Vikan


Vikan - 18.04.1968, Síða 40

Vikan - 18.04.1968, Síða 40
Paö er sama «& bver sidd kjólsins er... défilé 30-50Den SÁwtóÍ- ■ ...........................................& PÚRHALLUR SIGIIRJÖNSSON simi 18450 Pingholtsstr. 11. arinnar. Sambandið var mjög gott skýrt og greinilegt. Nokkru síðar var aftur haft samband við hann og honum gefnar nýjustu veðurfréttir: Utlitið var mjög gott. Strax á eftir heyrði flugturinn, að flugstjórinn hafði samband við flug- stjóra allra hinna vélanna. Næstu þrjátíu mínúturnar heyrðist nokkr- um sinnum til flugvélanna. Flug- mennirnir sögðu frá því, sem þeir sáu niðri á jörðinni og létu nokkra brandara fylgja með. Einnig höfðu þeir orð á því, að gaman yrði að lenda aftur og fara í jólafrí. Eng- inn tók sérstaklega eftir því, að flugstjóri forustuvélarinnar sagði: „Hafið er eitthvað öðruvísi en það á að vera núna." En þetta var það síðasta sem heyrðist til vélanna f imm. Reynt var án árangurs að hafa samband við vélarnar. Leit var skipulögð þegar í stað. Enginn trúði því fyrst í stað, að vélarnar hefðu allar fimm steypzt í hafið. LEITARFLUGVÉL HVERFUR Ein af leitarflugvélunum var flug- bátur frá flotanum. Eins og allar áhafnir, sem staðsettar voru í Fort Lauderdale, var áhöfn flugbátsins vel kunnugt um, að hafið gat orð- ið viðsjárvert í vondum veðrum og fellibyljir gátu skollið á, en þegar eitthvað slíkt var yfirvofandi, fengu flugstjórar ævinlega aðvörun (tíma. Þegar flugbáturinn var kominn á loft, fékk hann skipun um að kanna ákveðið svæði hafsins, en bíða síð- an eftir frekari skipunum. A fimm mínútna fresti spurði loftskeytamað- ur flugbátsins, hvort nokkuð nýtt væri að frétta af leitinni og hvort nokkrar fyrirskipanir lægju fyrir til flugstjórans. Þegar ákveðið hafði verið, á hvaða svæði flugbáturinn ætti að leita næst, reyndist ekki unnt að ná sambandi við hann. Smátt og smátt var öllum Ijóst á Fort Lauderdale, að sex flugvélar með tuttugu og sjö mönnum höfðu horfið í „Þríhyrning dauðans". Dag eftir dag leituðu skip og flugvélar f von um að finna eitt- hvert brak, sem gæti sannað, að slys hefði átt sér stað, eða björg- unarbát með einhverjum af áhöfn vélanna. Enn í dag veit enginn, hvers vegna sex flugvélar hurfu á svo dularfullan hátt, og hvers vegna enginn af talstöðvunum sex gat komið boðum um hvað væri að gerast. En þetta er ekki eina frá- sögnin um dularfullt fyrirbæri í „Þrí- hyrning dauðans", sem lesa má f skjalasafninu f Pentagon í Washing- ton. HVARF Á TÍU MÍNÚTUM 17. október 1954 hvarf Marine Super- Constellation flugvél með 42 mönnum norður af Bermuda. Allt frá flugtaki hafði verið fylgzt vel með flugvélinni. Hún var búin tveim- ur kröftugum senditækjum og veðr- ið var eins gott og hægt var að hugsa sér. Nærliggjandi stöðvar höfðu verið í stöðugu sambandi við vélina og stefna hennar hafði verið færð inn á kort á hverjum stað. Það liðu ekki nema tíu mfn- útur frá því að sfðast heyrðist til vélarinnar, þar til reynt var að hafa samband við hana — án nokkurs árangurs. Vélin hvarf sporlaust á tíu mínútum. Enn var leitað bæði á sjó og lofti dag eftir dag — en ekk- ert fannst. FJÖGUR SKIP Á FJÓRUM ÁRUM Á árunum 1961—65 hafa alls 198 skip, 5000 tonn og þar yfir, farizt í óveðri, þoku eða eldsvoða á hafi úti. Fjögur þessara skipa hurfu sporlaust í „Þrfhyrninginn", en um hann liggja leiðir margra skipa. 2. febrúar 1963 sigldi tankskipið „Sulphur Queen" með 39 manna áhöfn yfir „Þríhyrninginn". Skipið hafði lagt úr höfn í Beaumont í Tex- as og var á leið til Norfolk ( Virg- inia með fullfermi af fljótandi brennisteini. Stöðvar við strönd- ina höfðu heyrt reglulega til skips- ins og einnig skip sem voru á svip- uðum slóðum. Sjór var ládauður og veður var hið ákjósanlegasta, en einhvers staðar í „Þrfhyrningnum" hvarf samt „Suphur Queen". Enginn getur neitað því, að það er mögulegt, að flugvél falli eins og steinn frá himni og hverfi í haf- ið á örfáum mínútum. En það er ekki hugsanlegt, að skip sökkvi svo snögglega, að ekki sé hægt að að- vara áhöfn og farþega, svo að ein- hverjum takizt að setja á sig björg- unarbelti eða setja björgunarbát á flot. En ennþá einu sinni gerðist það sem enginn fær skilið: Ekkert hefur fundizt úr skipinu: Ekki brak, ekki björgunarbelti, ekki björgunarbátur, ekki lík: Skipið hefur horfið ger- samlega. Fimm mánuðum sfðar hvarf fiski- skipið „Soho Bqý" með fjörutfu manna áhöfn á leið frá Jamaica. I tvær vikur kembdu bandarísk leit- arskip svæðið með aðstoð flugvéla — en árangur varð enginn. Enginn hefur enn f dag hugmynd um, hvað komið hefur fyrir skipið. Mörg fleiri dæmi mætti nefna, en þau eru flest nákvæmlega eins og við skulum láta þetta nægja að sinni. ENGIN SKÝRING Hvort sem um er að ræða skip eða flugvélar, þá er það eitt, sem rannsóknarnefndir umræddra slysa, fýsir ákaft að fá að vita: Hvað er það, sem gerizt með svo skjótum hætti, að ekki skuli vera hægt að senda út neyðarkall eða gera ein- hverjar ráðstafanir, áður en það er um seinan. Sú kenning hefur komið fram, að einhver óskýranlegur kraftur sé þarna að verki, kannski f ætt við rafmagn, sem geri það að verkum, að senditæki skipa og flugvéla verði óvirk. Ytarleg rannsókn hefur ekki 40 VIKAN 15-tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.