Vikan


Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 27

Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 27
Sú var tíðin að Zeppelínsloftförin voru mestu lúxusfarartæki, sem þekkst höfðu og fluttu heimsins tignasta fólk meginlanda á milli. En saga þeirra hlaut hráðan og slysalegan endi þegar ioftfarið Hindenburg brann á flugstöðinni í Lakehurst og þrjátíu og sex manns fórust. - En aðeins ári áSur óraSi engan fyrir svo hörmu- legri endalykt. Þá flaug Þóroddur E. Jónsson, heildsali, með Hindenburg vestur yfir haf í fé- lagsskap Jack Chryslers jr., Hamiltons lávarðar og annarra stórmenna. Hann varS fyrstur fslend- inga til ag fara loftleiSis yfir Atlantshaf. Það var fyrir þrjátíu árum. Dagurinn var sjötti maí, 1937. Hið risavaxna, þýzka Zeppelin- loftskip Hindenburg skreið nið- ur úr skýjaþykkninu, sem hvíldi í kyrru loftinu yfir New Jersey. Það var að ljúka ferð frá Frank- furt, sem tekið hafði sjötíu og sjö klukkutíma, og stefndi nú niður að flugstöð bandaríska flotans í Lakehurst, þar sem starfsmenn stöðvarinnar biðu, reiðubúnir að fjötra það við lendingarmöstrin. En í sömu svipan kom upp eldur í skipinu og á þrjátíu og tveimur hræði- legum sekúndum var þessi átta hundruð og þriggja feta langi loftrisi orðinn alelda. Af níutíu og sjö manneskjum, sem voru með skipinu í þessari síðstu ferð þess, létust þrjátíu og sex og með þeim framtíð loftskipanna. Meðal þeirra, sem á flugvell- inum biðu, var fréttamaður frá útvarpsstöð einni í Chicago, Morrison að nafni. Hann hafði mikinn átrúnað á loftskipum og hafði fengið útvarpsstöð sína til að útvarpa beint frá lendingu skipsins. Hann hrópaði skyndi- lega og æstur inn í hljóðnemann: „Það er kviknað í því . . . ó, Guð minn, þetta er hræðilegt . . . þetta er eitthvert mesta slys, sem orðið hefur í heiminum!“ Banda- ríska þjóðin hlustaði á tilfinn- ingasama lýsingu hans það sama kvöld og var það í fyrsta skipti í útvarpssögu þjóðarinnar, sem atburöum var lýst um leið og þeir gerðust. Frásögnin var ekki óslitin, sem von var til, því Morrison hljóp hvað eftir annað frá hljóðnemanum til að hjálpa til við björgun farþega, sem stukku út úr brennandi loftskip- inu. Nú er hann rúmlega sex- tugt öldurmenni, sem lifir kyrr- látu heimilislífi, en nýlega komst hanan svo að orði við blaðamenn, að „hvers konar atburði sem þið eruð að lýsa, þá getið þið alltaf búizt við því að mæta því, sem enginn hefur gert ráð fyrir.“ Yfirmaður Lakehurst-stöðvar um þessar mundir var Charles E. Rosendahl, sem síðar varð vísiaðmíráll í flota Bandaríkj- anna. Rosendahl, sem nú er orð- inn hálfáttræður, heldur því fram að slysið hafi átt rót sína að rekja til skemmdarverks. Hin opinbera skýring á slysinu var sú, að kviknað hefði í út frá raf- magni, en Rosendahl fullyrðir, að sprengju eða einhverju álíka „góðgæti" hafi verið komið fyrir í loftskipinu, „þótt ég geti ekki sannað það.“ Hann segir enn- fremur að loftskip hafi verið dæmd úr leik af fordómum, skilningsleysi og fáfræði. Hind- enburg-slysið hefði aldrei þurft að koma fyrir, segir hann og bendir á að skipið hefði ekki get- að fuðrað upp ef það hefði ver- ið fyllt helíum, sem ekki getur kviknað í, en af stjórnmálaástæð- um höfðu Bandaríkin bannað út- flutning á því til Þýzkalands, sem þá laut stjórn nasista. ÞjÓð- verjar höfðu því orðið að nota vetni, sem er miklu eldfimara. Það var ekki eins þægilcgt að fara um borð í gömlu ioftskipin og flug- vélarnar nú á dögum. Loftskipið Hindenburg var átta hundruð og þrjú fet á lcngd og tók um hundrað farþega. 26 VIKAN tw- TEXTI: DAGUR ÞORLEIFSSON Þóroddur E. Jónsson ásamt Jack Chrysler jr. um borð í Hindenburg á leiðinni yfir Atlanzhafið. Þóroddur og Hamilton lávarður. *0 Það var glæsilcgt umhorfs innan í loft- skipinu. Þessi mynd er af borðsalnum. § Setustofa um borð í Hindcnburg. Hindenburg varð ai- clda á þrjátíu og tveimur sekúndum. Af níutíu og sjö far- þegum létust þrjátfu og scx. o Og Rosendahl heldur því fram, að sá dagur eigi eftir að koma, að „stór, kjarnaknúin loftskip fari yfir höfin með minni til- kostnaði en flugvélar og hraðar en skip.“ En hvað sem Rosendahl fyrr- verandi vísiaðmíráll segir, er hætt við að flestir séu nú á einu máli um, að Zeppelin-loftförin sé það tækniundur aldarinnar, sem sízt hafi slegið í gegn og heyri þegar fortíðinni til ein- göngu. En sá var nú ekki tónn- inn á fyrri hluta aldarinnar. Á árunum milli heimsstyrjaldanna voru loftskipin einhver nýtízku- legustu og þægilegustu farar- tæki, sem þekktust. Þau héldu uppi reglubundnum áætlunar- ferðum kringum hnöttinn með póst og farþega. Það voru eink- um Þjóðverjar, sem stunduðu loftskipin, og stolt þess flota þeirra var Hindenburg, sem hlaut svo sorglega endalykt á Lakehurst. En áður var það bú- ið að fara margar velheppnaðar ferðir yfir Atlantshafið, ferðir, sem voru í tízku og eftirsóttar af auðmönnum og öðru framá- fólki, enda voru flugvélar þá ekki byrjaðar áætlunarferðir á leiðinni og Atlantshafsflug Lind- bergs enn skoðað sem ævintýri. Vikan hefur haft upp á einum íslendingi, sem fór í slíkan leið- angur með Hindenburg, og mun hann einnig hafa verið fyrsti fs- lendingurinn, sem loftleiðis fór yfir Atlantshafið. Maðurinn er Þóroddur E. Jónsson, heildsali, sem áður hefur verið kynntur lesendum Vikunnar og þá eink- um í sambandi við skreiðarsölu til Nígeríu. Þóroddi hefur alla tíð verið annað tamara en rekja troðnar slóðir, á hvaða sviði sem verið hefur, og það kom fram í þessu sem öðru. En nú er bezt að gefa Þóroddi sjálfum orðið, eins og hann sagði ferðasöguna í blaði einu að ferðinni lokinni, en hún átti sér stað árið 1936, tæpu ári fyrir slysið mikla. Þóroddi sagðist svo frá: Mér hafði leikið hugur á að prófa þetta samgöngutæki, þeg- ar ég var á ferð í Þýzkalandi í sumar. Ég hef ferðazt mikið í flugvélum um Evrópu, meðal annars austur til Moskvu, en nú langaði mig til að reyna Hind- enburg vestur um haf. Og þess vegna festi ég mér farmiða snemma í vor. Miðinn frá Þýzka- landi til New York kostar fjög- ur hundruð dollara og er fæðið innifalið í því. Þetta var sjöunda ferð skipsins vestur og höfðu fimmtíu og átta farþegar innrit- azt. Fleiri gátu ekki fengið pláss þá, og síðan hefur skipinu verið breytt þannig, að það gelur tek- ið sjötíu og fimm farþega. Við áttum að leggja upp frá Frank- furt am Main á miðnætti kvöld- ið sextánda ágúst, en vegna þess að við áttum að flytja kvikmynd frá Ólympíuleikjunum (í Berlín) sem þá var að ljúka, biðum við um klukkutíma. Klukkan rúm- lega eitt, aðfaranótt seytjánda ágúst, létum við svo í loft. Nótt- in var talsvert dimm en við höfð- um gaman af að sjá borgirnar, sem við flugum yfir, ekki sízt Köln. Var nú sveigt norður á bóginn, því yfir Frakkland má ekki fljúga og komumst við brátt á venjulega skipaleið yfir Erma- sundi. En þegar út á haf var komið var sveigt suður á bóginn og flogið til suðvesturs með stefnu svo nærri norðvesturhorni Spánar, að þar mátti sjá í land, og eins til Portúgal. Þá var tek- in vestlægari stefna til Asoreyja, en flogið þaðan í boga suður með landi yfir Boston og New York og sveimað um stund þar yfir og yfir Ellis Island. Var það stór- kostlega tilkomumikil sjón að líta skýjakljúfaborgina úr loft- inu. Við fórum okkur hægt und- ir ferðalokin, því að heitt var í veðri og var beðið eftir að kvöld- aði. Loftskipin vilja helzt ekki lenda í heitu veðri, því að þá missa þau svo mikið af léttiloft- inu, sem ber þau uppi. Við lent- um í Lakehurst, loftflotastöð New York, klukkan átta um kvöldið þann nítjánda. Vorum við þannig sjötíu og þrjá klukku- tíma og fimmtíu og eina mínútu á leiðinni.... Um lífið um borð í loftfarinu segir Þóroddur svo: f aðalatriðum leið dagurinn ákaflega líkt og á stórum skip- um, með þeim mismun að sjó- veiki var ekki til um borð og gerði það tilveruna þægilegri. Fólk át og svaf, las og rabbaði. Framhald á bls. 37. 37. tbi. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.