Vikan


Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 8

Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 8
Husqvarna Husqvarna eldavélin er ómissandi í hverju nútíma eldhúsi — þar fer saman nýtízkulegt útlit og allt það sem tækni nútímans getur gert til þess að matargerðin verði hús- móðurinni auðveld og ónægjuleg. Husqvarna eldavélar fóst bæði sambyggðar og með sérbyggðum bökunarofni. Leiðarvísir ó íslenzku ósamt fjölda mataruppskrifta fylgir. f/iuvurt PÍAíir.ivjóo/i h / SuéuflfndsbrLit lo * Ha iykj..,ik • Simnelni: »Volver« - Slmi 35^00 Útibú LAUGAVEG 33. Saisk stnlka nnt ekki klaistir- líliö fit Þeim var bannað að fara til læknis — Flest öllum sænskum stúlk- um, sem vinna part úr degi á enskum heimilum, líður vel í Englandi, segir frúin. — En fyr- ir nokkrum vikum gerðist nokk- uð, sem gerði mig órólega, segir hún, og það var í klaustri, þótt ótrúlegt sé. í klaustrinu voru nokkrar sænskar hjálparstúlkur. Veran þar var svo döpur, að ein þeirra varð alvarlega þunglynd. Að lokum fékk hún það sem almennt er kallað taugaáfall. Svo varð hún sinnulaus og missti alla löngun til að gera nokkurn hlut, gat ekki einu sinni fengið sig til að fara á fætur á daginn. Eftir fimm daga tókst hinum stúlkunum í klaustrinu að fá hana til að leita læknis, eftir mikið þras við nunnurnar. Lækn- irinn skildi strax að það var á- standið í klaustrinu sem orsakaði þetta þunglyndi stúlkunnar. Hann ráðlagði henni að fara það- an sem skjótast. Það var haft samband við mig og ég kom því þannig fyrir að hún gat fengið að búa hér um stundarsakir. Þegar hún kom hingað var hún í mjög slæmu á- sigkomulagi. — Hrædd, feimin og óörugg. Nú hefur hún fengið vinnu annars staðar, í þetta sinn hjá góðri fjölskyldu, og henni líður nú ágætlega. — En ég er viss um eitt, segir frú Leissner-Nilson. — Ef hún hefði verið lengur í klaustrinu, hefði getað farið illa fyrir henni. Þá hefðum við orðið að koma henni á hæli fyrir taugaveiklað fólk .... — Eru ennþá sænskar stúlkur í klaustrinu? — Já, nokkrar, svaraði frúin. Ég held að ein þeirra heiti Lena Gardner. Við hringdum til klaustursins og báðum um að fá að tala við Lenu Gardner, en fengum það svar að sænsku stúlkurnar fengju aðeins að tala í símann heim til Svíþjóðar. Við tókum því það ráð að aka út til klaustursins, stöðvuðum bílinn fyrir utan hliðið og börðum að dyrum. Miðaldra nunna opnaði dyrnar. Hún var klædd skósíðum kjól og var með svartan höfuðbúnað, og hún horfði tortryggnislega á okk- ur. Áður en við náðum því að segja nokkurt orð, spurði hún hvers við óskuðum. Við sögðumst vilja tala við sænsku stúlkxma Lenu Gardner. Við fengum að hitta hana og aðra stúlku, sem vinnur í klaustrinu, Inger Wil- son. Yfir kaffibolla röbbuðum við við stúlkurnar um vinnu þeirra í klaustrinu; það hafa verið nokkuð margar, sænskar hjálp- arstúlkur þar. Klaustrið er ekki kaþólskt, þótt undarlegt megi virðast, heldur tilheyrir það ensku (angelisku) kirkjunni. Sænsku stúlkurnar vinna alls- konar störf, eins og húsþrif og uppþvott. Vinnutími þeirra er þrír til fjórir tímar á dag, sex daga í viku. Fyrir það fá þær fæði og húsnæði og um það bil 45 pund á mánuði. ÞÆR ERU GIFTAR JESÚS. — Ég skil ekki hversvegna Gunilla fékk taugaáfall, segir Inger Wilson. Þegar hún fór úr klaustrinu fékk ég það starf sem hún hafði, það sem hafði þessi áhrif á hana. Inger sér um ræstingu á kap- ellu klaustursins. Það er ekkert sérstaklega . erfitt verk, það er hægt að ljúka því á fjórum tím- Síðdegis einn sólríkan sunnudag óku tveir Svíar gegnum járnhliðið að trjá- göngunum, sem lágu upp að All Saints Convent, klaustrinu í Colney, nokkr- um mílum fvrir utan London. Nokkrum dögum áður höfðu beir talað við frú Leissner Nilsson, for- stöðukonu heimilisins fyrir sænskar stúlkur í London. um daglega. En það er nokkuð þrúgandi sálarlega. — Það er bannað að gefa frá sér nokkurt hljóð þar inni, segir Inger. — Ég verð að steinþegja allan tímann sem ég er þar að verki. Ég held að það sé það sem gerir þetta svo erfitt. Ég hefi nú verið við þessa vinnu í einn mánuð, og ég er farin að finna til taugaálagsins. Gunilla var búin að vinna við þetta i fjóra mánuði áður en hún fékk taugaáfallið. Undir vissum kringumstæðum má ég heldur ekki vera á ferli þarna, þegar nunnurnar birtast. Ef einhver kemur verð ég að fela mig á bak við súlu, eða eitthvað þvíumlíkt. Þessutan er miðgangurinn í kapellunni heilagur, þar má eng- inn stíga fæti, nema nunnurnar. Að minnsta kosti ekki ég, með mína vanhelgu fætur. Ef ég þarf að komast frá annarri hlið kapellunnar til hinnar, verð ég að fara allan hringinn. All Saints Convent er hljóð- látur staður. Það stafar, meðal annars af því, að það má enginn segja orð fyrir hádegi. Vissa helgidaga má heldur enginn tala eða gefa frá sér hljóð. Föstudagurinn langi er einn af þeim dögum, segir Lena Gardner. — Við, sænsku stúlkurnar lædd- umst um og skrifuðum á bréf- miða það sem við þurftum að segja hver annarri. Ef einhver leyfði sér að hvísla, fengum við áminningu frá nunnunum. — Það halda margir að nunnur séu óvenjulega góðar og vin- gjarnlegar, hélt hún áfram, — en það er ekki rétt, þær geta orðið reiðar og þá skammast þær rétt eins og hver annar. Framhald á bls. 49. IFERDAIÆID SLÁTURFÉUG SUÐURLANDS S7. tw. VIKAN 9 I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.