Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 6
með
NIVE A - Ultra- Cremi
eruð þér
alltaf við
öllu búin!
Stormur
og
Sólskin
,j
NIVEA-Ultra-Crem verndar
hörundiS — einmitt á veturna.
Allt hörund. Alla daga. Auk þess
er NIVEA nœrandi fyrir hörundið.
NIVEA-Ultra-Crcm veitir
hörundinu þaS, sem þaS þarfnast
til aS haldast stöSugt hreint,
ferskt og heilbrigt, NIVEA-Uitra-
Crem býr ySur sannarlega
undir „vetrarhörkurnar".
VANDAMÁUN FLÆKJAST.
Kæri Póstur!
Við erum hérna tvær vinkon-
ur, og við erum svo hrifnar af
tveimur strákum, en við vitum
ekki hvernig við eigum að
krækja okkur í þá. Við skrifum
í von um að okkur verði svarað
fljótt og vel. — Með kveðju og
þakklæli.
6 og H.
I»að væri auffvelt aff leysa úr
þessu, ef viff vissum hvor ykkar
er meff hvorum stráknum. En úr
því aff þið takiff það ekki skýrt
fram, verffum viff aff slá því föstu
aff önnur ykkar sé meff öffrum
og hin meff hinum. Viff vitum að
það er ábyrgffarhlut.i aff slá slíku
föstu um hluti sem enginn veit
ncitt um, en svona verffur þaff
stundum aff vera.
Hringiff þiff bara í strákana,
elskurnar minar, og bjóffiff þeim
í Sundlaug Vesturbæjar. Þá er
þetta komiff.
TÆKNISKÓUNN.
Kæri Póstur!
Getur þú sagt mér, hvar ég get
fengið upplýsingar um Tækni-
skóla íslands, og hvað skólastjóri
hans heitir?
Þú verður aff skrifa bréf þang-
aff og biffja um þær upplýsingar,
sem þig vantar. Utanáskriftin er:
Tækniskóli íslands, Reykjavík.
Skólastjórinn heitir Bjarni Kristj-
ánsson.
ÉG ER SPEKINGUR.
Kæri Póstur!
Af því hvað þú ert klár, segðu
mér þá: Hvort var það Einstein,
Edison eða Marteinn Lúther, sem
fann upp gufuvélina?
Soffía Lóren.
Viff getum fullyrt þaff, aff eng-
inn þessara þriggja fann upp
gufuvélina, Soffía mín. Og þá eru
ekki eftir nema þrjú, sem koma
til greina: Nafna þín, ítalska
leikkonan, James Watt og Jón
frá Ljárskógum. Ennfremur vit-
um viff aff gufuvélin var fundin
upp fyrir iðnbyltinguna miklu,
svo þau Soffía og Jón eru úti-
lokuff.
Meff útilokunaraffferffinni hef-
ur þaff veriff fundiff út, aff þaff
var James Watt, sem fann upp
gufuvélina.
FYLLIRÍ MEÐ FORSTJÓRA
Kæra Vika!
Bjargaðu mér nú, ef þú mögu-
lega getur. Því svo er mál með
vexti, að ég er að vinna hjá einu
þekktu fyrirtæki hér í Reykja-
vík. Fyrir nokkrum dögum síð-
an bauð forstjórinn mér heim lil
sín og sat ég þar í góðu yfiriæti
með honum og frúnni. Við höfð-
um setið lengi og það fór vel á
með okkur. En forstjórinn veitti
vel, og vínið fór að svífa á mig
upp úr miðnætti. Ég man nú
ekki vel hvað gerðist, en mig
grunar einhvern veginn að ég
hafi sótt heldur hastarlega á
frúna. Alla vega endaði sam-
kvæmið þannig, að forstjórafrúin
sló mig og forstjórinn henti mér
út.
Atvinna mín og allt heila gill-
ið er í hættu. -—- Hjálp!
s. r.
Biffstu afsökunar sem fyrst, ef
þú ert ekki þegar búinn aff þvi.
UM BRÉFASKIPTI.
Kæri Póslur!
Við erum hérna tvær stelpur,
sem langar til þess að komast í
bréfaskipti við strák. Og í síð-
ustu Viku sáum við nafn stráks,
sem er norskur og vill skrifast
á við íslenzkar stelpur. — Okkur
langar mikið til að skrifa honum,
en vitum ekki á hvaða tungumáli
við eigum að skrifa. Hjálpaðu
okkur nú, kæri Póstur!
Oddný Lárusdóttir, Hvg. 38,
Ásrún Sæland, Hvg. 41,
(báðar í Hafnarfirði).
Þessi piltur, sem auglýsti eft-
ir pennavinu í Vikunni 17. ágúst
er 11 ára gamall, svo okkur þyk-
ir líklegt, að hann kysi hclzt
norsku. Dönsku skilur hann á-
reiffanlega líka, en vafasamara
þykir Póstinum um enskukunn-
áttu hans. Þó má reyna þaff, ef
annaff er ekki fyrir hendi.
íslenzku skilur hann áreiffanlega
ekki.
ÁST TIL ÚTLANDA.
Kæri Póstur!
Heldur þú að þú getir ekki sagt
mér, hvað stúkan, sem var núm-
er 7 í danska handknattleikslið-
inu F.Í.F., sem var hér á ferð-
inni um daginn, heitir, og hvar
hún á heima. Plvernig er skriftin?
Einn forvitinn.
G VIKAN
37. tbl.