Vikan


Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 21

Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 21
Fjöldamorðinginn Herbert Cukurs gekk í gildruna í sumarhúsi einu, þar sem fjórir leyniþjónustumenn biðu hans með hlaðnar skamm- byssur... ist „Eldkrossinn", og komst fljót- lega til metorða í þeim hópi. Á heimsstyrjaldarárunum fékk hann orð á sig sem sérstaklega ofbeldisgjarn og sadískur böð- ull. Þann f jórða júlí 1941 lét hann læsa um þrjú hundruð Gyðinga inni í samkunduhúsi í Ríga, og kveikti síðan í húsinu með sig- urbros á vör. Sama sumarið lét hann drekkja tólf hundruð Gyð- ingum í Kuldiga-Vatni. í nóvem- ber 1941 skipulagði hann endan- lega gereyðingu gettósins í Ríga. Þá nótt, að lokinni langri göngu, sem síðar hefur verið kölluð „helgangan", lét hann myrða yfir tíu þúsund Gyðinga í skógi nokkrum. Að stríðinu loknu bjó hann um nokkurra ára skeið í Berlín, en flýði til Brasilíu 1947. Sam- i' kvæmt vegabréfinu var hann „landbúnaðarverkamaður" að at- vinnu. Hann fór flugleiðis vestur- yfir hafið, en yfirgaf flugvélina í Rio de Janeiro ásamt fallegri Gyðingastúlku. Hann hafði sam- band við Gyðing einn þar á staðnum, Julius Krieger að nafni, og sagði honum að stúlkan hefði lent í klóm nasista, en hann, Cu- kurs, bjargað henni. En þessi saga dugði ekki lengi. Kvöld eitt drakk Cukurs sig fullan og kom þá upp um sig. Cukurs kvæntist brasilískri konu og stofnaði leiguflugfélag (hann var flugvirki að mennt). Samtökum Gyðinga í Rio de Jan- eiro tókst að hafa upp á honum 1957. Hópur reiðra stúdenta réð- ist á skrifstofu hans og braut þar allt og bramlaði. Cukurs varð ekki um sel og flýði til Sao Paulo ásamt konu sinni og þremur börn- um. En hann þóttist ekki örugg- ur að heldur. Þegar ísraelsmenn hremmdu Adolf Eichmann, bað hann lögreglu staðarins um vernd, og var veitt hún. Hann fékk eiginkonu sinni miða með áskrifuðum nöfnum þeirra manna, sem hann óttaðist. þeir hétu: Steinbruck, Constantino Greck Pairixki, Klinger, Israel Skalni- kow, Alfredo Gartenberger. Nálægt árslokum 1964 bætti hann einu nafni við, efst á list- ann: Anton Kunzle. Anton þessi Kunzle var forvit- inn náungi. í október 1964 hitti hann Cukurs i Sao Paulo. Hann þóttist vera mjög ríkur kaup- sýslumaður. f trúnaði hvíslaði hann því að Cukurs, að Kunzle væri ekki sitt rétta nafn; hann væri í rauninni nasisti og að út- sendarar bæði vestur-þýzku lög- reglunnar og þeirrar ísraelsku væru á hælum sér. Hann stakk nú upp á því við Cukurs, að þeir ásamt öðrum nasistum kæmu á fót alþjóðlegri ferðaskrifstofu, sem hefði deildarskrofstofur í Montevidto, Buenos Aires og Santiago. Þetta freistaði Cukurs. Hins vegar treysti hann Kunzle ekki fuilkomlega og bætti því nafni hans á lista sinn yfir „grunaða". En fyrirtæki þessarar tegundar gæti gefið stórfé í aðra hönd. Hann sleit því ekki sambandinu við Kunzle. Þeir syntu saman í Atlantshafinu og áttu með sér langar viðræður um framtíðar- viðskipti. í janúar 1965 fór Kunzle til Rotterdam. Þaðan sagðist hann fljótlega fara til Montevideo, höfuðborgarinnar í Úrúgvæ. Þar skyldi Cukurs hitta hann og þeir ganga frá viðskipt- unum. Cukurs varð tortrygginn og hafði samband við lögregluna i Sao Paulo, en þrátt fyrir aðvar- anir hennar ákvað hann að lok- um að fara til Montevideo. Þann nítjánda febrúar, 1965, fékk hann símskeyti: „Býst við þér til Montevideo á miðvikudag. Ant- on.“ Þann tuttugasta og þriðja febr- úar lagði Cukurs af stað til Montevideo með flugvél frá Air France. Miðanúmerið var 5.733. 464. í vasanum hafði hann skammbyssuna sína og þóttist því við flestu búinn.... Anton Kunzle var maður feit- laginn, bersköllóttur og með yf- irskegg. Hann var alltaf með sól- gleraugu. Hann hafði austurrískt vegabréf, nr. C 920-195. En hann var ekki Austurríkismaður. Það var ekki heldur vinur hans, Os- wald Taussig, sem kom til Monte- video á vegabréfi nr. L 101-261/ 61. Þeir tveir höfðu lengi undir- búið endalok Cukurs, ásamt fleiri liðsmönnum úr „hefndar- sveit“ þeirri, er þeir tilheyrðu. Taussig kom til Montevideo ellefta febrúar 1965 og flutti inn á Hótel Nogaro, herbergi nr. 302. Viku síðar leigði hann grænan Volkswagen hjá Sudamcar. Hann tók einnig á leigu smáhús á ströndinni, Caca Cubertini við Calle Colombia. Þann tuttugasta febrúar keypti hann stóra, gula ferðakistu, sem hann flutti til hússins í leigubíl. Leigubílstjór- inn minnist þess, að útlending- urinn borgaði honum hundrað pesos fyrir túrinn og þar á of- an fimm dollara seðil. Kistan var úr tré og læst með þremur málmlásum. Anton Kunzle kom til Monte- video fimmtánda febrúar og flutti inn á herbergi 2112 á Hót- el Victoria. Hjá Sudamcar tók hann á leigu svartan Volkswag- en. Þriðji maður átti hlut að að- gerðum þessum, þótt hann tæki ekki beinan þátt í þeim, en það var ísraelskur embættismaður, sem gekk undir dulnefninu „M B“. Hann bjó á Rio Negro Hotel. Hann og kona hans leigðu ann- að strandhús við Punta del Este. Framhald á bls. 28. 37. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.