Vikan


Vikan - 05.09.1968, Side 22

Vikan - 05.09.1968, Side 22
1: MaSurinn á brautarpallinum. Ég býst við, að flestum verði hægt og hægt Ijóst, að þeim ætlar ekki að heppnast það. Við lifum í auðugu þjóðfélagi, svo takmarkið er auður. Sumir kalla það öryggi, en það er hægt að hafa slíkt ör- yggi í hundraðatali í kjallaranum eða öryggishólfi, en það nær eng- inn iífskjaramarki á því. Ekki þess konar lífskjaramarki sem demantar, minkakápur, fínir bílar og hundrað þúsund dollara hús, kaupa manni, þegar maður hefur keypt allt þetta, og það er ekki í tízku að tala um hamingju. Nú til dags er skilgrein- ing ó hamingju of flókin. Ég á konu, sem ég elska og hún elskar mig og þegar sagan gerðist áttum við fjögurra ára dóttur, sem við elskuðum bæði, dáðumst að, eða hvað þið viljið hafa það. Þið vitið aflandi. Ég hafði lært að teikna og sjá um kópíur af teikningum og ég klæddist hreinni skyrtu og yfirgaf vinnustaðinn á hverju kvöldi klukk- an fimm — nema þegar ég var beð- inn að vinna lengur, sem var að minnsta kosti tvisvar ( viku. Þá vann ég aukavinnu, án auka- vinnukaups. Ég hringdi til konunn- ar minnar í Telton í New Jersey og sagði: — Við erum að hreinsa frá í kvöld, elskan. — Hve lengi? — Kannske einn eða tvo klukku- tíma. Við borðið andspænis mér var maður sem hét Fritz Macon. Hann var heimspekingur. Hann var van- ur að segja: — Menn eins og þú og ég, Johnny, lifum í þögulli eftir- væntingu. Hann ver ekki merkileg- ur heimspekingur en okkar líf gerði neðanjarðarjárnbrautarstöðinni og var jafnvel að vona með sjálfum mér að ég næði heim til Felton fyr- ir myrkur, en Joe Sturm, sonur eins hluthafans kom með verkefni handa mér og klukkan var sex þeg- ar ég fór. Fritz gekk á leið með mér og talaði um kosti og ókosti þess að vera sonur húsbóndans. — Hættu nú þessu sífri, sagði ég við hann. — þú og ég ættum að vera synir húsbóndans. — Við erum það ekki. — Nei, við erum það ekki. Hann fór á hverju kvöldi niður í borgina til Pennsylvaníustöðvar- innar og tók þar lest til Amityville, Long Island. — Ég hélt, sagði hann við mig, — að maður losnaði und- an svona löguðu með því að gift- ast ekki. hætti ég — vegna þess að hann minnti mig á pabba. Þetta var held- ur ekki ræfill. Hann var hattlaus, en hann var vel klæddur og hann var ekki ræfill. Hann var einfaldlega veikur. Hann var um sextugt, kann- ske ofurlítið meira, hvíthærður, blá- eygur — og undir öðrum kringum- stæðum hefði þetta verið ákaflega geðþekkur, roskinn maður, andiit hans var gult af sársauka og hræðslu og um leið og hann minnti mig á pabba fylltist ég andstyggð á sjálfum mér. Ég sagði við sjálfan mig að ég yrði að hjálpa honum og það yrði þá andskotakornið að hafa það þótt ég kæmi ekki heim fyrr en einni eða tveimur klukkustundum síðar, og einhvers staðar inni í mér vottaði fyrir einhverju, sem átti skylt við vingjarnleik og hjálpsemi. Allt þetta flaug í gegnum hugann EFTIR E. V. CUNNINGHAM - TEIKNING: BALTASAR hvernig fjögurra ára dætur eru. Okkar var með blá augu og gullna lokka, eins og litaraftið, vöxturinn og persónuleikinn væri málað eft- or pöntun handa henni og örlögun- um til að gleðja okkur ( þessum vafalítið bezta, fóanlega heimi. Við þjáumst af mjög fáu ( heimi, þar sem flest fólk þjáist, en þessi und- antekning frá þjáningunni var ekki nóg til að lækna það sem ég var veikur af. Ég var veikur af því að vakna, ég get ekki orðað það öðruvísi bet- ur. Dag frá degi vaknaði ég smám saman og gerði mér staðreyndirn- ar Ijósar og tíðast gerðist þetta og mest á leiðinni heim úr vinnu. Ég vann á horninu á fertugustu götu og Park Avenue hjá fyrirtækinu Sturm & Jaffe; það var stórt og mikilvægt og árangursríkt arkí- tektafyrirtæki, sem hafði um fjöru- tíu manns í þjónustu sinni. Meðal þessara fjörutíumenninga var ég teiknari með þrjátíu og tvo doll- ara í kaup á viku. Ég hefði haft meiri tekjur sem pípulagningamað- ur eða trésmiður, en ég hafði ekki lært til pípulagninga eða trésmíði, né neins annars hagnýts og tekju- ekki kröfur til neins djúpstæðara. Hann var ekki einu sinni frumleg- ur, en á hverjum degi, þegar ég fór með neðanjarðarbrautinni upp að strætisvagnastöðinni á hundrað sextugustu og áttundu götu og það- an í strætisvagni til Felton, fann ég að örvaentingin fór sívaxandi. Ég var að þroskast, þrjátíu og fimm ára að aldri, að gera mér Ijósar staðreyndir sem hér segir: — að ég stefndi ekkert og ávann ekkert, að ég myndi aldrei fá mikið meira kaup en ég fékk nú þegar, að ég hafði svo sem ekkert að hlakka til. Fritz sagði að eina leiðin til að ég losnaði við þetta vandamál mitt væri, að koma mér upp öðru vanda- máli í staðinn, að ég æfti að finna einhverja af þessum hungruðu pí- um, sem borgin var full af og leggja lag mitt við hana. En þótt ekkert annað hefði komið til vann ég mér ekki inn nægilega mikið fé til að geta lagt lag mitt við eina eða neina. Þetta var bjartan, kaldan og lygn- an marzdag, himinninn blár með ofurlitlum skýjaflókum, ég hlakkaði til að ganga niður ( borgina að — Það losnar enginn undan því. — Nei. Við komum á hornið og ég bauð honum góða nótt. Hann fór yfir áttundu götu til að taka neðanjarðarlestina ofan í borg- ina, en ég fór inn á stöðina. Klukk- án var fimmtán mínútur gengin í sjö og það var enn krökkt af fólki inn á stöðinni. Ég keypti mér blað, olnbogaði mig að pallinum fyrir þá sem ætluðu upp í borgina og eyddi einu senti í tyggigúmmí — það eina sem enn er hægt að fá fyrir eitt sent — og þá kom þessi maður og greip í handleggirin á mér, hengdi sig þar, hallaði sér upp að mér og hvíslaði framan í mig, andardrátt- urinn heitur, súr og kæsandi: — Góði guð, hjálpaðu mér, herra, ég er svo veikur — mér er svo illt! Samfélagsþjólfuð fyrstu viðbrögð manns eru: — Láttu mig í friði, mað- ur, hér er heill pallur af fólki. Ég á ekkert vantalað við þig, ég þekki þig ekki. Reyndu að vera tillits- samur og vera veikur út af fyrir þíg- Ég byrjaði að raða saman ræðu ( huga mtnum þess efnis, en svo á engri stund. Það var fullt af fólki á pallinum. Lestin niður í borgina var að. leggja af stað og brautar- pallurinn titraði undan þunga lest- arinnar upp í borgina, sem var að nálgast. Gamli maðurinn hékk á mér og horfði yfir öxlina á mér og alit í einu hvarf sársaukinn úr and- liti hans og skelfingin kom í stað- inn. Andlitið varð ekkert nema hræðsla og ofboð og ekkert annað rúmaðist í því. Hann rykkti sér burt frá mér, kastaði sér aftur á bak, missti fótanna og féll fyrir framan lestina, sem í því kom þjótandi inn á stöðina. Lestarstjórinn hafði ekki minnsta tíma til að koma við heml- ana. Eitt andartak hrapaði gamli maðurinn í lausu lofti og næsta andartakið þaut lestin yfir líkama hans — og skelfingaröskrin úr öll- um þessum börkum á stöðinni voru næstum eins hræðileg og það sem gerzt hafði. Ég ruddi mér braut ( gegnum þvöguna af skjálfandi, grátandi, spenntu, æstu og titrandi fólki, sem nú hafði fengið eitthvað til að tala um og krydda tilveru, sem hvorki var betri eða meira spennandi en mín; nú þegar var þetta fólk ( hug- 22 VTKAN 35- tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.