Vikan


Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 37

Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 37
að gá hvar ólukkans ferðatask- an var niður komin, en Davíð hafði falið hana. Svo varð ég alveg róleg, því að Davíð stóð við hlið mér, hann var ekkert reiður, hann brosti út undir eyru. Ég sá í einni svipan hve einföld ég hafði verið við- víkjandi Alexander, og hvernig farið hefði fyrir mér, ef Davíð hefði komið of seint. Og Davíð hló og hélt fast í hendina á mér. Pabbi og mamma spurðu hvort við vildum ekki koma með þeim í leikhús, þau áttu við okkur Davíð. Það var eins og fargi hefði ver- ið létt af mér. Það var allt í lagi núna og allir ljómuðu af ánægju. Mér hafði verið bjargað frá bráðri hættu. Seinan um kvöldið fór ég að hugsa um Alexander og mér var ljóst að hann var ekki allur þar sem hann var séður, og nokkuð ellilegur, þegar ég hugsaði mig betur um. Það var líka ólíklegt að einhverri hafði ekki tekizt fyrir löngu að klófesta hann, því að hann var laglegur, Hklega var hann harðgiftur. Ég fékk hroll í mig, þegar ég hugsaði um að ég hefði getað misst Davíð, ég þurfti að minnsta kosti eklci að fara í neinar graf- götur, um fortíð hans...... Fyrsta för íslendings .. Framhald af bls. 27 hlustaði á hljóðfæraslátt eða gekk um gólf í hinum löngu hliðargöngum, báðum megin far- þegarýmisins, og horfðum á það sem fyrir augun bar. Þótti manni vitanlega tilbreyting að útsýn- inu hvenær sem sást til lands. Skipið flaug að jafnaði lágt, þetta 200—500 metra yfir landi og sjá. Og það var ekki hægt að segja að það haggaðist. Maður gat ró- legur skilið við fullan kaffibolla og látið hann standa tímunum saman á borðinu án þess að skvetlist á undirskálina. f þessu taka loftskipin fram bæði skip- um og járnbrautum — það er blátt áfram ótrúlegt, hve stöðug- ur Hindenburg var. Auðvitað geta þau ofsaveður komið, að út af þessu bregði, en það var ekki í þessari ferð. Þama var margt merkra manna um borð, sem gaman var að kynnast. Þar var Jack Chrys- ler, sonur bifreiðakonungsins og forstjóri í félaginu og ýmsa fleiri mætti telja svo sem S. J. Foley, einn dómarinn í Lindberghsmál- inu. Og foringi skipsins var Ernst A. Lehmann kapteinn, sá sem stýrði Graf Zeppelin er hann kom hingað til Reykjavíkur. Það var gaman að koma inn í skip- stjóraklefann og sjá öll þau furðulegu áhöld, sem þar eru saman komin. Annar eins „véla- salur“ mun tæplega vera til í nokkru samgöngutæki. Þrír stýri- menn voru á farinu auk skip- stjórans, sérstakur yfirverkfræð- ingur, loftskeytastöðvarstjóri og vélfræðingar. Pósthús er- þarna og veilir skipslæknirinn því for- stöðu — það sparar einn mann. Annars varð maður ekki var við, að neitt þurfti að spara pláss né þröngt væri um borð, því að meðal flutnings sem við höfðum meðferðis var til dæmis heil flugvél. En auðvitað voru allir innanstokksmunir gerðir úr létt- asta efni, í rúmum, stólum og borðum er það aluminium, sem mest bar á. — Það er svo létt, að segja má að það fyki ef mað- ur blés á það. Aðalfarrýmið var á efra þil- fari, innan í skipinu en nær út í hliðar þess báðum megin. Þar eru í miðju fjórar raðir af far- þegaklefum, með fimmtíu rúm- um. En öðrum megin farþega- klefanna er stór borðsalur, þar sem allir farþegar geta matazt samtímis og þá yzt til hliðarinn- ar langur gangur til að hreyfa sig á. Er sú hlið gangsins sem út veit öll úr gleri að kalla má. Hinum megin við farþegaklef- ann er eins hagað að öðru leyti en því, að þar kemur í stað borð- salarins setustofa mjög stór og lestrarsalur og skrifstofa. —- Við annan enda farþegaklefanna eru stigar niður á næstu hæð, B-þil- farið“. Eftir því endilöngu er gangur og á aðra hlið honum stofur foringjanna og skipshafn- ar ásamt stóru eldhúsi og enn- fremur snyrtiklefar, en á hina hliðina eru baðherbergi fjögur, skrifstofa gjaldkerans, drykkju- skáli og reykskáli. Er hann eini staðurinn á skipinu þar sem leyfilegt er að reykja. Og eng- inn má hafa á sér eldspýtur um borð — það er það eina sem forboðið er um borð í Hinden- burg. f reykskálanum kveikir maður með rafmagni — eldspýta sést þar ekki. Þarna er bókasafn og nýjustu fréttir frá umheiminum fær mað- ur gegnum loftskeytastöðina og útvarpið. Þægindin eru svo mikil, að þrír sólarhringar eru ekki lengi að líða. Til viðbótar ferðasögu Þórodds fer vel á að bæta því við, að loftskipið Hindenburg var tvö hundruð fjörutíu og tveir metrar á lengd, eða þriðjungi lengri en Aðalstræti í Reykjavík, og gefur það ef til vill nokkra hugmynd um stærð skipsins. Að þvermáli var það 41.2 metrar og rúmmálið 200.000 rúmmetrar. Hindenburg hafði fjóra hreyfla af gerðinni Daimler-Benz og hver 1100 hest- afla. Meðalhraði loftskipsins var hundrað tuttugu og fimm kíló- metrar á klukkustund. Þóroddur dvaldi viku í New York og tók sér svo far til baka með stórskipinu Queen Mary. sem þá bar ekki síður af öllum þeim förum, sem um sjóinn sigldu, en Hindenburg af hinum, sem um loftin fóru. Var farið frá New York um miðjan dag tuttugasta og sjötta ágúst og komið til Cher- bourg í Frakklandi skömmu eftir miðnætti aðfaranótt þrítugasta og fyrsta ágúst. Setti skipið í ferð- inni nýtt hraðamet á leiðinni yfir Atlantshafið og vann með því hið svokallaða „bláaband", sem veitt var í heiðursskyni fyrir þesskon- ar afrek. Á þessum tímum, á árunum fyrir stríðið, var talað um loft- skipin sem tækninnar mesta und- ur, en nú er öldin önnur, og hef- ur slysið sorglega með Hinden- burg líklega átt sinn þátt í því. Og ferðatími Hindenburgs yfir Atlantshafið, þrír sólarhringar, vekja litla furðu núorðið, þegar hraðfleygustu risaþoturnar fara sömu leið á níu til tíu klukku- tímum. Það er því ekki að sjá neinar líkur á því í fljótu bragði, að spádómur Rosendahls vísiað- míráls um endurkomu loftskip- anna eigi eftir að rætast. dþ. Bræðurnir á Þúfunesi Framhald af bls. 5 handleggssveran grenistaur, sem nota átti í fiskihjall, og lagði svo til atlögu við óvinina. En nú stóð hann einn uppi og auk þess ekki fullkomlega með sjálfum sér af svefni og drykkju. Því fór svo, að einum Rússanna tókst að kom- ast aftan að honum og slá hann niður. En þá hafði hann þegar brotið höfuðskeljar átján Rússa með grenistaurnum. Bræðurnir voru nú pyndaðir og síðan drepnir, og hús þeirra og kirkjan rænd öllum verðmæt- um. Allt var þetta flutt um borð Framhald á bls. 40. 37. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.