Vikan


Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 2

Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 2
í FULLRI flLVÖRU ■ygy»«i»oc. •■•..••■■) ^SS?S?9?!? WMM ^ííííííí^ , ’ '<mÞ SVEINN EGILSSON H.F. UMBOÐIÐ LAUGAVEG 105 SÍMI 22466 UMBOÐSMENN AKRANES: BERGUR ARNBJÖRNSSON OKKAR ÚTI Á LANDI BOLUNGARVÍK. BERNÓDUS HALLDÓRSSON SIGLUFJÖRÐUR: GESTUR FANNDAL VESTM.EYJAR: BÍLALEIGAN A.S. FORD CORTINA 1968 er lítið breytt eftir hinar gagngerðu breytingar fyrra órs. — Hinir fjölmörgu CORTINA - eigendur eru beztu meðmælendurnir. Hin nýja kraftmikla 5 höfuðlegu vél gefur bifreiðinni mjúkan og öruggan akstur. Gúmmihlifar yfir höggdeyfurum varna skemmdum vegna óhreininda. Kraftmikil miðstöð og loftræsting með lokaðar rúður. Mikið farangursrými. RJEKTflRLEYSI Vakin hefur verið athygli á ræktarleysi Reykvíkinga í garð þeirra skálda, sem ólu aldur sinn í höfuðstaðnum. Akureyringar eru til fyrirmyndar í þessum efn- um. Þeir hafa sýnt minningu skálda sinna, Matthíasar Joc- humssonar, Davíðs frá Fagra- skógi og Jóns Sveinssonar, verð- ugan sóma. Helzt hefur vottað fyrir virðingu Reykvíkinga fyr- ir minningu Einars Benedikts- sonar. Það var gleðilegt, þegar út- gáfufélagið Bragi réðist í að reisa styttu af honum á Mikla- túni, sem sýnilega verður hinn snotrasti skrúðgarður með tím- anum. Hins vegar er mörgum svo farið, að þeir mega ekki eftir Miklúbrautinni ganga, án þess að harma hveru gerð myndarinnar hefur tekizt illa. Og satt er það: Hún er heldur klunnaleg og harp- an fellur ekki sem bezt við mynd- ina sjálfa. Einar Benediktsson bjó í Reykjavík í tæpa tvo áratugi, ár- in 1894—1904 og 1922—1930, svo að hvergi á myndastytta af hon- um betur heima en hér. Síðustu átta árin liíði hann hins vegar eins og kunnugt er í Plerdísarvík í Selvogshreppi ásamt Hlín Johnson, sem annaðist hið aldna skáld af einstakri alúð. Árið 1935 ráðstafaði Einar eignum sínum og gaf Háskóla íslands Herdís- arvík ásamt bókasafni sínu og húsgögnum. Bækur Einars voru fluttar í háskólabókasafnið 1950, en ekki er mér kunnugt um, hvort hróflað hefur verið við öðru. Þeir sem komið hafa í Her- dísarvík síðustu sumur, hafa heldur ófagra sögu að segja. Þar mun ailt vera í hinni mestu nið- urníðslu. Ein sagan hljóðar á þá leið, að einhverjir gárungar hafi gert sér leik að því að skjóta í gegnum húsið! Aðdáendum Einars Benedikts- sonar hlýtur að renna til rifja niðurníðsla Herdísarvíkur, — staðarins, þar sem skáldið lifði kyrrlátu lífi síðustu æviár sín, „horfinn veröldinni og veröldin horfin honum“, eins og Sigurð- ur Nordal komst að orði í út- varpserindi á 75 ára afmæli hans. Ef ekki reynist kleift vegna legu staðarins eða kostnaðar að halda Herdísarvík við og koma þar á fót vísi að minjasafni um „heimsskáldið, sem var dæmdur til að yrkja á tungu fámennrar þjóðar“ — þá væri betra að jafna húsakynnin við jörðu. Altént er það ekki minningu Einars Bene- diktssonar samboðið, að hús hans sé skotspónn skemmdar- varga. G.Gr.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.