Vikan


Vikan - 18.04.1968, Page 12

Vikan - 18.04.1968, Page 12
8MÁ9AGA EFTIR EINKARÉTTUR: VIKAN C. B. CILFORD UR SAFNI ALFREDS HITCHCOCKS Dauðaþögn ríkti í réttarsalnum, og eftirvænting viðstaddra leyndi sér ekki, þegar gamall maður stóð á fætur og las upp af blaði. Orðin voru skýlaus og ákveðin, en þó var ekki laust við, að rödd mannsins lýsti ofur- litlu hiki —ef til vill vafa: „Kviðdómurinn hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að ákærði, Arthur Pendrake, sé saklaus.“ Blaðamennirnir flýttu sér út til þess að verða fyrstir með fréttirnar. Strax og dómurinn hafði verið kveðinn upp, fyllt- ist réttarsalurinn af skvaldri og masi. Sumir virtust skelf- ingu lostnir og eiga bágt með að sætta sig við dóminn, en flestir kinkuðu kolli, eins og þeir hefðu búizt við þessu. Sakborningurinn, sem nú hafði verið sýknaður, sat graf- kyrr og ósnortinn; engin merki gleði eða léttis sáust á and- liti hans. Arthur Pendrake var glæsilegur maður, snyrtilega klæddur, grannur og herðabreiður, hárið silfurgrátt og lið- að. Hann hafði verið ákærður fyrir morð, en tignarlegur svipur hans var vingjarnlegur og blá augun blíðleg. Hann hlustaði á hinn hagstæða úrskurð kviðdómendanna, án þess svo mikið sem brosa eða andvarpa feginsamlega. Lögfræðingur hans, Costello, hallaði sér að honum og hvíslaði: „Þeir höfðu ekki nægar sannanir, eins og ég var búinn að segja yður.“ Pendrake kinkaði kolli til samþykkis. Hann hafði vitað það. Þegar nokkrum formsatriðum var lokið og Pendrake var löglega aftur orðinn frjáls maður, og hélt hnarreistur út lir réttarsalnum, gekk Dunphy lögregluforingi í veg fyrir hann. Dunphy var lítill vexti og digur og andlit hans minnti á varðhund. „Jæja, hr. Pendrake,“ sagði hann. „Þér hafið víst unnið málið.“ Pendrake þvingaði bros fram á varimar og rétti fram hvíta og vel snyrta höndina. „Fyrst ekki er hægt að ákæra mann tvisvar sinnum fyrir sama glæpinn, þá býst ég við, að við verðum að kveðjast og samskiptum okkar sé hér með lokið.“ Lögregluforinginn lét eins og hann sæi ekki höndina. „Ekki er það nú öruggt, að samskiptum okkar sé lokið, hr. Pendrake,“ sagði Dunphy. „Dómur- inn í dag var vegna fimmtu eiginkonu yðar. Þá mundu fjórar vera eftir.“ Pendrake reyndi aftur að brosa: „Hefur lögreglan ekki annað að gera en fást við vonlaus mál, sem þér hafið ánægju af? í raun og veru byggðuð þér ákæru yðar á þeirri tilviljun, að ég hafði verið giftur fjórum sinnum áður, og allar konurnar höfðu dáið á undan mér. Fyrst yður tókst ekki að færa sönnur á, að ég hefði átt sök á dauða fimmtu eiginkonu minnar, Louise, hvernig getið þér þá gert yður vonir um, að betur takizt til þegar þér rannsakið dauða Cynthiu, Ruth, Josephine og Elizabeth? Auk þess eru þær, kæri lög- regluforingi, grafnar hver í sinni borg. Þetta getur orðið býsna örðugt og tafsamt verk hjá yður.“ „Þér sluppuð í þetta sinn, hr. Pendrake, en næst...“ „Því miður neyðist ég til að kveðja yður núna.“ „Við sjáum hvað setur. Svo kynni að fara, að þér kvænt- uzt aftur.“ „Það efast ég um.“ „Eigið þér við, að þér eigið nóga peninga núna?“ „Það skal viðurkennt, að ég hef verið heppinn hvað þeim viðkemur. En ég mun áreiðanlega ekki láta mér detta í hug að kvænast, meðan ég veit, að þér eltið mig á röndum og snuðrið um einkalíf mitt. Og nú kveð ég yður í síðasta sixm, hr. lögregluforingi. Og til þess að þér þurfið ekki að gera yður ómak mín vegna og leita uppi dvalarstað minn, þá get ég sagt yður, að ég mun fyrst um sinn búa á Castle Club. Það er heimili fyrir piparsveina, eins og þér vitið.“ Síðan yfirgaf Pendrake dimman réttarsalinn og gekk út í sólskinið. Hann gekk fimlega niður granítþrepin hvert af öðru. Hann var kominn niður á götuna og var í þann veg- inn að veifa eftir leigubíl, þegar ung kona varð á vegi hans og stanzaði beint fyrir framan hann: „Bravó, hr. Pendrake!“ hrópaði hún og klappaði saman höndunum eins og skólastelpa. Hún var samt síður en svo nein skólastelpa. Enda þótt húðin á andliti hennar virtist mjúk og slétt við fyrstu sýn, þá mátti sjá ofurlitlar hrukkur í kringum augun og munn- inn, ef betur var að gáð. Pendrake var athugull maður og tók eftir hverju smáatriði, sérstaklega þegar konur áttu í hlut. Hún var reyndar grönn í mittið, en ef til vill var það góðu lífstykki að þakka. Hárið var fall- ega svart, en vafalaust rækilega litað. Augun voru fagurblá, en augnskuggarnir svolítið til- gerðarlegir. Sennilega var hún um fer- tugt, en samt var hún aðlaðandi. 12 VIKAN »•

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.