Vikan


Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 41

Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 41
Pað er sama hver sidd kjólsins er... . F’ÚRHALLUn SIGURJÚNSSON' simi 18450 Pingholtsstr. 11. spyriandans. Með daufu brosi sagði hann: — Þetta var Ee- Sabah Solon, sem segist vera höfuð hinnar frjálsu Kuwaitstjórnar. Og nú snúum við okkur að herra Henry Tollit, sem heldur því fram að hann hafi huldu- fólk i garðinum hjá sér og hefur tekið fiöldan allan af Ijósmyndum til að sanna það. Modesty slökkti á siónvarpinu og sagði: — Nei, sittu kyrr Willie. Hún hirti bakkana, fór fram í eldhúsið og kom aftur með lítið hiólaborð, sem lagt hafði verið á fyrir kaffi. Þegar hún hafði gefið Willie og Tarrant kaffið, helli hún í bolla handa sjálfri sér, og settist svo annars hugar í stóra sófann. — Þessi Solon og það, sem hon- um viðkemur, er nú ekki annað en brandari enn sem komið er, sagði hún og horfði á Tarrant. — Hvað var hitt, sem vakti athygli þína? —Málaliðar. Tarrant leit ofan í kaffið sitt. - Við höfum augu með þessum mönnum, sem safnast sam- an þar sem eitthvað bjátar á. Það er allt í lagi með suma þeirra — þeir unnu vel í Kongó — spyrjið bara fólkið, sem þeir björguðu, en það eru nokkrir, sem myndu skera hvern, sem væri, á háls fyrir fimm pund. Og ótrúlegur fjöldi af þeim hefur horfið upp á síðkastið. Eng- inn veit, hvað hefur orðið af þeim. — Meinarðu aðeins okkar eigin stráka? Breta? spurði Willie. — Öll þjóðerni, eftir því sem ég kemst næst. Tarrant hrærði í kaff- inu sinu og allur svipur hans var eins og hann væri að biðjast af- sökunar á sér. — Ég hef á tilfinningunni, að Solon sé að kalla „úlfur, úlfur!" til þess að breiða yfir raunveruleik þessa frelsishers síns. Og einnig til þess að undirbúa jarðveginn fyrir viðbrögð í heiminum, eftir að her- inn hefur látið til skarar skríða. Það varð löng þögn. Tarrant fann til ofurlítils léttis yfir því, að hvorki Modesty né Willie skyldu stara vantrúuð á hann. Við og við litu þau hvort á annað, eins og þau væru að skiptast á hugsunum, á hljóðlegan hátt. Þannig stóð í full- ar þrjár mínútur. — En það þyrfti hæfilega herstöð einhvers staðar í kallfæri, Prinsessa, sagði Willie að lokum, eins og hann væri að halda áfram samræðum við hana. Hún kinkaði kolli. — Það væri aðalhængurinn, fyrir utan kostnað- inn — og kostnaðurinn er fremur spurning um framkvæmdaatriði heldur en hængur. Hún leit á Tarr- ant. — Rússland, Kína — eða hvort- tveggja, geri ég ráð fyrir? — Það gæti jafnvel verið hvort- tveggja, samþykkti hann. — Þeir geta vel barizt á hugmyndafræði- legum vígvelli, en á sama tíma unnið saman að praktískum mál- um.... Tarrant þagnaði og starði á þau. — Eruð þið að segja mér, að þessi hugmynd mín sé möguleg? — Þetta heyrir fremur undir Willie en mig, en honum finnst þetta skynsamlegt, enn sem komið er. — Húsbændur mínir eru ekki sammála. Þeir segja, að stórkost- legt fyrirtæki eins og þetta, sé ekki hægt að undirbúa í kyrrþey. — Hvað er stórkostlegt við það? spurði Willie með fyrirlitningu. — Með þeim vopnum, sem maður get- ur fengið nú til dags, getur einn maður borið áhöld, sem þurfti heil- an skriðdreka undir í síðasta stríði. Lítið bara á Stoner riffla og vél- byssukerfið, sem Ameríkanarnir eru að þróa. — Sex vopn í einu með skiptanlegum hlutum. Lítið á Red- eye og M79 og Avrocbyssuna. Ku- wait er aðeins lítil bora. Þar er enginn her, sem umtalsverður er. Ein deild réttra manna með rétt vipn og samgöngutæki gæti lagt þar allt undir sig á tuttugu og fjór- um klukkustundum. — Heldurðu, að það verði ein- föld hernaðaraðgerð? —Einföld? Jesús, nei! Það þarf vikur aðeins til að undirbúa árásar- aðferðina og mjög góða leyniþjón- ustu. Það þarf að fá réttu menn- ina og réttu vopnin og nokkra af- bragsmenn, til að leiða deildirnar. Og svo þyrfti að vera hægt að setja þá alla á réttan stað á réttum tíma með öllum útbúnaði. — Þá komum við aftur að þess- um mikla hægn, sagði Modesty. — Bækistöð, sem er ekki of langt und- an. — Það er hægt að komast furðu langt á skömmum tíma, nú til dags, Prinsessa, sagði Willie. — Ég sé nú ekki nákvæmlega, hvernig sá hlut- ur er útfærður, en ég býst ekki við að hann sé ómögulegur. Hann brosti allt í einu við Tarrant: — Þú getur fengið álit mér fróðari manna um það. Ég er ekki hershfðingi. — Ég hef fengið álit hernaðar- sérfræðings, sagði Tarrant. — Það kemur í stórum dráttum heim við þitt. Hann hugsaði um löngu bóka- hillurnar í setustofu Willies. Heil hilla var full af lúðum bókum um orustur, vopn, návigi og stríð. Hann bætti við*. — Og mér kemur það ekki á óvart. — Ertu hræddur við fait accom- bli? spurði Modesty. — Já. þetta er sú öldin, að það er einnig líklegast. Ég er einnig hræddur um að ímyndunaraflið geti verið að hlaupa með mig í gönui. — Mögulegt, svaraði hún. — Hef- urðu getað rennt nokkrum fleiri stoðum undir þetta? Framhald í næsta blaði. 37. tbi. VIICAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.