Vikan


Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 20

Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 20
ele. Og í ágúst 1964 þóttust þeir hafa veilt hann í gildru. Hann bjó þá á Hótel Týról í Encarna- ción, ásamt sínum stöðugu fylg- ismönnum. Flokkur ísraelskra leyniþjónustufulltrúa gerði á- hlaup á hótelið og þar varð grimmilegur bardagi. Margir menn féllu. En Mengele tók ekki þátt í viðureigninni. Hann hafði fengið aðvörun á síðustu stundu og flúið. Það voru bara lífverðir hans, sem fsraelsmennirnir hittu fyrir á hótelinu. Atburðurinn varð staðfesting á því, sem Mengele hafði í raun- inni vitað fyrr. Hann átti engrar miskunnar að vænta. Fengju Gyð- ignarnir færi á honum, myndu þeir skjóta hann samstundis. Hann fékk nýja staðfestingu fyrir því ári síðar, þegar hann frétti af líkinu í gulu ferðakist- unni.... Alcido Cintra Bueno Filho, lögregluforingi, var að hugsa. — Hann hafði lófana lagða saman og studdi vísifingrunum uppi undir miðsnesið. Þetta gerði hann alltaf þegar hann var að hugsa um eitthvað -— þrátt fyrir að eiginkona hans hefði í nærfellt þrettán ár reynt að fá hann til að hætta því. Þegar honum datt konan í hug lét hann hendurnar síga, næstum því feimnislega, þótt svo að hann væri einn í her- berginu. Svo stóð hann upp og gekk að dagatalinu á veggnum. Hann reif af því blað og las: „Janúar 15, fimmtudag, 1965“. — Æ, andskotinn, sagði hann við sjálfan sig. •—- Það var þá í dag.... Hugsanaþráður hans slitnaði við að barið var að dyrum. Maðurinn sem inn kom var meira en höfði hærri en hann sjálfur, en álíka gildur um miðj- una. Risinn óð að honum með út- rétta hönd: —• Herbert Cukurs, kynnti hann sig. Filho benti á stól og maðurinn settist. Þeir horfðu þegjandi hvor á annan um stund, en svo tók gesturinn til máls: : — Ég er kaupsýslumaður hér í Sao Paulo. Um margra ára skeið hef ég verið undir vernd brasilísku ríkislögreglunnar. — Og hversvegna? — Látum okkur segja að full ástæða sé til að ætla, að vissir aðilar sækist eftir lífi mínu. Filho vissi hver Cukurs var. Hann hafði að vísu aldrei séð hann, en oft rekizt á nafn hans í skjölum sínum. Cukurs hélt áfram: — Starfsemi fyrirtækis míns hefur færzt mjög út undanfarið, og áhrifamikill evrópskur kaup- sýslumaður hefur nú beðið mig að hitta sig í Montevideo, af mjög mikilvægu lilefni. Ég vildi nú gjarnan fá að vita hversu áhættu- samt þér teljið fyrir mig að fara til Úrúgvæ. armenn til að bera nesti, eins og hann orðaði það. Nora tók boð- inu. Þegar hún kom á fætur næsta morgun, biðu „burðarmennimir" tveir í anddyrinu. Mengele sjálf- ur var þar ekki. — Doktorinn er dálítið lasinn, en honum fannst að við ættum samt ekki að hætta við ferðina. Hann vildi alveg ákveðið að við tækjum ungfrú Noru með, því að við hádegisverðinn ætlaði hann að hafa dálítið óvænt handa henni, sagði hann. Þau lögðu af stað. Nokkrum klukkustundum síð- ar kom annar burðarmannanna hlaupandi til hótelsins. — Það hefur komið fyrir hræðilegt slys, sagði hann, móð- ur og másandi. Ungfrú Noru skrikaði fótur og hún steyptist niður í djúpt gil. Það er von- laust að hún hafi lifað fallið af, en félagi minn er samt að reyna að komast niður til hennar. Fyrir hádegið þennan sama dag hafði Mengele yfirgefið hót- ið, svo og lífverðir hans báðir. Þremur dögum síðar fundu menn illa leikið lík Noru á gil- botninum. Þegar ísraelskir félagar Noru Aldots komu á staðinn nokkrum dögum síðar, voru „burðarmenn- irnir“ báðir líka horfnir. Eftir drápið á Noru Aldot hertu ísraelsmenn leit sína að Meng- Eftir að hafa fengið margar tilkynningar athug- aði lögreglan málið. f sumarhúsi einu fann hún gula trékistu - og í henni lík fjöldamorðingja eins . . . 20 VIKAN 37-tbL Filho leit kuldalega á hann. Farðu í helvíti, hugsaði hann. Þú kemur ekki til að leita ráða. Þú vilt að ég sjái þér fyrir vernd í Monteviedo. En það skal nú kosta skildinginn.... Cukurs ók sér í stólnum, en sagði ekkert. Filho ákvað að ræða mélið „af skynsemi“, það er að segja að hræða hann hæfi- lega til að auka á örlæti hans þegar að því kæmi að semja um verðið fyrir verndina. — Hann sagði: — Farið ekki. Hér hafið þér verið öruggur vegna verndarinn- ar, sem við höfum veitt yður. En látið yður ekki detta í hug að óvinir yðar hafi gleymt yður! Og minnizt þess, að um leið og þér yfirgefið Brasilíu nær vemd okkar ekki lengur til yðar. Cukurs stóð á fætur. Rödd hans var breytt er hann sagði: — Ég hef aldrei verið rag- menni, og ég er ekki hræddur nú fremur en fyrr. Þar að auki á ég sjálfvirka skammbyssu. Ég tek hana með mér í ferðina. Sé yður seinna, herra Filho. Þann tuttugasta og þriðja febr- úar gekk Herbert Cukurs svo um borð í flugvél þá frá Air France, sem átti að skila honum til Mentevideo. Herbert Cukurs fæddist seytj- ánda maí árið 1900 í Lettlandi. Upp úr 1930 gekk hann í nas- istahreyfingu nokkra, er kallað-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.