Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 4
Verkfallsverðimir við
Geitháls.
Að ofan. Verkfallsverðir
við Smálönd. Ómar Sig-
tryggsson fyrir miðju.
I miðjunni: Verkfallsverð-
ir á skrifstofunni. Það er
nóg að snúast.
í verkfalii rifjast upp sögur af
eldri verkföllum, sögur, sem ann-
ars liggja í láginni upp nema af
stöku skriffinni, sem vantar eitt-
hvað skemmtilegt á blað. í sam-
bandi við vísitöluverkfallið í
byrjun marz rifjaðist upp fyrir
manni verkfallið langa 1955 og
verkfallsvarðastríðið þá.
Það atvikaðist þannig, að ég
var staddur uppi hjá Smálanda-
afleggjara, þegar Ottó Laugdal
kom til Reykjavíkur. Hann stund-
ar flutninga milli Akureyrar og
Reykjavíkur með bílum, sér til
dæmis um flutninginn á Sana-
öli þessa leið. Fyrir verkfallið
fyllti hann bíl sinn af vallasi og
túleöli, en dólaði ekki með það
suður á bóginn fyrir en leið á
næstu viku, stöðvaðist auk þess
1 Norðurárdalnum vegna flóðanna
þar. Þegar hann komst svo suð-
ur yfir á föstudeginum, affermdi
hann bílinn í Botnsskála, en á
því svæði var þá ekki verkfall.
Hann hundsaði því verkfallið
ekki með þessu atferli sínu.
Guðmundur Ásgeirsson var rit-
ari verkfallsvarjðanna. Það var
hann, sem sagði okkur frá mann-
inum, sem þáði túleölið í mútur.
Hins vegar vissu verkfallsmenn
hér fyrir sumaan að hann var
væntanlegur, og að hann var með
fullan bíl af ölj. Það var því víg-
búnaður mikill við Smálandaaf
leggjarann. Þetta var í rökkur-
byrjun, þungt í lofti og regnslit-
ur. Fjöldi verkfailsvarða með
hendur í vösum og æðrulausan
ábyrgðarsvip drefði sér um veg-
inn, og til frekara öryggis var
ofvöxnum Wiliy‘s station rennt
þvert í veg fyrir bíl Ottós. Síðan
upphófst senna. Verkfallsmenn
vildu fá að sjá á pallinn, sögðu
þeir, Ottó sagði þeim óheimilt að
krefjast þess og heimtaði skilríki
fyrir réttmæti kröfunnar. Einn
rétti honum hvítan pappírsmiða,
sem á var stimplað: Verkfalls-
vakt. Ekki þótti sá miði nægileg
skilríki. Samt oprnaði Ottó pall-
inn og sýndi þeim sem var, að
hann væri tómur. Þá heimtuðu
þeir. að hann kæmi með þeim
niður á skrifstofu, en hann kvað
þá ekki þurfa að segja sér hvert
hann ætti að fara. Svo sagði hann:
— Þið vitið ekkert, hvað þið eruð
að gera, strákar mínir. Þið eruð
a gera svo mikla lögleysu, að
hegningarlögin ná ekki einu sinni
yfir það.
Nú, hann fór að sjálfsogðu'
frjáls ferða sinna. Það var eng--
4 VIKAN 15-tbl-