Vikan


Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 47

Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 47
 piataði ykkurl Gríileikari orðinn sifnvorpskónoir í Boidaríkiiinm I>essa sögu er haegt að nota sem próf á kunningjahópinn. Að öllum líkindum fáið svör, eitt- hvað í þessa átt: „En bjánalegt!“ eða „en draumur!“ En sá sem svarar ,.])að ættuð þið sjálf að vita“, gefur óneitanlega miklar upplýsingar um sjálfan sig. Sagan gerðist á fæðinga- deild. Þetta var ósköp venju- leg fæðing, en þegar barnið sá heimsins ljós, heilsaði það ekki þessum táradal með gráti, eins og venja er til. Þess í stað hló hvítvoðungurinn hátt. Viðstaddir voru undr- andi á þessu fyrirbæri og skoðuðu vandlega þetta vel skapaða glaðlega barn. Það var ekkert óeðlilegt við hvít- voðunginn, nema ef vera skildi að hægri hnefinn var fast krepptur, eins og hann væri að fela eitthvað. Ljos- móðirin rétti varlega úr fingrunum, og sjá; þessi hrekkjalómur hafði falið í lófa sínum eina af þessum marg umræddu pillum . .. Öflugasti maðurinn í bandaríska sjónvarpsheiminum í dag er gild- vaxinn, geðillur og fimmtugur að aldri, drekkur brennivín úr kaffi- bolla þegar hann kemur fram á skerminum og er þess á milli stöð- ugt á hneykslanlegu kvennafari. Hann heitir Jackie Gleason og er nú oft kallaður „kóngurinn í Miami". Fyrir þremur árum síðan komst Gleason allt í einu að þeirri niður- stöðu, að hann nennti með engu móti að halda áfram með sjón- varpsþátt sinn í New York. Hann sagðist vilja eiga heima á stað, þar sem hægt væri að „leika golf þrjú hundruð sextíu ok fimm daga á ári". Sjónvarpsfyrirtækið CBS, sem Gleason vinnur hjá, varð hel- tekið skelfingu, því þáttur Jackies var einn sá vinsælasti. Það lofaði að kosta flutning hans á þægilegri stað, og Miami varð fyrir valinu. Þar varð CBS að byggja yfir þessa sérvitru stjörnu, og engan smákofa. Tíu herbergi eru í ibúð- inni, átta litvarpstæki og dyra- bjallan spilar fyrstu strófurnar úr innganslagi -Gleasons. Að sjálf sögðu er húsið staðsett rétt við völl eins fínasta golfklúbbs í heimi, Miami Country Club. Gleason leik- ur golf á hverjum morgni, fimm daga í viku. Kylfur hans eru allar gulli greyptar. Þegar Gleason hefur ekki annað að gera, fer hann á vinnustofuna og undirbýr sjónvarpsþætti sína. Hann á sérbyggðan Mercedes með vínstúku og síma. Hann hefur allt- af að minnsta kosti eina blondínu í fylgd með sér og er alræmdur fyrir ástalifnað sinn, sem þykir vægast sagt í nokkru ósamræmi við borgaralegt siðgæði. Sjónvarpsþáttur hans veitir tvö hundruð og fimmtíu milljónum króna á ári inn í atvinnulíf Miami- borgar, og er hann þó aðeins einu sinni í viku. Og vitaskuld er við- búið að fleiri stjörnur fari að dæmi Gleasons. Þá langar æ meira 1 sólina; það kvað stundum snjóa í New York. Þetta hefur orðið til að auka álit Gleasons í sjónvarps- heiminum. Þar er sagt að trúður- inn sé orðinn að kóngi. Jackie Gleason; Feitur, geðillur, sérvitur og hræðilega voidugur. JOHNSON OG KENNEDY Róbert Kennedy hefur samið full- kominn frið við Lyndon B. Johnson, eftir því sem bezt verður séð. Blöðin í Washington skrifa að vísu ekki mik- ið um málið, en stjórnmálasérfræðing- ar sega að þetta geti orðið sérlega örlagaríkt. Margir héldu um tíma, að misklíð- in milli Johnsons forseta og nokkurra helztu foringja Demókrataflokksins gætu kostað hann hundruð þúsunda atkvæða í kosningunum árið 1968. En það litur varla út fyrir það eftir þetta. Og menn taka vart alvarlega félags- skap demókratanna, sem ætla að vinna að framboði Kennedys, enda hefur Kennedy sjálfur lýst þvi marg- sinnis yíir, að þessi félagsskapur sé honum óviðkomandi. En fyrrnefndir stjórnmálasérfræð- ingar segja, að Kennedy, sem hefur unnið ötullega í stjómmálunum, hafi nýlega séð, að hann hefur enga von um að ná undirtökunum gegn John- son árið 1968. Ef hann byði fram. gætu sveiflurnar orðið yfir til repú- blikananna, — þó enginn viti ennþá, hver verði kandídat þeirra. Aðrir forystumenn demókrata hafa komizt að sömu niðurstöðu, segja fyrrnefndir sérfræðingar. Yngri stuðningsmenn og ráðgjafar Kennedys eru samt ennþá ákafir á þeirri skoðun, að hann eigi að keppa við hann, en hinir eldri og reyndari ráðleggja honum, að snúa blaðinu al- gjörlega við og styðja Johnson af al- efli. Þeirra ráðum hefur Kennedy fylgt. Og nýlega, á fundi í New York, lof- aði hann og prisaði Johnson. Aftur á móti er forsetinn sjálfur rólegur um þessar mundir, — af hverju sem það nú stafar. En það koma forsetakosningar í Bandaríkjunum á eftir árinu 1968. — 37. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.