Vikan - 18.04.1968, Side 13
„Ég biðst afsökunar,“ sagði hann og
gekk eitt skref aftur á bak.
„Til hamingju!“
„Með hvað?“
Auðvitað vissi hann við hvað hún átti.
„Með dóminn, auðvitað,“ sagði hún. „Þér voruð sýkn-
aður. Ég fylgdist með réttarhöldunum allt frá byrjun
til enda. Þeir gátu ekki sannað neitt.“
„Nei, kviðdómurinn var þeirrar skoðunar,“ sagði Pendrake
og hörfaði enn eilítið aftur á bak.
Hún gekk nær honum og hélt áfram:
„En þarna skall hurð nærri hælum, hr. Pendrake, var það
ekki? Ég á við, að þér hafið aldrei verið eins hætt kominn
fyrr.“
Hann starði rannsakandi á hana, en eftir andlitinu að
dæma virtist hún ekki búa yfir neinu. Hreinskilnin skein
út úr því.
„Hvað eruð þér eiginlega að fara?“ spurði hann.
„Jú, ég á við, að enginn tók eftir neinu í sambandi við
fyrstu þrjár eiginkonurnar. En í sambandi við þá fjórðu
fóru ýmsar grunsemdir að vakna. Og nú voruð þér ákærð-
ur og leiddur fyrir rétt. Ef til vill eruð þér farinn að verða
of lcærulaus í seinni tíð, hr. Pendrake.“
„Ég skil ekki, hvað þér eigið við.“
Hún brosti sakleysislega.
„Ef til vill hafið þér aðeins orðið fyrir barðinu á óheppi-
legri tilviljun. Eða kannski er yður að fara aftur.“
„Fara aftur?“
Hún hlaut að vera að gera að gamni sínu, hugsaði Pen-
drake með sjálfum sér.
„Þér óskið mér til hamingju með sýknunina, en samt
virðist þér álíta, að ég sé sekur,“ sagði hann.
„O, það eru allir sannfærðir um, að þér séuð sekur, hr.
Pendrake. En hins vegar var ekki hægt að sanna það, það
er allt og sumt. Þér verðið að vera varkárari næst.“
„Þess gerist eklci þörf. Ég hef ekki hugsað mér, að ...“
,En hvað það var leiðinlegt! Hvílíkur skaði! Þér sem
eruð svo aðlaðandi maður, hr. Pendrake.“
Hann ákvað að leilca þennan leik til enda:
„En, kæra frú,“ sagði hann. „Ef allir eru sann-
færðir um að ég sé morðingi, þá er ég dæmdur
til að lifa í einveru og útskúfun. Engin kona
mundi þora að hætta á að vera með manni
sem hefur svo slæmt orð á sér.“
Nú kom hún honum fullkomlega á
óvart, þegar hún sagði:
„Þar skjátlast yður hrapallega, hr. Pen-
drake. „Það er einmitt þessi orðrómur, sem kon-
um finnst mest spennandi í sambandi við yðm-. Til
dæmis mér!“
Hann starði á hana.
„Og það vill svo vel til, að ég hef þann kost, sem yður
finnst svo æsandi í sambandi við konur. Ég er rík.“
Hann hlýtur að hafa sýnt merki þess, að hann tryði henni
ekki; háðsbros ef til vill eða glott. Án þess að hafa af hon-
um augun veifaði hún einhverjum fyrir aftan hann. Hami
leit um öxl og sá stóran, svartan lúxusbíl nálgast. Hann
ók hljóðlega til þeirra og líflegur bílstjóri sté út úr honum
og opnaði dymar fyrir þeim.
„Má ég aka yður spölkorn?“ spurði hún.
Heldur ófús og tregur þáði hann boð hennar. Fyrr en
varði sat hann í þessum glæsilega lúxusbíl við hlið þessarar
aðlaðandi konu. Hikandi nefndi hann ákvörðunarstaðinn.
„Castle Club.“ sagði hann.
Hún hét Fern Spencer og var svo sannarlega rík. Hann
komst að raun um það fljótlega. Auk þess virtist hún vera
sólgin í að segja honum einmitt það, sem hann fýsti helzt
að vita. Faðir hennar hafði átt mikilli velgengni að fagna.
Var hún einnar milljónar virði? Miklu meira en það. Tíu
ef til vill, ef allt var talið saman. Pendrake fann til óróleika
yfir því að vera nærri svo miklum peningum.
„Átti nokkur af konunum þínum svona mikla peninga,“
spurði hún eitt sinn, er þau sátu saman og snæddu liádegis-
verð á fínu veitingahúsi.
„Ég er hræddur um ekki,“ sagði hann.
„En voru þær samt ríkar?“
„Vel stæðar, mundi ég segja.“
„Og þú erfðir þær allar?“
„Já.“
Honum fannst alveg eins gott að segja henni þetta
hreinskilnislega. Hann fann á sér, að hún vissi þetta allt
saman.
„Hve mikils virði voru þær?“
„Síðasta konan mín, Louise, gaf mér um hundr-
að þúsund í aðra hönd.“
„Og hinar?“
„Eitthvað minna.“ Framh. á bls. 45
15. tbl.
VIKAN 13