Vikan


Vikan - 05.09.1968, Qupperneq 21

Vikan - 05.09.1968, Qupperneq 21
um ákveðin í því að við yrðum að hittast. En það leið heilt ár, þangað til úr því gat orðið. Ég fór til Mart- ins, til að vera hjá honum um jólin 1966. ÞURFTI ALLTAF STÓL TIL AÐ STANDA Á Marita viðurkennir að hún hafi verið bæði spennt og svolítið hrædd. Það var eitt fyrir sig að skrifa bréf, en allt annað að kynn- ast persónulega. Það var mikið í húfi. Þau vonuðu bæði að þau hefðu fundið leið út úr einmana- leikanum, en hvernig yrði það, þegar þau færu að umgangast hvort annað? — Ég hefði ekki þurft að vera hrædd, segir Marita. — Martin var strax góður og skilningsríkur. Mér líkaði betur við hann en í bréfun- um. Hann er elskuiegasti maður- inn sem ég hef kynnzt. Hann hefur lært að vera auðmjúkur og þakk- látur fyrir það sem gott er, alveg eins og ég. Þau opinberuðu trúlofun sína á gamlaárskvöld. Martin hafði gert við húsið eftir beztu getu, og Mar- ita óskaði ekki eftir neinu frekar en að koma til hans og sjá um hús- haldið. — Ég varð að fara heim og ganga frá ýmsu. Þegar ég fór frá Finn- landi, hafði mig ekki dreymt um það að við yrðum svona fljót að ákveða okkur. Það hefði getað far- ið þannig að við hefðum alls ekki kunnað hvort við annað. Mamma varð mjög glöð, þegar hún heyrði að ég hefði eignazt Iffsförunaut, og Martin taldi dagana þar til ég kæmi aftur til að setjast að hjá honum. 3. marz 1967 flutti Marita inn í litla húsið við Knisselbo. Marita segir frá því hverjir erfið- leikar það eru fyrir smávaxna konu eins og hana að vinna í eldhúsi sem byggt er fyrir fólk af fullri stærð. Þó það sé ekki annað en að vatna blómunum [ gluggakistunni. Þegar hún eldaði, lagði á borð og tók leirtau út úr skápum, þurfti hún alltaf að hafa stól til að standa á. Maritu langar til að útbúa húsið þannig að það verði hentugra fyrir hana. Henni hafði aldrei dottið í hug að hún gæti eignazt barn, svo henni datt ekki í hug að hún væri barns- hafandi. — Ég var ekki frísk, en ég gat ekki ímyndað mér hvað það var, sem að mér gekk. Ég fór því til læknis, en varð bæði undrandi og hrædd, þegar hann sagði mér að ég væri barnshafandi, — komin á fjórða mánuð. Fyrsta hugsun mín var að þetta hlyti að enda með ósköpum, barnið yrði ef til vill dvergur, eins og við Martin, og það fannst mér alveg óbærilegt. Svo hafði mér líka verið sagt það heima í Finnlandi að ég væri hjartabiluð, og gæti aldrei gengið með barn. Martin var alveg sama sinnis. Við þorðum ekki að gera okkur neinar vonir, þorðum ekki að vona að við ættum eftir að eignast okk- ar eigið barn. Þótt við þráðum það af hjarta að eignast barn, gátum við ekki hugsað okkur að eignast barn, sem yrði eins og við. Þess vegna fórum við til læknis, til að tala í alvöru um þetta ástand. Framhald á bls. 36. 35. tb! VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.