Vikan


Vikan - 29.02.1968, Side 34

Vikan - 29.02.1968, Side 34
Framundan var flugvöllurinn við Vechta, sem Gladych kannaðist við. Flugvélar stóðu þar í röð framan við flugskýlin, og var augsýnilega verið að dæla á þær eldsneyti. Skyndilega flaug Gladych róð í hug. Hann tók grunna dýfu og stefndi á flugvélarnar á vellinum, sem stóðu í beinni röð. Focke-Wulf- vélarnar tvær drógust aftur úr, flugmennirnir sannfærðir um að hann ætlaði að lenda. Og nú! Gladych þrýsti þumal- fingrinum á skothnappinn og sóp- aði flugvöllinn banvænum kúlna- vendi. Loftvarnarskothríð hófst sam- stundis — með nókvæmlega þeim árangri sem Gladych hafði gert sér vonir um. Fyrstu sprengikúlurnar úr loftvarnabyssunum sprungu fyrir aftan Thunderboltinn — en rétt fyr- ir framan nefið á Focke-Wulfunum tveimur. Útundan sér 'sá Gladych „Númer 13" hrapa logandi til iarðar, hæfða af eigin loftvarnakúlum. Svo var flugvöllurinn að baki og hann stefndi heim á leið á fullri ferð.... Þegar Gladych hafði lent heilu og höldnu á flugvelli slnum í Eng- landi, fann hann til þrúgandi sekt- arkenndar. Þrívegis hafði þessi þýzki flugmaður þyrmt lífi hans og nú hafði hann, Gladych, drepið hann með bragði, en ekki í drengi- legum bardaga. Sektarvitundin entist honum fram- yfir stríðslok. 1950 var hann — þá orðinn bandarískur ríkisborgari — staddur í Vestur-Þýzkalandi ( við- skiptaerindum og greip þá tækifær- ið til að reyna að komast að því, hver „Númer 13" hefði verið. í Frankfurt-am-Main hitti hann mann að nafni Georg Eder, sem hafði verið maiór í Luftwaffe og skotið niður hundrað þrjátfu og tvær óvinaflugvélar. Eder þessi, Ijóshærður maður um þrftugt, bauð Gladych á samkomu fyrrverandi Luftwaffe-flugmanna í borginni, og skyldi hann flytja þar ávarp. Gla- dych tók boðinu, og þetta kvöld sagði hann fjölmennum skara á- heyrenda frá ævintýrum sfnum í stríðinu — sérstaklega þó skiptunum við „Númer 13". Þar á meðal greindi hann frá viðureigninni f marz 1944, þegar Focke-Wulf-vél- arnar tvær tóku hann til fanga. Þá var tekið fram í fyrir honum. Georg Eder stóð upp og Gladych til mikillar furðu hélt hann áfram frá- sögninni af því þegar Pólverjinn hellti kúlnadembu yfir Vechta-flug- völl. Skeikaði honum í engu atriði. Síðan stóð Eder á fætur og sneri sér að áheyrendum. „Ég vil leyfa mér," sagði hann, „að skála fyrir manninum, sem færði mér heim sanninn um að eng- in aðstaða er algerlega án vonar!" Þegar áheyrendur tóku undir með fagnaðarlátum, vék Eder sér að Gladych og þrýsti hönd hans. „Ég hugleiddi oft hvort þú hefð- ir sloppið lifandi gegnum þetta allt, vinur minn," sagði hann, „og mér þykir vænt um að þér tókst það. BragSbezta kexið er nú sem fyrr LJMMETS og TRIMETS. Látið LIMMETS og TRIMETS stjórna þyngdinni. MFJLDSÖLUBIRGÐIR: G. ílitsson hf. s,, V__________________________________s Fæst § ölBum apótekum Nú er rétti tíminn fjfrir megrunarkexið HlfAR ER HMIN HANS NÓA? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Yerð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: Ester Garðarsdóttir, Sólbakka, Grindavík. Nafn Heimili Orkin er á bls. Vinninganna má vitja i skrifstofu Vikunnar. 9. Og þú kálaðir mér ekki eins og þú sérð — ég særðist en var aðeins fimm vikur á sjúkrahúsi." Hann glotti við tönn. „Það er svo að sjá 13 hafi í þessu tilfelli reynzt happatala — fyrir okkur báðal" Síðar, þegar hann var spurður hvf hann hefði gefið svo mörgum andstæðingum grið, svaraði Eder: „( fiugmannssæti orrustuflugvél- ar er maður einn, og andstæðing- urinn líka. Það eru leikni og greind ykkar tveggja, sem eigast við. Loftbardagar einkennast af hraða og hreinleika. Sólstafir á vængjum, mjólkurhvítur gufuslóði, atlagan eldsnöggt sverðshögg. Þetta er einhvern veginn órafjarri leðju, blóði og hryllingi landhernaðarins. A fyrstu árum stríðsins, áður en veruleg biturð færðist f leikinn, giltu eins konar lög drengskapar og riddaramennsku á milli flug- manna stríðsaðila. Við bárum virð- ingu fyrir andstæðingum okkar og þeir virtu okkur. Oftlega tókum við niðurskotinn, brezkan flugmann með okkur heim f bækistöð okkar og héldum honum veizlu, Ifkt og við værum bandamenn hans en ekki hið gagnstæða. Og Tommarn- ir fóru eins að við okkar flugmenn, sem þeir handtóku. En oft var það engin drengskap- artilfinning, sem kom mér til að láta óvin sleppa. Ástæðan gat ein- faldlega verið sú að ég fékk ekkí af mér að hleypa af banaskotinu." Geti hann ekki gengið Framhald af bls. 21. með því að styðjast við greinarbút, sem hann notaði sem eins konar bráðabirgðahækju. Sva staulaðist hann af stað, nfstandi tönnum til að herða sig upp gegn kvölunum. Til allrar hamingju fyrir hann, gat hann ekki vitað, að nítján dög- um sfðar yrði hann ennþá að berj- ast áfram í snjónum. Á fárra skrefa fresti varð hann að nema staðar, loka augunum og hvílast; annars hefðu þreytan og sársaukinn yfirbugað hann. Nokkr- um klukkustundum sfðar hnaut hann um brak úr flugvél — sinnii eigin. Hann hafði gengið f hring. Maresjef herti á ný upp huganni og hökti af stað. Þegar kveldaði, leitaði hann skjóls í lággróðri við; rætur trés nokkurs og steinsofnaði, enda dauðuppgefinn. Að morgni þriðja dagsins vakn- aði hann titrandi af köldu og sótt- hita. Hann grét næstum af gleði er hann fann kveikjarann sinn f einum vasanum. Nú gat hann hitað sérl Hann tíndi saman nokkur sprek og kveikti Iftið bál. Við glætuna af því skoðaði hann fætur sína. Þeir voru illa brotnir og holdið svart og stokkbólgið. Maresjef batt um þá' sem bezt hann gat og dró svo á sig stígvélin. Síðan, þegar sfðustu glæð- urnar af eldinum hans dóu út, héll hann píslargöngu sinni áfram. 34 VIKAN 9-lbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.