Vikan


Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 17

Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 17
: 8r li L / Hiiiliill Hljómsveitin Dátar Rúnar Gunnarsson, Jón Pétur Jónsson, Stefán Jóhannsson og Karl Sighvatsson var á flakki norðan lands og austan í júlí sl. Þeir komu víða við og sneru heim aftur kátir og hressir eftir ánægjulega ferð. Að vísu var þetta ekki hagstæður tími til slíkrar ferðar, þar sem fátt var um ferðafólk enda var júlímánuöur fremur kaldur á norður- og austuriandi. Þrátt fyrir það létu Dátarnir vel yfir ferðinni, þegar við hittum þá fyrir nokkru, og þeir sýndu okkur þessar myndir úr ferðalaginu, sem við birtum nú hér á síðunni. ,,Við nutum veðurblíðunnar í ríkum mæli, þegar við ókum yfir Ólafs- fjarðarmúla, en á þær slóðir hafði enginn okkar komið fyrr. Danski fjöl- listamaðurinn Barlev var gagntekinn af hrifningu yfir útsýninu, sem blasti við sjónum okkar. Annars var Barley ekki alltaf jafn hress yfir íslenzku fjallvegunum. Þegar við ókum vfir Siglufjarðarskarð var hann stífur af hræðslu! Á myndinni er Þorsteinn Eggertsson að glettast við Rúnar, sem hefur klifrað upp á bakið á bílstjóranum. Þorsteinn er spégaur hinn mesti og reitti af sér brandarana alla leiðina. Það var tvímælalaust hans sök, að stýrið á Benzanum var orðið laust að leiðarlokum, því að Ingvar, bíl- stjórinn okkar, sló í það í hvert sinn, sem Þorsteinn sagði brandara!" '----------------------------- Þessi álímda skegg- puðra, sem „skreyt- ir" andlitið á Rúnari mæltist misjafnlega vel fyrir hjá vinum og vandamönnum. — Sumum þótti piltur auka stórum við at- gerfi sitt; aðrir höfðu á orði, að hann líktist einna helzt eftirlýstum skúrk á götuauglýs- ingu 1 villta vestr- inu. Þessa mynd tókum við, þegar staldrað var við í Ólafsfjarðarmúla. — Þarna eru Ingvar Hauksson, bílstjóri, Barley, danski jafnvæg- islistamaðurinn og galdrakarlinn, sem alltaf kom okkur á óvart með nýjum og nýjum töfrabrögðum — og Þráinn Kristjánsson, sem var pottur og panna í öllu okkar stússi. Við vorum ekki fyrr komnir í Ás- byrgi en Þorsteinn Eggertsson hljóp út í haga til að tína blóm. Okkur þótti þetta næsta undarlegt athæfi og spurð- um sjálfa okkur, hver meiningin væri. Jú, blómin voru handa okkur! Raun- ar mætti helzt ætla, að Þorsteinn sé hér að reyna að selja okkur blómin og Karl að þrúkka um prísa, en það er misskilningur, hafi slíkt hvarflað að einhverjum. Karl er hér einfaldlega að reyna að leiða Þorsteini fyrir sjón- ir, að tilhlýðilegra hefði verið að við hefðum fært honum blóm fyrir alla þá ágætu texta, sem hann hefur sett saman fyrir okkur. Þorsteinn er þessa dagana að semja texta við 12 lög, sem viö munum leika á plötu í haust. — Asbyrgi skartaði sínu fegursta, þegar við dvöldum þar, og við þræddum líka afleggjarann inn í Hljóðakletta, þar sem Rauða skikkjan var fest á filmu á sínum tíma. Þarna sitjum við í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri — utan Stefán, sem var ekki viðlátinn, þegar myndin var tekin. Lengst til vinstri er Jón Pétur en honum öndvert unnusta hans, Sólveig Haraldsdóttir. Við hlið Jóns situr Karl Sighvatsson og á móti honum Edda Ólafsdóttir, kona Þráins Kristj- ánssonar. Við hlið karls situr Rúnar Gunnarsson með hönd undir kinn en gengt honum unnusta hans, Sigrún Jónatansdóttir. Karl vill láta þess getið varðandi andlitið á sér, að Þorvaldur Halldórsson var að glettast á sviðinu í þann mund er myndin var tekin. Þarna áttum við mjög ánægjulega kvöldstund í skemmtilegu húsi hjá frábærri hljómsveit Ingimars Eydals. 37. tbi. vikan 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.