýlis- þjóðsögum, og sama er að segja um Bretland, Bæheim og fleiri svæði. Hér er um næsta auðugan garð að gresja. Margt af þessu eru dæmigerðar nútíinasögur, en svo eru líka aðrar, sem eru mót- aðar af eldri sögum, einskonar sambland þess gamla og nýja. — Þú hlýtur að vera búinn að koma þér upp heilmiklu safni. Hvar hefurðu húsnæði fyrir það? — Jú, þetta er orðið allnokk- urt safn og fer hraðvaxandi. Það er geymt í Þjóðminjasafninu. En gleymdu ekki, að geta þess, að fjölmargir aðilar hafa sýnt þessu starfi mínu ómetanlegan stuðning og velvilja. — Ég hef heyrt erlenda kunn- áttumenn um tónlist halda því fram, að íslendingar væru flest- um þjóðum auðugri af þjóðiögum, burtséð frá rímnalögum, þótt þau virðist vera á vitorði furðu fárra. Hefurðu safnað einhverju af þeim? — Viðfangsefnið er svo ó- hemju víðtækt, að óhugsandi hef- ur verið fyrir mig að helga mig öllum greinum þess. En ég hef hljóðritað þau, hvar sem ég hef heyrt þau. Á Austurlandi er mikið um ný- leg lög. Austfirðingar voru nefni- lega heimsborgarar á nítjándu öld. Þá höfðu þeir beint samband við England og Noreg. Þeir lögðu niður rímnakveðskap fyrstir ís- lendinga og fóru þess í stað að semja annars konar lög. Þarna komu fram ágæt tónskáld, eins og Ingi T. Lárusson, en þar að auki spratt upp talsvert af al- þýðulögum, sem enginn veit um höfunda að. — Hvers konar áhrifa gætir í í þeim lögum? — Það er verkefni fyrir tón- fræðinga að kanna það, en ég geri ráð fyrir, að þau séu mest í stíl við einhvers konar danska og þýzka rómantík. — Hvað hefurðu sérstaklega fyrir stafni þessa dagana? — Upp á síðkastið hef ég sér- staklega unnið að rannsóknum í Kópavogi, í samráði við bæjar- stjórnina þar. Bæjarstjórnin veitti styrk til að rannsaka hitt og þetta þjóðfræðilegs eðlis í sambandi við þéttbýlismyndun- ina þarna. Þetta þyrfti að gera víðar. — Þú ert, sem sagt, ekkert smeykur um, að þjóðsagan og ævintýrið deyi út á atómöld- inni okkar með allri hennar ný- tækni? — Nei, síður en svo. Meðan mennirnir halda áfram að tala, er engin hætta á öðru en sögur haldi áfram að verða til. dþ. Tígristönn Framhald af bls. 15 syn krefur, til þess að vernda fólk- ið gegn kúgurum þess. — Og er þessi her raunverulega til? Ekki aðeins sem hugmynd, held- ur í formi manna og óhalda? Es-Sabah Solon setti ó sig stút. — Ég held ekki, að það sé rétti tíminn til að gefa fullt svar við þessari spurningu. Til þess þyrfti ég viðurkenningu róðuneytis míns, ég er viss um, að það væri ó móti hverri þeirri uppljóstrun, sem gæti hindrað óætlanir okkar og taf- ið fyrir komandi frelsi og lýðræði ( okkar litla landi. — Þakka yður fyrir, herra Solon. Myndavélin beindist að andliti 40 VIKAN 37-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.