Vikan


Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 3

Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 3
w B ®l mm Á öllum sviðum er eilíf barátta háð þótt örlögin bregði stöku sinnum á gaman. og unga fólkið sem ástinni varð að bráð í Árbæjarkirkju með viðhöfn er gefið saman. Þar vígðust einnig ástinni herra og frú er aðlagast höfðu siðum framandi þjóða og kærleikans vegna valið sér nýja trú en varpað Lúther og sveinum hans fyrir róða. VfSUR VIKUNNAR Af kærleikans brautu beygir þessi og hinn og biskup óttaðist loks um kirkjunnar heiður er presturinn bað þar Bahaí spámann sinn að binda fuglana tvo í sitt ástarhreiður. Meðan brjöst nnitt, æska og ástir fylltu . . . Hann var frumstæður og villtur. Hann las með mér og fyrir ægilegum vil'iakrafti hans varð ég að beygja mig í duftið. Þennan mann hefði ég getað elskað alla ævi, heitri, ástríðuþrunginni ást. En hann lét mig hverfa út úr lífi sínu .... Þetta er ummæli dönsku skáldkonunnar Magdalenu Thoresen um Grím Thomsen. Fyrir einhverja duttlunga örlaganna æxlaðist svo til, að hún fékk herbergi leigt við hliðina á Grími, þegar hann var ungur stúdent í Kaupmannahöfn. Þau skötuhjúin áttu margt sameigin- legt. Bæði voru utangarðsfólk í vissum skilningi og í hatrammri andstöðu við umhverfið. Bæði höfðu þau einlægan áhuga á listum, bæði athvarfslaus í borg- inni við sundið, bæði áttu í útistöðum við vandafólk. En ástarsæla þeirra varð skammvinn. Magdalena hvarf úr lífi Gríms umkomulausari en nokkru sinni, þögul, særð og smáð. Þá gekk hún með barni hans, en mun ekki hafa þorað að segja honum hvernig komið væri. I næsa blaði hefst greinaflokkur um Grím Thomsen og Magdalenu Thoresen, sem Kristmundur Bjarnason hefur tekið saman. Af öðru efni má nefna fjórðu grein- ina um heimssýninguna í Montreal, sem Sigurður Hreið- ar skrifar. Nefnist sú grein Gengið um skála. Þá verð- ur grein um dóttur Dajans á vígstöðvunum, þátturinn Hús og húsbúnaður og ótalmargt fleira. í ÞESSARIVIKU HÚMOR í VIKUBYRIUN BRÆDURNIR Á ÞÚFUNESI MEÐAN MENNIRNIR HAFA MÁUÐ HALDA SÖGURNAR ÁFRAM AÐ VERÐA TIL, rætt við Hallfreð Örn Eiríksson, cand. mag......... ÞEGAR ÉG VAR ÁTJÁN ÁRA, smásaga TIGRISTÖNN, framhaldssaga um ævintýri Modesty Blaise ........................... EFTIR EYRANU, þáttur Andrésar Indriðasonar um nýjustu dægurlögin .................... DAUÐINN ER Á HÆLUM ÞEIRRA ALLRA, síðari hluti greinar um leitina að stríðsglæpa- Bls. 4 Bls. 10 Bls. 12 Bls. 14 Bls. 16 mönnum Þjóðverja ....................... ANGELIQUE í BYLTINGUNNI, framhaldsagan um þessa vinsælu, frönsku ævintýrakonu VIKAN OG HEIMILIÐ, þáttur Guðríðar Gísla- dóttur ................................. FYRSTA FÖR ÍSLENDINGS LOFTLEIÐIS YFIR ATLANTSHAF, rætt við Þórodd E. Jónsson, sem flaug með þýzka loftskipinu Hinden- burg ................................... SÍÐAN SÍDAST Bls. Bls. Bls. Bls. Bls. 18 22 24 26 46 ÚTGEFANDI; IIILMUt HF. Rltstjóri: Sigurður Hreiðar. Mcðritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamaður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Dreifing: Óskar Karlsson. Ritstjóm, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Sklpholt 33. Símar: 35320 - 35323. Pósthólf 533. - Verð í lausasölu kr. 35. Áskriftarverð er 470 kr. ársþriðjungslega, greiðist iyrirfram. Prentun og myndamót Hilmir hf. FORSÍÐAN Kaupstaðabúar eru margir hverjir gamlir sveita- menn, eins og kunnugt er, og þegar komið er fram í september langar menn að fara í réttir eins og í gamla daga. Vonandi geta sem flestir leyft sér að bregða sér í réttir og hressa upp á gömui kynni. Á forsíðunni birtum við að þessu sinni mynd af Sauð- árkróksrétt, sem Ævar Jóhannsson hefur tekið. 37. tbl. VIKAN3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.