Vikan


Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 45

Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 45
— Það var eins og ég berðist i greipum dauðans, en ég náði til yðar að lokum .... Þegar hún sagði Þessi síðustu orð, kom dreyminn hreimur í röddina. Hún gerði sér ekki grein fyrir þvi, hvernig orðin hljómuðu, þegar hún sagði: — Ég náði til yðar að lokum.......Hún sá ekkert í þessu daufa ljósi, annaö en svart, kyrrt andlitið, og þar lauk öllum hennar draum- um. Eitt snöggt andartak fannst Angelique, að hún yrði að kasta sér að breiðri bringu sjóræningjans og fela andlitið við ílauelstreyju hans. Þetta var ekki svart flauel, eins og hún hafði haldið, heldur mjög dökkgrænt, eins og mosinn, sem vex á trjánum. Hún horfði á þetta flauel og hugsaði: ■— Hve gott væri að halla sér upp að því! Rescator teygði fram aðra höndina. Hann snerti kinn hennar, hökuna; það virtist einkennilegt að hann, með þessi stingandi augu, sem ekkert fór framhjá, skyldi þreifa þannig eins og blindur maður, sem gerir sér grein fyrir fögru blómi, sem hann getur ekki séð. Svo leysti hann hægt, með einum fingri, klútinn, sem enn lukti um hár Angelique og kastaði honum til hliðar. Hárið storkið og rakt af sjó, hrundi niður um axlirnar. Hvít hárin voru enn meira áberandi en ella, af þvi að hárið var vott. Angelique hefði kosið að geta falið þau. — Hvers vegna var yður svo áfram um að sjá mig aftur? spurði Rescator. — Vegna þess, að þér eruð eini maðurinn í heiminum, sem getur bjargað okkur. — Ó! Þér eruð enn að hugsa um þetta fólk; hrópaði hann gersam- lega sleginn út af laginu. — Hvernig ætti ég að geta gleymt því? Einu sinni enn hvörfluðu augu hennar að sandinum, sem rann í gegn- um stundaglasið. Með ákveðnu millibili sneri Rescator þvi við, með ó- sjálfráðri hreyfingu. Honorine svaf heima í borginni, i stóra rúminu í eldhúsinu, en barnsleg ró hennar, sem Angelique hafði svo oft virt ástúðlega fyrir sér, var horfin nú. Hún var óróleg og kjökraði í svefninum. Hvað eftir annað gnæfðu ógnandi andlit allt I kringum hana og hún skynjaði, að móðir hennar var hrædd og í hættu stödd. Abigail vakti yfir henni og bað fyrir Angelique með spenntar greipar. Bf til vill var Laurier vakandi líka, eins og meðan hann svaf i risinu. Ef til vill hlustaði hann á órólegt fótatak föður sins, sem gekk um gólf i næsta herbergi. — Hvernig get ég gleymt því? Rétt áðan sögðuð þér, að hvar, sem ég færi skildi ég ekkert eftir, annað en eyðileggingu .... Þér gætuð að minnsta kosti hjálpað mér að bjarga þessum fáu sálum. — Þessir menn, þessir Húgenottar, hvað gera þeir? Ég meina, hvaða starfsgreinar stunda þeir? Hann spurði hana út úr og fitlaði við skeggið. Hún hafði séð þennan mann hafa fullkomið vald á sér undir svo mörgum kringumstæðum, að þegar hún sá nú, að hann var ekki eins öruggur með sjálfan sig og oftast nær, gerði hún sér af einhverri óskiljanlegri ástæðu ijóst, að hún hefði unnið. Það birti yfir henni. — Ekki setja upp þennan sigursvip, sagði hann. — Jafnvel þótt það liti kannske út fyrir, að ég ætli að láta undan yður allt þetta, munuð þér ekki verða sú, sem ber sigur úr býtum að lokum. — Hvaða máli skiptir það? Ef þér samþykkið að taka fólkið um borð í skip yðar, og hjálpa því að flýja frá fangelsum og dauða, hverju skiptir Þá allt hitt? Ég myndi vilja borga hundraðfalt fyrir það. — Yður grunar ekki, hvaða verð ég ætla að láta yður greiða! Traust yðar á mér er næstum barnalegt. Ég er sjóræningi, sem sigli krappan sjó, og yður hlýtur að hafa flogið í hug, að starf mitt sé ekki fólgið í að bjarga mannlegum lífum, heldur miklu fremur að binda endi á þau. Konur eins og þér ættu ekki að skipta sér af neinu nema ást. — Er þetta spurning um ást! — Ó! Ekki koma með heimspekilegar þenkingar, sagði hann. — Eða ég tek yður einfaldlega um borð í skip mitt til að drekkja yður, þegar við komurn á haf út. Þér töluðuð minna á Krít, og voruð meira aðlaðandi. Svarið nú spurningum mínum. Hverskonar fólk er það, sem þér biðjið mig um að taka um borð? Að undanskildum þessum guðhræddu kerlingum — þær eru það versta, sem hægt er að finna — og organdi krökkum. — Meðal þeirra er auðugasti skipaeigandinn í La Rocheile, Monsieur Manigault, verzlunarmaður, sem veit allt um verzlun og siglingar. Á eyjunum á hann ........ — Eru nokkrir handverksmenn meðal þeirra? — Það er trésmiður og sveinn hans .... — Það er betra .... — Bakari og tveir fiskimenn. Þeir voru einu sinni sjómenn, og skipulögðu lítinn flota til að Sjá La Rochelle fyrir fiski. Þar er einnig Monsieur Mercelot, hann er pappírsframleiðandi, Maitre Jonas, úrsmiðurinn....... — Allir gagnslausir! — Maitre Carrére, lögfræðingur. — Verra og verra. — Læknir .... — Ah! Þetta er nóg .... Komið þeim um borð úr því að þér óskið að bjarga þeim öllum. Ég hef aldrei vitað frekari konu! Og nú, kæra Marquise, getið þér skýrt fyrir mér, hvernig þér ætlið að koma þessum duttlungum yðar þannig í framkvæmd, að þeir lánist? Ég hef alls ekki í hyggju að hanga í þessari krabbaholu, sem ég hef verið nógu heimskur að festa mig í, lengur en ég endilega þarf. Ég ætlaði að fara i dögun. Ég get beðið eftir næsta flóði, i allra síðasta lagi, og það er undir hádegi á morgun. — Við munum hitta yður uppi á klettunum, sagði hún og stóð upp, geislandi af fögnuði. — Ég er farin að sækja þau. 44. KAFLI Anselm Camisot, sem hafði staðið meiri hluta næturinnar við dyrn- ar í horninu á virkinu, og haldið á sér hita með því að ímynda sér þá paradís, sem hann ætti í vændum, kipptist við, þegar hann heyrði klór- að í dyrnar hinum megin. Vonir hans voru teknar að slakna um þetta leyti, því nóttin var komin að enda og dögun í nánd. Hann átti erfitt með að hreyfa sig, hann var orðinn svo kaldur. — Ert það þú, Dame Angelique? hvíslaði hann. — Já. Hann snéri lyklinum og Angelique kom i gegnum gættina. — Skelfing varstu lengi, andvarpaði hermaðurinn. Um leið og hann sagði þetta, gripu sterkar hendur um háls hans, og einhver sló hann í bakið, svo hann missti jafnvægið. Þungt högg á nákvæmlega réttan stað, aftan á hálsinn, sendi hann inn í draumalandið, þar sem hann gat haldið áfram með sína sæludrauma. — Vesalingurinn, muldraði Angelique og horfði á, meðan Anselm Camisot var bundinn og keflaður. — Það var ekki annað að gera, Madame, sagði einn hermaðurinn, sem komið hafði með henni. Rescator hafði valiö þrjá af áhöfn sinni og sent með henni. — Ég hef sagt þeim, að þeir megi ekki láta yður úr augsýn eitt andartak, og þeir eigi að færa yður aftur hingað, dauða eða lifandi .... Þegar þau komu inn í húsagarð Bernes, stóð Maitre Gabriel þar með lukt, sem varpaði bjarma á Angelique og þrjá villimannlega sjómenn. Þá vantaði ekkert nema hnífinn milli tannanna, svo Maitre Gabriel væri handviss um, að þeir væru sjóræningjar. Þessir menn lögðu grið- arstóran pinkil frá sér á hlaðið, og kaupmaðurinn bar kennsl á varð- manninn úr Ljósaturni, vandlega bundinn. — Hlustaðu ,sagði Angeiique og talaði hratt. — Ég hef fundið skip- stjóra, sem samþykkir að fara með okkur öll i burtu. Hann siglir eftir fáeinar klukkustundir. Þessir menn fylgja mér, meðan ég fer og vara hitt fólkið við. Við verðum að lána þeim einhver föt, svo þeir verði síður tortryggilegir. Þetta er erlent skip . öll réttindi áskilin, Opera Mundi, París. Framhald i næsta blaði. 37. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.