Vikan - 05.09.1968, Side 17
anlega, brjálaða spenna óhemju-
legra ástríðna?
— Var það ekki?
Hún sagði hlýlega: — Þú hef-
ur reglulega nautn af tónlist-
inni, er það ekki?
Það hugsa ég, sagði Robert.
— Ég held, að þú hefðir ver-
ið miklu hamingjusamari sem
tónlistarmaður en sem brjósta-
haldaraframleiðandi.
— Ónei! sagði Robert með
óvæntum ofsa. — Brjóstahaldar-
ar eru — ja — þeir eru mikil-
vægir. Þú veizt það, Harriet.
— Já, ég veit það. Hún lag-
færði sinn eiginn, hún hafði far-
ið í hann með nokkrum flýti og
vonaði að hann sæti ekki þann-
ig, að Robert sæi ástæðu til að
finna að því.
— Miklu mikilvægari, sagði
hann, — en allur þorri manna
gerir sér grein fyrir. Ég held að
þeir geti verið — geti verið
mjög mikilvægir fyrir allan
hnöttinn. Ég held að ef ég ætti
mikla peninga — sand af pen-
ingum — veiztu hvað ég myndi
þá vilja gera?
Harriet kæfði niður geispa.
Hún reis á fætur og gekk í átt-
ina til dyra, ekki til að binda
endi á samræðurnar, heldur til
að gefa í skyn, að það væri kom-
ið mál til að koma í bólið.
Hún hvimaði óákveðið upp eft-
ir stiganum, en veitti Robert um
leið þá athygli, sem eiginkonu
sæmdi.
Athyglin brotnaði í tvennt. —
Þegar hún leit sem kæruleysis-
legast upp eftir stiganum, sá hún
beint framan í Ambrose Tuttle
í lúgugatinu upp á háaloft. Hann
brosti vingjarnlega og bar sig til
eins og hann væri að stjórna
hljómsveit, með næstum þraut-
kroppuðum lærleggnum af lamb-
inu; þögulli hljómsveitinni, sem
nú olli Robert þvílíkri gremju.
Harriet bandaði hendinni
reiðilega í áttina til hans. Am-
brose yppti öxlum og lét loft-
hlerann síga. Hann hlaut að
Framhald á bls. 40.
35. tbi. VIKAN 17