Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 7
Stúlka þessi heitir Line Han-
sen, 23 ára gömul, gift, vinnur
á skrifstofu hjá arkítekt. Eftir
þessar upplýsingar grunar okk-
ur að þig langi ekkert til þess
að vita, hvar hún á heima.
Ef þú hins vegar ert alveg
viðþolslaus, getur þú haft sam-
band við Val, knattspyrnufélag-
ið. Þeir hljóta að geta grafið
þetta upp fyrir þig. Skriftin er
slæm, nemá þú sért því yngri.
AUGUN ÞÍN BIÁ . . .
Svar til Köllu: Bréf þitt mátti
alls ekki birta, en þessu er ekki
hægt að svara, nema láta efni
bréfsins koma fram. Ef þú hef-
ur heil augu og eðlileg verða þau
ekki hreyfð, jafnvel þótt þú hald-
ir að það verði fallcgra. En ef
þetta hins vegar stafar af ein-
hverjum óþægindum, sem þú
hefur, þá horfir málið öðruvísi
við. Þá áttu að skella þér til
næsta læknis sem fyrst.
LEIÐRÉTTING.
Póslur!
Vegna bréfs í Vikunni 17/8 og
svars Vikunnar þar varðandi, þá
skal þess getið að undrabai'nið
Gitte og Gitte Hænning eru ekki
ein og sama stúlkan.
Undrabarnið Gitte kom hing-
að til lands fyrir 12—14 árum
og skemmti á Kabarett sjómanna-
dagráðs. Hún lék á xylófón af
mikilli snilli, líklega ekki eldri
en 8—10 ára, sannkallað undra-
barn.
Gitte Hænning kom hingað til
lands fyrir u. þ. b. 8 árum og
söng lagið ,,Mama“, og fleiri lög
í rokk-stíl, þá líklega 10—12 ára.
Þá þegar hafði hún vakið athygli
fyrir hljómplötu sína, ,,Mama“,
heima í Danmörku.
Hvað varð af hinni fyrri veit
ég ekki, hún heitir reyndar Gitte
Pyskov, en sú síðarnefnda er orð-
in fræg leikkona, eins og flestir
vita.
Lesandi.
Pósturinn biður forláts og skil-
ur naumast hvernig svo hræði-
leg mistök geta átt sér stað.
En öllum getur skjátlazt, jafn-
vel Iíka Póstinum.
EKKI MJÖG NÁIN KYNNI.
Kæri Póstur!
Ég er 15 ára gömul stúlka og
er mjög hrifin af strák, sem er
jafn gamall mér. En ég þekki
hann lítið og hann er á bát, sem
kemur sjaldan hingað inn. En
mig langar mjög mikið til þess
að kynnast honum (stráknum).
Getur þú nú ekki, kæri Póstur,
gefið mér einhver ráð. Með fyr-
irfram þökk fyrir birtinguna.
Ein óhamingjusöm í bili.
P. S. Hvernig er skriftin?
Þú virðist vera mikil bjart-
sýnismanneskja eftir undirskrift-
inni að dæma. Eða kannski trú-
ir þú svona sterklega á ráð Pósts-
ins?
Ef þú ert harðákveðin í því
að ná í stráksa, þá skaltu labba
þig niður á bryggju, næst þegar
báturinn kemur inn. Þú hlýtur
að geta náð tali af honum og
spurt hann livað klukkan sé eða
talað um veðrið. Það er sagt að
svo sé upphafið að flestum hjóna-
böndum í veröldinni.
Skriftin er ágæt, en þú ættir
að nota breiðari penna.
HELDUR PERSÓNULEGT BRÉF.
Herra Póstur!
Getur þú sagt mér hvort Mark-
ús Orn Antonsson, Ijóshærði,
sæti þulurinn hjá sjónvarpinu er
giftur og hvað hann er gamall.
Og enga útúrsnúnigna.
Ungfrú Tvítug.
Markús Örn er fæddur 1944
og hann er ágætlega giftur.
Ég hefi ekkert á móti hjóna-
böndum, en það er eithvað svo
órómantískt að sjá karlmenn
stoppa sokka og Þvo skyrtur!
"K eg
KÝS
Ball&rup
HRÆRIVÉL m
Hún hjálpar mér við að
HRÆRA — ÞEYTA — HNOÐA — HAKKA — SKILJA
SKRÆLA — RÍFA — PRESSA — MALA — BLANDA
MÓTA — BORA — BÓNA — BURSTA — SKERPA
Ballerup
stærðir
HAND-
hrærivél
Fæst með
standi og skál.
Mörg aukataeki
hfcFALLEGAR
UVANDAÐAR
*FJÖLHÆFAR
MILLI-
STÆRÐ
Fæst í 5 litum.
Fjöldi tækja.
DW
0,
Baliíma
r NÝ
r af , H Lný :BRAGI RÆRIVI AFBRAi DS : L oÐS 1
L TÆKNI J
STÓR-hrærivél
650 W. Fyrir
mötuneyti, skip
og stór heimili.
ÁBYRGÐ
OG TRAUST
VIÐGERÐAR-
ÞJÓNUSTA
* Elektrónisk hraðastilling * Sama afl ó öllum hröð-
um * Sjólfvirkur tímarofi * Stálskói * Hulin raf-
magnssnúra: dregst inn í vélina * Mjög öflugur 400
W mótor * Yfirálagsöryggi * Beinar tengingar allra
aukatœkja * Tvöfalt hringdrif.
SÍMI 2 4420 - SUÐURGÖTU 10 - REYKJAVlK.
Sendið undirrit. mynd af Ballcrup hrærivél
með nánari upplýsingum, m.a. um verð og greiðsluskilmála
NAFN ....................................
HEIMILI..................................
TIL Fönix s.f. pósthólf 1421, Reykjavík
37. tbi. VIKAN 7