Vikan


Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 23

Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 23
1 staðinn fyrir að slá hana út af laginu, vakti Þessi athugasemd hans með henni baráttuviijann. — Jæja einmitt, sagði hún kaldhæðnislega. — Kannske það sé eins gott. Þá líður yður ekki illa lengur, ef yður hefur einhverntím- an liðið iila út af brellunni, sem ég gerði yður á Krít. Hún haliaði sér upp að dyrunum og augu hennar skutu gneistum, þar sem hún horfði á grímuklædda manninn; það var þá, sem hún gerði sér ljóst, að hún var ekki hrædd við hann, því hún hafði ákveðið að hann yrði að bjarga þeim, vegna þess að hann og skip hans yrði þeirra síðasti möguleiki. Hún varð að komast að honum. Hún varð að snerta hann einhvernveginn. En hann sýndist úr öllu samhengi við lifið og óaðgengilegur. Hann virtist langt í burtu og ekki almennilega raunverulegur, eins og andi mitt á milli martraðar og dagdraums. Þessi tilfinning hennar um hann styrktist aðeins af þögn þeirra. Hún vonaði að hann segði eitthvað meira, því hljómurinn í rödd hans hjálpaði henni að komast undan dáleiðandi augnaráði hans. — Þér eruð huguð, að minna mig á fíldirfsku yðar, sagði hann að lokum. — Hvernig vissuð þér, að þér gátuð fundið mig hér? — Eg kom auga á yður í dag, þegar ég var á göngu yfir heiðina. Þér stóðuð uppi á klettabrúninni og horfðuð inn til borgarinnar. Hún sá hann kippast við, eins og hann hefði orðið fyrir höggi. — Það leikur enginn vafi á því, að örlögin eru að skopast að okkur, öskraði hann. — Þér fóruð hér rétt hjá, og ég sá yður ekki. — Ég faldi mig þegar í stað í runnunum. — Ég hefði átt að sjá yður samt, sagði hann næstum reiðilega. — Hvernig er þeim sérstaka hæfileika yðar varið, að birtast svona og hverfa, svo að segja milli fingranna á mér? Hann tók að skálma fram og aftur, og hún tók það fram yfir hreyfingarlausa ógestrisni hans. — Ég skal tala utan í mennina mína, fyrir það hvernig þeir halda vörð, sagði hann. — Hafið þér sagt nokkrum frá því, sem þér sáuð, eða að við séum hér? Hún hristi höfuðið. — Það er eins gott fyrir yður ..... Svo þér komuð auga á mig og hlupuð burtu, og nú eruð þér hér aftur, rétt um miðnættið, til að hitta mig. Hversvegna? Til hvers eruð þér komin? — Ég er komin til að biðja yður að taka fólk um borð, sem verður að komast burt frá La Rochelle í fyrramálið í síðasta lagi. Ég ætla að fara þess á leit, að þér farið með það til amerisku eyjanna. — Farþegar? Rescator staðnæmdist aftur. Þrátt fyrir stöðugt rugg skipsins var hann einkar tígulegur, þar sem hann stóð þarna. Angelique minntist þess, hve fimur hann var, þegar hann stóð á bugspjótinu á þrísiglunni og kastaði akkerinu, sem varð til bjargar þrælagaleiðunni Dauphine. Þar, sem hún stóð þarna i káettunni, framkallaði hluti af huga hennar í sifellu myndir úr fortíðinni. Þetta var eins og óljós leit, þar sem þessi svarti og töfrandi maður var rauði þráðurinn í öllu. Rétt eins og í fyrsta sinn, sem hann gekk í áttina til hennar, á þrælamarkaðinum, hafði hann þegar í stað alla hennar athygli. Ellis, unga, gríska ambáttin, hafði í hvíslingum trúað Angelique fyrir öllum sínum leyndarmálum; nú flögruðu orð hennar um minni Angeiique eins og framandi fiðrildi: — Hann töfrar allar konur ...... AUar konur ...... Enginn getur umflúið vald hans ....... Og svo heyrði hún sina eigin rödd, þegar hún svaraði honum skýrmælt: — Já, farþega. Þeir munu borga yður vel. — Þeir hljóta að vera afar skrýtnir farþegar, úr því að þeir þurfa svo sárlega á sjóræningjaskipi að halda. Þeir hljóta að vera að flýja frá La Rochelle. — Það er rétt, herra minn. Þetta eru fjölskyldur, sem játa mótmæl- enda trú. Konungur Frakklands vill ekki lengur hafa trúvillinga í konungdæmi sínu; þeir sem neita að taka kaþólska trú, eiga ekki um annað að velja en yfirgefa landið eða fara i íangelsi. En strandlengjan er kyrfilega varin, og það er erfitt að komast út úr höfninni, án þess að nokkur viti. — Sögðuð þér fjölskyldur? ETu þá konur líka? —- Já....... — Og börn? — Já .... Aðallega börn, sagði Angelique með hljómlausri röddu. Hún sá þau fyrir sér, dansandi umhverfis pálmann, með rjóðar kinnarnar og tindrandi augu. Það var eins og hún heyrði taktfasta skellina í litlu tréskónum í gegnum veðurgnýinn útifyrir. En hún vissi einnig, að þessi játning hennar þýddi næstum örugglega að hann myndi hafna beiðninni .Enginn skipstjóri myndi fúslega taka farþega yfirleitt, og konur og börn þýddu endalausar deilur og jag. Konurnar þrátta, þær deyja, og mennirnir um borð berjast út af þeim. Angelique hafði nógu mikil kynni af sjávarsiðunni til að gera sér grein fyrir því, hve griðarlega mikið fólst í bón hennar. Hvernig gat nokkur verið slíkur ofurhugi að minnast á lögfræðinginn Carrére og börnin hans ellefu við sjóræningja? Hún fann sjálfstraustið þverra. — Þetta verður alltaf glæsilegra og glæsilegra! ságði Rescator. Það var stríðnisleg kaldhæðni í rödd hans. — Og hve margir eru í þessum leiðinlega hópi sálmagaulara, sem þér hyggizt fylla lestar mínar með? — Um það bil — um það bil fjörtíu manns. Hún hafði látið að minnsta kosti tíu þeirra hverfa út í loftið. — Huh! Þér gerið að gamni yðar, væna min. Og það, sem meira er, ég býst ekki við, að ég heyri meira um þennan barnaskap. En allt um það. Það er samt nokkuð, sem vekur áhuga minn. Hvernig stendur á því, að Marquise du Plessis Belliére — því það var raunar nafnið, sem þér báruð, þegar ég keypti yður — hvernig stendur á því, að hún er allt í einu svona áhugasöm um hóp ræfilslegra villutrúarmanna? Getur verið, að þér eigið ættingja meðal þeirra? Eða elskhuga? Þótt ég verði til að viðurkenna, að það sé varla sennilegt, þegar annars- vegar er fyrrverandi kvennabúrsambátt. Eða kannske — hver veit. — ef til vill hafið þér valið yður einn eiginmanninn enn, úr liópi villu- trúarmanna að þessu sinni. Mig minnir að þér hafið haft orð fyrir að eignast þá og losa yður við þá með ótrúlegum hraða. Henni fannst illgirnisleg kaldhæðnin vera hula yfir djúpstæðri forvitni. — Ekkert i þá áttina, sagði hún. — Hvað er það þá? Hvernig gat hún skýrt fyrir honum, að hana langaði einfaldlega til að bjarga þessum vinum sínum? Það væri óverjandi hegðun í augum sjóræningja, sem örugglega hlaut að vera trúlaus, gæti jafnvel verið spánskur, eins og hún hafði heyrt sagt. Þá væri hann líka gersneyddur umburðarlyndi, eins og allir aðrir landsmenn hans. Það var tortryggilega, hvað hann sýndist vita mikið um ævi hennar. Það leyndi sér ekki, að fréttir bárust í rikum mæli um Miðjarðarhafið og iðulega mjög nákvæmar. Hann neitaði að láta þar við sitja, og hélt áfram með sömu kald- hæðninni: — Svo þér hafið gifzt einum af þessum trúvillingum? Mér þykir þér hafa lotið lágt. Angelique hristi höfuðið. Hún var ósnortin af þessum illgirnislegu, leitandi athugasemdum. Það eina, sem skipti máli, var að áætlun henn- ar skyldi enda svona ilia. Hvaða rök gat hún fært fram, til að sann- færa hann? — Á meðal þeirra eru skipaeigendur, sem eiga hluta af auðæfum sínum á amerísku eyjunum. Þeir munu geta greitt yður ríkulega, ef þér bjargið lifum þeirra. Með einni handhreyfingu ýtti hann þessu tilboði frá sér. — Þau gætu ekkert boðið mér, sem bætti upp óþægindin af að hafa þá á skipi mínu. Ég hef ekkert rúm um borð fyrir fjörutíu manns auka- lega; ég veit ekki einu sinni, hvort ég get lagt á hafið og komizt f gegnum sundin, án þess að þessi fjárans konunglegi floti hafi hendur i hári mínu, og þar að auki hef ég ells ekki í hyggju að fara til amerísku eyjanna. — E'f þér takið þá ekki, verður þeim öllum kastað í fangelsi á morgun. — Þá það! Það kemur víst fyrir fjölda fólks í þessu heillandi konung dæmi. — Þér megið ekki taka svona létt á þessu, Monsieur sagði hún og spennti greipar. — Ef þér bara vissuð, hvað það er að vera í fang- elsi! — Og hver hefur sagt, að ég viti það ekki? Þegar i stað rann upp fyrir henni, að hann hlaut að vita hvað það var að vera dæmdur og hafnað af sínu eigin landi, úr því að hann lifði þannig utan við öll lög. Hvað gat hann hafa gert til að verð- skulda það? — Það er mikið um fangelsanir nú til dags. Það týna lika margir lífinu. Hverju máli skiptir, hvort þeir verða aðeins fleiri eða færri! Á haíinu getur maður enn verið frjáls, og nokkrum hinna ósnortnu landshluta Ameriku. En þér hafið ekki svarað spurningu minni. Hvernig stendur á því, að Marquise du Plessis lætur sig þessa villu- trúarmenn svo miklu skipta? Raddhreimur hans gaf til kynna, að hann tæki engin undanbrögð gild. — Vegna þess, að ég vil ekki að þau lendi í fangelsi. — Það er þá af eintómu göfuglyndi? Því á ég erfitt með að trúa, af konu með yðar skapgerð. — Trúið hverju, sem þér viljið! sagði hún í örvæntingu. — Ég gat ekki gefið yður aðra ástæðu. Mig einfaldlega langar að bjarga þeim. Þennan endalausa dag hafði hún séð djúpið sem aðskilur hjörtu kvennanna frá hjörtum karlanna. Eftir Baumier var það Desgrez, síðan Rescator! Þarna höfðu þessir menn staðið, fullvissir um sitt eigið vald, sterkir og skeytingarlausir fyrir tárum kvenna og kjökri særðra barna. Baumier hefði notið þess. Desgrez hafði aðeins samþykkt að þyrma þeim, vegna þess að hann var enn ástfanginn af henni, en nú þegar Rescator fannst hún ekki lengur aðlaðandi, vildi hann ekkert gera fyrir hana! Hann hafði nú snúið frá henni og sezt á stóran, austulenzkan dívan. Hann teygði langa, stígvélaða fæturna fram á gólfið. — Ég verð að viðurkenna, að konur geta haft meira en litið lausar skrúfur, en þér hafið greinilega farið langt fram úr öllum settum mörkum fyrir langa löngu. Við skulum líta um öxl: Síðast, þegar ég hitti yður, stunguð þér mig af með logandi þrísigluna og þrjátíu og fimm þúsund pjastra skuld. Fjórum árum seinna finnst yður ekk- ert eðlilegra en að koma til min, án þess að óttast nokkra hefnd, og biðja mig að taka yður um borð í skip mitt með fjörtíu flóttamenn, vini yðar! Þér verðið að viðurkenna, að þetta er fáránleg krafa. Hann rak fingurinn í stundaglas, sem stóð á borði við hliðina á honum, og sneri því við. Sandurinn tók að renna i gegnum það í mjóum, hröðum og glitrandi fossi. Angelique starði á það. Stundirnar liðu, senn yrði nóttin á enda. — Nú er nóg komið, sagði Rescator. — Þessir mannflutningar vekja ekki áhuga minn. Þér reyndar ekki heldur. En úr þvi þér hafið verið svo fildjörf að kasta yður í hendur manns, sem hundrað sinnum hefur svarið að láta yður gjalda dýru verði öll þau óþægindi, sem þér hafið kostað hann, skal ég engu að síður halda yður hér um borð .......... I Ameriku eru konur miklu lægra metnar en á ströndum Miðjarðar- hafsins, en ef til vill get ég fengið nokkuð til baka af því, sem ég borgaði fyrir yður, ef ég sel yður. Þótt kafheitt væri i káettunni, fann Angelique kalda fingur grípa um hjarta sitt. Rennblaut fötin límdust við hana, en fram til þessa hafði hún ekki gert sér grein fyrir þvi. Nú fann hún, að hún skalf. — Kaldhæðni yðar hefur engin áhrif á mig, sagði hún og röddin varð loðin. — Ég veit ... Hún fékk hóstakast, sem kom í veg fyrir, að hún kæmi því frá sér, sem hún ætlaði að fara að segja. Hún var ekki glæsilega fyrir, en nú versnaði það. Nú sýndist hún þar að auki veikindaleg, eins og hún gæti ekki náð andanum. Með þessa hörmungarsjón fyrir augum, átti hún sizt von á aö hann gerði það, sem hann tók sér fyrir hendur næst. Hann reis upp, gekk til hennar, tók undir höku hennar og lyfti andlitinu. — Svona fer fyrir yður, þegar þér hlaupið á fund sjóræningja Framhald á bls. 44. 37. tw. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.