Vikan


Vikan - 18.04.1968, Síða 16

Vikan - 18.04.1968, Síða 16
Hún hafði njósnað um þau í þrjá daga, áður en upp um hana komst, og vissi hvernig þau litu út og hvað þau hétu, en þau vissu ekkert um hana. Ekki hvaðan hún kom eða hver hún var og það var heldur ekki ætl- unin að þau fengju að vita það. Blackmoor Towers stóð í mýr- arkanti á eyðilegasta og viltasta stað í skozku hálöndunum. Um- hverfis höllina og garðinn var þriggja metra hár múr, til þess ætlaður að halda óviðkomandi fjarri. En á nokkrum kafla var gaddavírsgirðing í staðinn fyr- ir múrinn og það var þar sem hún hafði fundið smugu, sem hún gat skriðið í gegnum. Fyrsta daginn hafði hún hugs- að sér að taka myndavélina með, .en skipti síðan um skoðun og_ tók teiknibókina í staðinn. Myndavélin hefði sjálfsagt verið betri, en sem betur fór var hún all-sæmilegur teiknari. Nægi- lega góð til að sannfæra um að hún væri aðeins saklaus list- nemandi í leit að athyglisverðri fyrirmynd, ef svo illa færi að upp um hana kæmist. Veðrið var líka gott þriðja daginn og strax upp úr ellefu sá hún þau koma með þá gömlu í hjólastólnum. Maðurinn sem ýtti stólnum á undan sér var hár og sterklegur. Hann var dökkur yfirlitum og mjög glæsi- legur, hefði verið það, ef hann hefði ekki verið svona hroka- fullur og súr á svipinn. Hún hafði heyrt mikið um hann hjá veitingamanninum í gistihúsinu í þorpinu, þar sem hún bjó, meðal annars, að hann væri grunaður um morð og þeir voru til sem álitu að hann hefði ekki átt að hljóta sýknun. — Ekki svona hratt, Rick. Mér liggur við að detta úr stóln- um. Mjó rödd gömlu konunnar barst til hennar, þar sem hún stóð í felum bak við tréð og virti þau fyrir sér í gegnum iaufskrúðið. Maðurinn hægði ferðina og muldraði afsökunar- beiðni og þessi litli hópur hélt áfram, töluvert hægar. Hjúkrunarkonan sem þau kölluðu Dobie kom á eftir, hélt á sjali og litlu körfuborði og við hlið hennar var frú Griffin, svarthærð, mögur kona, sem leit út eins og hún hefði fyrir löngu gleymt að brosa. Hún bar knippi af tímaritum og gler- augu. Þau stönzuðu við brúnina á flötinni, aðeins nokkra metra þaðan sem stúlkan faldi sig, hún hélt niðri í sér andanum af ótta við að þau kæmu auga á hana. — Ef þér vilduð aðeins sitja ofurlítið nær húsinu, Lady Mac- farlane, sagði Dobie. Dobie var einnig við aldur. Afar þreklega vaxin með ljósblá augu og slétt andlit, sem árin höfðu ekki markáð. 16 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.