Vikan


Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 46

Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 46
Sokkaband í staðinn fyrir tösku Það eru ekki allar stúlkur lirifnar af því að draslast með tösku í tima og ótíma. En þar sem kvenfatnaður er yfirleitt ekki ríkulega búinn vösum, livað á þá að gera við vara- lit, kveikjara, kúlupenna, lykla og annað nauðsvnlegt dót? Hér er ágæt lausn: Festið þella allt í þar til gert sokkaband! Það ætti að vera auð- velt að búa slíkt sokkaband til, en sem aukaþjónustu -við unga kvenlega lesendur, get- um við tekið að okkur að aðsloða við máltökuna, kl. 9—5 daglega. Verið velkomnar! SÍÐAN SÍDAST V______________) SVO ÞARNA ERO EINNIG ERFIDLEIKAR |9 aráttan í Suður-Afríku fyrir sí- auknum aðskilnaði svartra og hvítra hefur löngum vakið megnustu fyrirlitningu manna. Enda er nú svo komið, að stefnan er að bregðast sem slík. Einir af erfiðleikum stjórnarinn- ar í Suður-Afríku, sem sýna þetta gleggst, eru það, hvað fjölgunin þar er lítil. í fyrra voru liðin fimm ár, síðan landið sagði sig úr brezka heimsveld- inu. Og þá var hafin af hálfu ríkis- stjórnarinnar umfangsmikil barátta fyrir fólksfjölgun. í Suður-Afríku eru 427.000 pör á aldrinum 20 til 45 ára. Og til þeirra var biðlað: — í»ú getur ekki glatt þitt yndislega land betur en með því að gefa því hvítt barn, segja erindrekarnir. Fólk brosti góðlátlega. En það er ekki nema von að stjóm- völdin hafi áhyggjur af þessu. Það hefur alltaf verið hlutfallslega miklu minni fjölgun hjá þeim lituðu en hjá hvíta fólkinu. Hlutfallið milli hvítra og svartra vex þeim nóg í augum samt. En það fór ekki hjá því að áróð- urinn fyrir fjölguninni minnti á aðferðir annars lands, fyrir svo sem 30 árum síðan. — Þýzkaland nazism- ans. Stúdentarnir við háskólann í Jó- hannesarborg létu háð sitt gjarnan bitna á ráðherranum, sem talinn var eiga upptökin að þessu fjölgunarævin- týri. Hann heitir Miciel Coenraad Botha. Þeir kusu hann „íþróttamann ársins“! Og árangurinn: Á fyrstu 11 mán- uðum ársins 1966 fæddust 74.000 hvít börn, en 78 000 á sama tíma árið 1960. En baráttan stendur ennþá yfir. Suður-Afrísk yfirvöld líta á getnað- arvarnir sem „óguðlegar" og „óafrísk- ar“. En baráttur af þessu tagi vinnast sjaldan. Þess vegna er sem er. OSKASTADA LÖGREGLUNNAR í SVÍÞJOB Það eru margir ungir menn sem hafa áhuga á því að verða þyrlustjórar hjá lögreglunni. Ný- lega var haldið námskeið fyrir þyrlustjóra hjá lögreglunni í Svíþjóð, og komu 200 umsækj- endur. Aðeins 6 stóðust prófið, og héldu náminu áfram. Námskeiðið byrjaði í haust í Ljungbyhed, þar sem verðandi þyrlustjórar fengu undirstöðu- kennslu á venjulegum flugvél- um. í byrjun ársins héldu þeir svo þjálfuninni áfram í þyrlu- skóla hersins í Boden. Loka- þjálfunin fer svo fram við F8 í Barkerby, fyrir utan Stock- holm. Fyrir nokkrum vikum tóku svo þessir sex lokapróf. Þeir hafa 180 flugtíma að baki sér. Stjórn ríkislögreglunnar í Sví- þjóð hefur það í huga að auka þyrlukostinn. Eins og er eiga þeir aðeins tvær þyrlur, báðar staðsettar í Stockholm. En núna í júlí eiga þeir von á að fá tvær til viðbótar, og verður önnur þeirra í Gautaborg, hin í efra Norrlandi. Þessutan ætla þeir að taka sex þyriur á leigu um sum- artímann, og eiga þær að vera staðsettar m. a. í Malmö, Jön- köping, Örebro og Sundsvall. Til að verða þyrlustjórar í Svíþjóð er þess krafizt að um- sækjendur hafi verið að minnsta kosti fimm ár í lögreglunni, lært mótorhjólaakstur og sé ekki yfir þrítugt. Þeir verða að gangast undir próf hjá sálfræðistofnun hersins og það er jafn strangt fyrir þá eins og fyrir orustuflug- menn. En samt er þetta óska- draumur lögreglumanna. Þyrlurnar eru álitnar hafa sál- fræðileg áhrif á ökuníðinga. — Þegar þeir vita af þyrlu á eftir- litsferð yfir höfðum sér, verða þeir ósjálfrátt varkárari. Um- ferðareftirlit og leiðbeiningar verða aðalverkefni þyrlanna, en þær verða líka notaðar til að leita að glæpamönnum. T. d. þegar leitað var að lögreglu- þjónamorðingjunum, Hans Nord- gren og Carl Olofsson, gerðu þyrlurnar mikið gagn. 46 VIKAN 37- tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.