Vikan - 18.04.1968, Side 31
— Mig er að dreyma, sagði Angelique við sjálfa sig, og fannst að
hún þyrfti að núa á sér augun.
Rödd hljómaði ofan úr köðlunum; það var Sikileyingurinn.
— Hæ, krakkar! Hvalirnir!
Börnin, sem höfðu verið að leika sér á þiljunum, þustu út að borð-
stokknum til að sjá.
Allt í einu var Angelique stödd í miðjum hópi barnanna. Stærri
börnin lyftu þeirn minni, svo þau gætu séð. Það, sem hún hafði
haldið vera eyjar, voru i rauninni búrhveli. Þessir stóru, glitrandi
svörtu 'líkamir skutu upp koilinum, síðan syntu þeir i kafi i hríð og
í hálfgagnsæju djúpinu virtust þeir jafnvel enn stærri.
Allt í einu kom einn þeirra hærra upp úr öldunum en hinir og
þau sáu greinilega svarta skuggamyndina og viðamikið höfuðið og
upp úr því gaus strókur af vatni; sporðurinn var stífur eins og stýri
á skipi.
— Þetta er hvalurinn hans Jónasar, hrópaði einn af litlu drengj-
unum. — Þetta er hvalurinn hans Jónasar!
Hann var utan við sig af æsingi.
— Ó, hvað það væri gaman að vera á svona skipi alltaf, s.agði
ein af litlu stúlkunum. — Ég vildi, að við færum aldrei í land, sagði
önnur.
Angelique, sem hafði gaman af að virða fyrir sér hvalina, kom
á óvart að heyra, hve vel litlu stúikurnar skemmtu sér.
— Eruð þið hamingjusamar um borð í Gouldsboro? spurði hún.
— Ójá! endurtóku börnin í kór.
Hún velti þvi fyrir sér hvort eldri börnunum væri eins farið.
Séverine, sem venjulega var svo dul, opnaði nú munninn.
— Já, fólkið lætur okkur í friði hér. Og það er engin hætta á að
maður verði sendur i klaustur. Enginn rekur okkur til að læra allar
þessar Biblíusögur, sem frænka mín lét mig hafa, þegar ég var á
Ile de Ré. Við megum hugsa fyrir okkur sjálf hér. Hún andvarpaði
feginsamlega. Séverine, sem hingað til hafði lifað í sífelldum kvíða
var að lokum frjáls. Það áhyggjuok, sem hafði hvílt á henni frá því
hún mundi eftir sér, hafði nú loks verið frá henni tekið.
— Það á enginn á hættu að vera varpað í íangelsi hér, sagði
Martial.
Frá því í upphafi ferðarinnar hafði Angelique undrazt hve vel
börnin höfðu tekið þessu öllu. Hvorki verið þrasgjörn né vælandi,
eins og við hefði mátt búast. Og ef eitthvert þeirra veiktist höfðu
þau vit á að láta sér batna í snarheitum. Það voru foreldrar þeirra
sem höfðu stunið og barmað sér. Börnin gerðu sér ljóst að þau
höfðu sloppið frá því, sem verra var. Þar að auki höfðu þau aldrei á
sinni lifsfæddri ævi verið eins frjáls og þau voru á þessum þrönga,
afmarkaða þilfarspalli. Enginn skóli. Engar klukkustundir við skrif-
púltin, enginn Biblíulestúr.
— Það va^ri jafnvel ennþá betra ef foreldrar ok'kar leyfðu okkur
að hjálpa til við seglabúnaðinn, sagði Martial. — Einn sjómannanna
kenndi mér nokkra hnúta sem ég kunni ekki áður, sagði einn af
sonum lögmannsins.
E'n eldri börnin voru meira hikandi. Séverine spurði:
— Dame Angelique, er það satt að Rescator ætli að gera okkur illt?
— Það held ég ekki. Hún lagði höndina á granna öxl barnsins. Séver-
ine snéri að henni andlitinu og það Ijómaði af trúnaðartrausti og von.
Rétt eins og í La Rochelle þegar Angelique horíði á börnin fann hún
til öryggiskenndar af vissunni um sífellda endurnýjun lífsins. Hennar
eigið líf hafði verið til nokkurs, ef henni heppnaðist að halda í þeirra.
— Mannstu ekki að það var Rescator og menn hans sem björguðu
okkur frá drekum konungsins, þegar þeir ofsóttu okkur?
— Jú, ég man það. En foreldrar okkar segja að þeir viti ekki hvert
hann ætlar með okkur.
— Foreldrar ykkar hafa áhyggjur af því að Rescator og áhöfn
hans eru allt annað fólk en þeir þekkja. Sjómennirnir tala önnur
tungumál og þeir hafa aðra siði. Stundum er mjög erfitt fyrir fólk
að koma sér saman, þegar það er svona ólíkt.
Þá kom Martial með gáfulega athugasemd:
— En landið sem við förum til er lika mjög frábrugðið því sem við
höfum þekkt hingað til, og við verðum alla vega að venjast þvi.
Þegar Martial hafði sagt þetta kastaði Jerimi litli, sem Angeiique
var mjog hrifinn af, því hann minnli hana á Charles-Henri, þykkum,
ljósum hármakka frá enninu og hrópaði:
— Ilann fer með okkur til fyrirheitna landsins. Angelique varð létt
um hjartað, því jaddir barnanna yfirgnæfðu þá hörðu baráttu, sem
háð var gegn höfuðskepnunum og gegn mannlegri ástríðu, þegar þau
endurtóku eins og englakór:
— Við siglum til fyrirheitna landsins!
— Já, sagði Angelique ákveðin í bragði. — Já, þetta er rétt hjá
vkkur börnunum.
Svo gerði hún það sem hún var nú orðin vön að gera oft á dag.
Hún snéri sér í áttina að stjórnpallinum, og sá að hann stóð þar.
Hún hafði á tilfinningunni að hann horfði í áttina til hennar.
25. KAFLI
Þegar hann sá hana standa þarna með hóp af áköfum, skvaldrandi
börnum í kringum sig og horfði á hana brosa við þeim, fannst hon-
um að þetta væri enn á ný breytt kona, sem hann horfði á og þessi
uppgötvun gerði honum leiðara i skapi en áður.
Hún sýndist mjög há í þessari brúnu skikkju, sem hékk i fellingum
af öxlum hennar. Einhvern veginn var hún glæsileg, þrátt fyrir þessi
framandlegu föt, sem hann var nú smám saman að venjast. Þessi
dulúð, sem iukti um hana og fyrirmannleikinn í fasinu, undirstrik-
aðist af látleysi fatanna.
Hún leiddi rauðhærða barnið sér við hönd. Aðeins nokkrum andar-
tökum áður hafði hann séð Angelique þrýsta henni að sér. Ef það var
satt að barnið hafi verið getið við þessar sorglegu kringumstæður
og hlaut þannig að minna hana á hryllilega stund, hvar fékk hún þá
orku til að brosa þannig við henni og unna henni svo heitt?
Berne hafði sagt að yngsti sonur hennar hefði verið myrtur, að
henni ásjáandi. Svo þannig hafði farið fyrir litla Plessis-Belliére
barninu ........
— En hversvegna hafði hún sagt Berne þetta, en honum ekkert,
eiginmanni sínum? Hversvegna hafði hún ekki, eins og svo margar
aðrar hefðu gert i hennar sporum þulið alla sína sorgarsögu og sagt
honum allt, sem hún hafði orðið að þola til að afsaka sig i augum
hans.
Það var stolt fálæti, bæði andlegt og líkamlegt sem lukti munni
hennar. Hún myndi aldrei segja honum það og hann harmaði það!
Hann harmaði ekki svo mjög þá staðreynd að hún var orðin eins
og hún var, heldur fremur að aðrir höfðu gert hana þannig og hann
átti engan þátt í því.
— Já, hann harmaði jafnvel hreinleikann, þennan einstæða mót-
þróa sem hafði gert henni fært að sleppa úr þúsund hættum, að lifa
af ömurlegustu reynslu og halda enn því sama hrukkulausa andliti,
sem var eins og heillandi fögur strönd, sem öldurnar skola aftur og
aftur, án þess að raska í nokkru perluhvítum ljóma hennar.
— Var þetta sama konan sem hafði barizt á móti Mulai Ismail,
sem hafði þolað þjáningu og staðið af sér hungur og þorsta? Og
hvað segja þeir mér nú? Að hún hafi leitt bændurna gegn konung-
inum , að hún hafi verið brennimerkt með konungsliljunni! Og þarna
er hún og brosir við börnunum og dáist að hvölunum.
—- Sannarlega hefur hún þjáðst. Því get ég ekki neitað. Hvernig
á ég þá að lýsa henni? Hún hefur ekki verið lítillækkuð, því síður
er hún huglaus eða skeytingarlaus, sannleikurinn er að hún er stór-
athyglisverð kona.
— Fjandakorniö sem hann botnaði nokkuð í henni! Hann hafðl
alltaf haft á sér það orð að hann væri galdramaður, en nú hrökk
hæfileiki hans til að lesa aðra eins og opna bók, ekki til. Hvernig átti
hann að nálgast hana og sigra hana aftur?
Það sem Jason hafði sagt rifjaði aftur upp fyrir honum kjarnann
úr eigin hugsunum: — Þú ert gagntekinn af þessari konu.
-—Gagntekinn! Það stafaði af því að hún var sú tegund kvenna,
sem gagntekur mann. Hann varð að viðurkenna að jafnvel þótt
þokki Angelique væri ekki eins greinilegur nú, var hann engu mátt-
laiusari en hann hafði verið. Hann var ekki eins og ódýrt ilmvatn
sem hverfur eftir nokkra stund. Hvort sem þokkinn var djöfullegur,
holdlegur eða dularfullur, var hann sannarlega til staðar og Monsieur
de Peyrac, öðru nafni Rescator var gersamlega heillaður, þrátt fyrir
betri vitund. Hann var flæktur í vef kveljandi efasemda og spurn-
inga, sem hún ein gat svarað og haldinn þrá, sem hún ein gat svalað.
E'nginn skyldi imynda sér að hann viti allt sem hægt er að vita
um einhvern annan, eða neita öðrum um þann rétt sem hann hefur
til að hegða sér aö geðþótta. Og sá geðþótti, sem Angelique hafði far-
eftir síðastliðin fimm ár, síðan þau hittust síðast hafði sannarlega
ekki verið þess eðlis að auðvelt væri að segja fyrir um hann.
Hann sá hana fyrir sér, riðandi í broddi fylkingar, fyrir uppreisnar-
mönnum sínum og leiða þá í orrustu. Hann sá hana flýja eins pg
særðan fugl með menn konungsins á hælunum, þetta var upphaí
að dularfullu ævintýri, sem hann fengi sennilega aldrei neitt um
að vita og hann varð að viðurkenna, þótt hann væri sárreiður þeirri
tilhugsun að sú breyting, sem átt hafði sér stað í henni var í sjálfu
sér staðfesting á hinum eilífa kvenleik.
Sú gagntakandi afbrýðissemi sem hann hafði fundið, þegar hann
sá hve fús hún var að fórna sér fyrir vini sína, þegar hann upp-
götvaði að hún átti dóttur, sem hún unnið af heilu hjarta og loks
þegar hann sá hana krjúpa frammi fyrir Maitre Berne, skjálfandi
af uppnámi og hvíla hendurnar mjúklega á naktri öxl særða manns-
ins; þetta hafði sært hann dýpra, heldur en ef hann hefði fundið
hana liggjandi blygðunarlausa i örmum elskhuga. Þá hefði hann
að minnsta kosti getað fyrirlitið hana og gert sér grein fyrir þvi
hvers virði hún var. Þá hefði hann getað dæmt hana að verðleikum.
— Hvaða nýi leir var kominn i sköpun hennar?
— Hvaða nýja ólga hafði tekið að brjótast hið innra með henni,
nú þegar hún var fullþroska á sumri lífsins; hvað hafði gefið henni
þessa mjúku og hlýju glóð, sem gerði það að verkum að fólkið þráði
að hvíla döpur höfuð sín í faðmi hennar og hlusta á hana mæla fram
huggunarorð ?
Hann hafði sjaldan fupdið til svona veikleika. Og hversvegna var
það þessi kona sem vakti með honum þessa kennd; þessi ofsafengna
vera, þessi amazóna, þessi stolta kona með skæðu tunguna, þessi
freka og nautnalega kona, sem hafði svikið hann svo blygðunarlaust.
Svo, um leið og sólin hvarf í hafið, fann Joffrey de Peyrac einn af
iyklunum að gátunni, lykil, sem honum til undrunar útskýrði marga
þætti í hegðun Angelique.
—• Já, hún á ekki hálfvelgju til, sagði liann við sjálfan sig.
Þetta var eins og hilling.
Nóttin var að skella á. Börnin sáu ekki lengur hafið eða hvalina,
hann heyrði fótatak þeirra, þegar þau trítluðu niður stigana, nið-
ur á milliþilfarið.
Angelique stóð kyrr og starði út í sortann.
Hann var viss um að hún horfði í áttina til hans gegnum myrkrið.
— Hún er gjöful, hún er góðhjörtuð. Ég setti gildrur til að komast
að þvi hve vond hún gæti verið, hún féll aldrei i þær. Þessvegna
ásaikaði hún mig ekki fyrir sina eigin ógæfu. Það er þessvegna sem
hún kýs heldur að þola ávítur mínar og rangsleitni, heldur en
slengja því framan í mig, sem hún heldur að sé satt. Að ég, faðir-
inn, sé sekur um dauða míns eigin sonar — Cantors.
26. KAFLI
1 friðsæld klefans og þögn næturinnar — hafið var óvenjulega
kyrrt — renndi hann huganum enn einu sinni yfir þá dramatísku
atburði sem átt. höfðu sér staði úti af Cape Passero. Hvílíka undrun
hefði það vakið ef fólkið í Frakklandi hefði vitað að orrustan sem
endaði með algerum ósigri og stórtapi frönsku flotadeildarinnar, sem
olli svo mikilli ólgu við allar hirðir Evrópu, hefði átt sér stað vegfna
níu ára drengs, í liði de Vivonne hertoga og flotaforingja!
Þegar Rescator fann frönsku flotadeildina fyrir, utan við strend-
ur Sikileyjar, var vald hans óumdeilanlegt, því þessi fyrrverandi,
bæklaði glæpamaður frá Marseilles, átti nú samherja um allt Mið-
jarðarhafið. öll réttindi áskilin, Opern Mundi, París.
i5. tbi. VTKAN 31