Vikan


Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 36

Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 36
Öskubuska að gera í kvöld? Lang- bezt að halda sig heima til mið- nættis! — Fyrirgefið frú, hver er þetta? og þannig héldu þau á- fram. Davið kom með Terry og hafði nýju vinkonuna með. Þau ætluðu að fara að sjá nýjustu Bítlamynd- ina. Þegar Davíð leit á mig fannst mér hann vera leiður á svipinn. Ég hélt að ég þyrfti að horfa á sára svipinn á honum um lengri tíma, en vinkona hans, sem var frekar ólánleg talaði í sífellu, í skrækum róm um það að hún hefði orðið svo fræg að sjá John og Paul, auglitli til auglitis í Hampstead, og það bjargaði mér. Svo kom Alexander, í gljá- fægðum Mercedesbílnum. Alex- ander var mjög umhyggjusamur við mig, en ég var utan við mig, sumpart feiminn við hann og sumpart var það af drykknum, einhverjum nýjum drykk, sem Alexander vildi að ég prófaði. Eftir að ég hafði drukkið þrjú glös, vildi ég heldur drekka gos- drykk, því að ég fann að áfengið var farið að hafa áhrif á mig. Ég sagði þetta við Alexander, hann sagði að ég væri ósköp in- dæl og strauk blíðlega hárið á mér. Hann hló á einhvern hátt sem gerði mig hálfskrítna. Engin stúlka gat verið hamingjusamari en ég var þetta kvöld. Við fórum að tala um París. Ég sagði honum að ég hefði farið þangað í skólaferðalag, þegar ég var fjórtán ára. — Þú verður að láta einhvern sýna þér París, sagði Alexander. — Mig langar til að fara þang- að aftur, sagði ég, löngunarfull. — O, maður þreytist fljótlega á því, sagði hann. Ég kem þar svo oft, að ég er hættur að taka eftir því. Sérstaklega þegar mað- ur ferðast einn. Hann hló. — Veizfu hvað Jack- ie, ég held að ég verði að taki þig með til Parísar einhvern tíma. -—Það væri dásamlegt, sagði ég, himinglöð. Við komum ókristilega seint heim í íbúðina. Ég bauð Alex- ander upp á kaffi. Ég var nokk- urn veginn viss um að allt væri í lagi i þetta sinn, því að ég reiknaði með að stelpurnar væru háttaðar, og strákarnir, sem mest höfðu hrellt mig um kvöldið, farnir veg allrar veraldar. Ég bjó til kaffi og setti beztu jazzplötuna á fóninn. Alexander hélt utan um axlirnar á mér og kyssti mig við og við. — Þú mátt ekki gleyma því að ég tek þig með til Parísar ein- hvern daginn, sagði hann. — Ég hlakka mikið til að sýna þér borgina. — Það geri ég líka, — sagði ég og stakk nefinu í jakkabarm hans. — Ef ég sendi þér skeyti á fimmtudegi og læt þig vita að ég sé búinn að bóka þig á föstudags- vélina, ætlarðu þá að koma? — Það geturðu bókað. Svo fékk ég hræðilega eftirþanka. Ég leit á hann. — Þú verður að segja mér það með fyrirvara, svo ég geti sparað saman fyrir farinu. Hann ætlaði ekki að geta hætt að hlæja. — Heyrðu mig, vina 'mín, ég sé um það allt. Mér létti, ég kyssti hann að skilnaði og sá hann hverfa út í nóttina, og fann til tómleika yfir því að ég var ekki viss um hvenær ég hitti hann aftur. Mér tókst meira að segja að kreista fram tár, þegar ég lagðist á koddann. Ég sagði engum frá þessari fyrirhuguðu Parísarferð, því að ég vissi að þau yrðu bara öfund- sjúk og færu að stríða mér. Ég ákvað að slázt í hópinn með þeim aftur, annars yrði ég brjáluð yfir því að bíða eftir boðum frá Alex- ander. Við Davíð sömdum frið og töluðum oft saman, þegar hin stelpan var hvergi nálægt. Þegar þrjár vikur voru liðnar hætti ég að vonast eftir Parísarferðinni. Svo var það einn daginn að ég var heima, vegna þess að ég var kvefuð, þá var barið að dyrum. Þetta var símskeyti. Það hvarfl- aði ekki að mér þá í augnablik- inu, frá hverjum það gæti verið. Ekki fyrr en ég opnaði það og las: „Þú ert bókuð með 19.30 vél- inni, London-París. Mæti þér á Orly. Þinn Alex.“ Ég hefi oft fengið skjálfta, en þetta var alveg sérstakt. Ég hafði í raun og veru aldrei búizt við því í alvöru að Alexander léti verða af þessu, og svo sá ég það þarna, svart á hvítu. Hvaða fötum átti ég eiginlega að klæðast? Heila helgi í París, með Alexander! En ég ætlaði ekki að segja neinum frá því, ekki fyrr en, ég væri reiðubúin til að fara af stað. Ég stökk út úr rúminu og hljóp syngjandi um alla íbúðina. Kvef- ið hvarf, eins og dögg fyrir sólu. Þið skiljið kannski hvað ég á við þegar ég segi að ég hafi verið ung.og áhrifgjörn. Mér datt aldr- ei í hug að það gæti ef til vill verið eitthvað á bak við þetta á- form Alexanders. Ég hafði aldrei kynnst neinum manni, sem var með neins konar undirferli. Föstudagurinn leið eins og í draumi. Klukkan sex sagði ég allri klíkunni frá því að ég væri að fara í helgarfrí til Parísar. Ég varð undrandi yfir þeim stór- kostlegu áhrifum sem þessi yfir- lýsing hafði á þau. Mary leit á mig dauðskelkuð á svipinn. — Ætlarðu ein? Spurði hún og röddin titraði. — Nei, Alexander tekur á móti mér á Orly, sagði ég, eins og ekk- ert væri eðlilegra. — Ertu alveg búin að tapa glórunni? spurði Sue. — En dásamlegt, sagði Penny dreymandi, en Anna og Liz störðu á mig af hreinni forundr- an. — Er þér ekki Ijóst hvað þú ert að flækja þér í? spurði Joanna. — Láttu ekki eins og bjáni, sagði ég. — Ég þekki Alexander. — Jackie ætlar að vera með Alexander um helgina, sagði Jul- ia, og var mjög æst. Ofsareið yfir barnalegri framkomu þeirra, gekk ég út úr búðinni. Farseðill- inn beið mín og allt var í lagi. Mér fannst ég vera veraldarvön heimskona. Þegar ég hafði náð í miðana og var á leiðinni með töskuna mína að voginni, fann ég að einhver kom við vinstri öxl mína. Ja-há, hugsaði ég, þarna er strax sá fyrsti kominn, sem reynir til við mig. Ég sneri mér snöggt við, og- bjózt við að sjá smeðjulegan fransara . Það lá við að ég hopp- aði í loft upp, þegar ég sá að þetta var Davíð. Hann þreif töskuna mína í aðra höndina og í hægri handlegg minn með hinni. — Komdu, við skulum flýta okkur, sagði hann frekjulega. Eftir röddinni að dæma, hafði hann ekki í huga að fylgja mér að farþegaútgang- inum, þar sem einmitt var verið að kalla upp flugvélina, sem ég átti að fara með. Ég ætlaði að rífa mig af honum og hlaupa burtu. — Ertu ekki með réttu ráði, Davíð? Hvað áttu við með því að segja að við þurfum að flýta okkur? Ég er á leið til Parísar! — Það ertu ekki, sagði Davíð milli samanbitinna tannanna. Hann hélt svo fast í handlegg- inn á mér að ég sár fann til. — Davíð, slepptu mér, sagði ég og reyndi að vera virðuleg. Hvað heldurðu eiginlega að þú sért, hvað kemur þér við hvað ég geri? Vertu nú vænn og slepptu mér. Fólk var farið að horfa á okkur og heimskonusvipurinn var ör- ugglega alveg farinn af mér. Mér fannst ég ekki eldri en sex ára. — Jackie, ég hef ekki hugsað mér að segja meira. Ef þú villt ekki að ég beini athygli fólks að okkur og beri þig út, þá er bezt fyrir þig að fylgja mér rólega eftir. Trúðu mér, ef þú streytist á móti, mun þig iðra þess. Honum var sýnilega alvara, og þar sem Davíð er töluvert stærri og sterkari en ég, þorði ég ekki annað en fylgja honum eftir. Við stigum upp í bílinn hans, stein- þegjandi, og sögðum ekki eitt einasta orð, alla leiðina heim. Ég hefði getað myrt hann. Og hann gat líka bókað það að aldrei í lífinu myndi ég tala við hann framar Það var furðulegt hve hljótt var í íbúðinni, þegar við komum inn. Engin músik og engin ösk- ur. Þegar við gengum upp stig- ann, heyrði ég aðeins hljóðlátt samtal, og þegar ég kom alveg upp fann ég ilm, sem ég kann- aðist við. Stúlkurnar sálu í hæginda- stólunum og töluðu hæversklega við tvær fullorðnar manneskjur: — foreldra mína. — Ástin mín, sagði mamma. — Við ætluðum að koma þér á óvart, en Mary sagði að þú hefð- ir þurft að vinna yfirvinnu, svo við sendum Davíð eftir þér. Stúlkurnar hafa verið svo elsku- legar við okkur. - - En hvað það er dásamlegt að sjá þig, mér þykir þú bara vera svolítið föl. Pabbi stóð líka á fætur og kyssti mig, og ég stóð eins og í leiðslu. Mamma talaði um ferð- ina, en ég leit aftur fyrir mig til UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ÖRKIN HANS NOA? ÞaS er alltaf sami leikurinn í henni Ynd- isfríð okkar. Ilún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góðum verölaunum handa þeim, sem getur fundlð örkina. Verðlaunin eru stór,,'kon- fektkassi, fullur af bezta konfekti, og framleiðandinn er auðvitað Sælgætisgerð- ln Nói. Síðast er dreglð var hlaut verðlaunin: Anna Signrðardóttir, Eyrargötu 8, ísafirði. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 37. 36 VIKAN 37- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.