Vikan


Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 14

Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 14
Það var klappað hér og þar. Es- Sabah Solon settist og saup ó vatni, meðan gróhærði sérvitringurinn spurði, hvort það væru nokkrar spurningar. Maður með fölt andlit og gremju- leg augu stóð upp, ræskti sig tauga- óstyrkur og sagði: — Mig langar að spyrja herramanninn, hvað hann hafi meint með her. Þýðir það, að hann sé reiðubúinn að beita ofbeldi? — Nei! Es-Sabah Solon spratt á fætur. Röddin var ákveðin og vott- aði fyrir hneykslun. — Hin frjálsa ur. Átti þá að verða fjársöfnun, þegar allt kom til alls? — Þér spurðuð hvernig við gæt- um framfleytl her okkar, sagði Es- Sabah Solon. — Og svarið er, að þér og allir menn og konur, sem sýna okkur velvilja, styðja okkur mi og standa undir hernum með hugs- unum sínum, samúð og skilningi. Áheyrendur slöppuðu af á ný. — Þér spyrjið, hvort her okkar sé til. Eg svara: Já. Hann er til [ hjörtum þeirra sjálfboðaliða, sem hafa svarið að gefa okkur blóð sitt, klefanum leit Boothroyd snöggt á yfirmann sinn. Boothroyd var ung- ur maður, mjög lágt settur í æðstu stjórn Deildarinnar, og allt fram til þessa kvölds hafði Sir Gerald verið lítið meira en nafn fyrir hon- um, fjarlæg vera, sem hinir gamal- reyndu í hærri stöðum kölluðu „óð- alsbóndann" eða stundum „höfð- ingjann". Þetta var viðkunnanlegur, gamall púki, hugsaði Botthroyd og velti því fyrir sér, hvað honum þætti svona skemmtilegt núna. Tarrant EFTIR PETER O'DONNEL FRAMHALDS- SAGAN 7. HLUTI Modesty horfSi ein- kennilega á hann. - Af hverju ætti hún að vera hlý? Willie hefur veitt henni þægilegt líf síSustu þrjú árin og ég hjálpa ofurlítiS, en hún varsennilega ham- ingjusamari í sínu gamla lífi, þrátt fyrir alla eymdina. 14 VIKAN 37-tbl- Kuwaitstjórn mun aldrei samþykkja neins konar ofbeldi. En ég vil und- irstrika að stríð er þegar háð í Ku- wait. Stríð milli hins hjálparvana og óvopnaða fólks og þeirra leppa erlendra ríkja sem nú ráða þar ríkjum. Hann hristi höfuðið alvar- legur í bragði: — Og ef þetta vesalings fólk, karlarnir, konurnar og litlu börnin, hrópa á hjálp, getum við ekki neit- að þeim um hverja þá vernd, sem við getum látið í té. Einhver klappaði ákaflega. Föli maðurinn settist, skilningssl jór á svipinn. Indverski stúdentinn stóð upp og tók til máls. Hann talaði hratt, og snöggur framburðurinn gerði það að verkum, að orðin runnu saman í eitt. — Ég skil ekki staðhæfingu yðar, þar sem mér skilst, að frjáls Kuwaitstjórn búi yfir vopnuðum her. Það er sannarlega alkunn stað- reynd, sem allir vita, að til að standa undir vopnuðum her þarf mikið fjármagn. Hvernig gerið þér grein fyrir þessari afbrigðilegu af- stöðu? Og hvar gæti slíkur her ver- ið? Es-Sabah Solon brosti með aðdá- un. — Þar talaði snjall og rökvís, ungur maður, sagði hann. — Spurn- ing hans krefst undanbragðalauss svars, og ég skal gefa það. Síðast- liðin tvö ár hafa stjórn mín og ég verið á ferðalagi um heiminn og talað við fólk á sama hátt og við ávörpum ykkur í kvöld. Alls stað- ar höfum við unnið fylgi, alls stað- ar. Við biðjum ekki um peninga, en ríkir og fátækir færa okkur þá, engu að slður. Það fór óviss kurr um áheyrend- þegar tíminn kemur. Sjálfboðaliða af öllum kynþáttum, lit og uppruna. En við vonum, að þessa hers verði aldrei þörf. Að fólk okkar verði þess megnu.gt að varpa af sér hlekkjunum, án blóðsúthellinga. Og að kúgararnir munu falla á sínum eigin illvirkjum. Nú var almennt klappað. Tarrant fylgdist með ofan úr lúgunni og nú greip hann andann á lofti, því þeg- ar indverski stúdentinn settist, reis upp sixpensarahöfuð og þunglama- legur líkami Willie Garvins. Fyrst yggldi Tarrant sig, en svo rann upp fyrir honum Ijós. Þetta var rétt, bróðir Blooks myndi aldrei sleppa tækifæri til að hlusta á sína eigin rödd. — Herra ráðherra. Röddin var. gróf og stuttaraleg. — Sem einn hinna brezku öreiga langar mig að segja af þeirra hálfu, að þið hafið okkar gallharða stuðning. Ég hef hugsað mér að vekja máls á þessu á næsta fundi í fylkingunni okkar, þar sem ég hef þann heiður að skipa nokkra áhrifastöðu. Og ég skal einskis láta ófreistað að sann- færa félaga mtna um, að málið ber að taka upp á næsta fundi vorum, til að vekja stuðning allra verka- manna, til að kollvarpa hinni úr- kynjuðu hermangaraklíku, sem nú heldur fólkinu ( Koo-white, undir járnhæl. Willie litaðist sjálfsánægður um. Strauk með fingri yfir óhirt yfir- skeggið og settist. Gráhærði sérvitringurinn sagði: — Ah. . Þakka yður fyrir . . Bróðir Blooks gaf konu sinni langt olnbogaskot. Hún byrjaði að klappa. Það var tekið dræmt undir, og svo dó það út. Uppi í sýningar- stóð með bakið upp að veggnum við hliðina á lúgunni með augun hálflukt og ofurlítið dreymið á- nægjubros. Hann var að rifja upp fyrir sjálfum sér, það sem hann hafði séð, og orð Willies, til að geta haft þau yfir fyrir aðstoðar- manni sínum, Jack Fraser. — . . . sem nú heldur fólkinu í Koo-white undir járnhæl. Tarrant hugsaði ánægður: — Þessu mun Jack þykja matur í, en drottinn minn, hvernig fer Modesty að því að skella ekki upp úr. 5. Lyftan nam staðar og dyrnar opnuðust hljóðlaust. Tarrant steig inn í anddyrið og snöggstanzaði síðan. Weng stóð fyrir framan hann og þrýsti fingur að vörum. Tarrant lyfti augabrúnunum í spurn. Weng tók við hattinum og regnhlífinni og reyndi að bæla niður brosið, þegar hann benti yfir anddyrið að stóra herberginu hinum megin. Meistaraleg lýsingin glampaði á svörtu og hvítu og gulli; litum inn- réttingarinnar. Motturnar, sem Tarr- ant hafði alltaf ánægju af, voru eins og pollar af ríkum, glöðum lit- um hér og þar. Modesty lá á fjórum fótum með trefil bundinn um augun. Hún var í dökkgrænum silkibuxum og erma- lausri, svartri silkiblússu, með djúpu hálsmáli. Á fótunum hafði hún opna, gulllita sandala. Hárið var bundið í hrauk upp á höfuðið. Eini skartgripurinn, sem hún bar, var fyrirferðamikið armband úr listilega útskornu rafi. Tarrant vissi, að hún hafði skorið það út sjálf, ( vel útbúinni skartgripavinnustofunni,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.