Vikan - 05.09.1968, Page 37
dásamlegt útsýni, en kuldinn er
mjög slæmur á vetrum. Martin og
Marita hafa ekki verið að fást neitt
um það hingað til, en nú verða þau
að hugsa um dóttur sína.
— Okkur langar ekki til að flytja.
Hér erum við svo frjáls. Ef við
flytjum á nýjan stað, þá er hætta á
þvi að fólk glápi ó okkur. Við vilj-
um helzt reyna að laga þetta hús,
bæta við einu herbergi og baðher-
bergi, gera það hlýrra og þægi-
legra.
Maritu hefur alltaf fundizt óþægi-
legt, þegar fólk glápir á hana, hún
getur ekki vanizt því.
— Börn benda oft á okkur, en
það er hægt að fyrirgefa það. Verra
er þegar fullorðið fólk snýr sér við
og starir á okkur. Það kemur, því
miður, mjög oft fyrir.
Samt finnst henni allt annað líf,
síðan hún kom til Svíþjóðar, segir
að fólk sé miklu frjálslegra þar.
— Það er líka miklu betra að
vera ekki einmana iengur . . .
Það er samt erfitt fyrir þessa lág-
vöxnu húsmóður að verzla í kjör-
búðunum.
— Ég næ ekki upp í hillurnar, og
verð þá að biðja um hjálp.
Lífið hefur nú fengið meira gildi,
Martin Naslund og litla finnsk-
ættaða konan hans eru ekki lengur
ein. Þau hafði samt aldrei dreymt
um það, á uppvaxtarárunum, að
þau ættu eftir að eignast eigið heim-
ili, hvað þá heilbrigt barn. Fjöl-
skyldan í litla, rauða húsinu er for-
sjóninni innilega þakklát. . . .
☆
FatavandræSi...
Framhald af bls. 5
Þótt svo að Margréti væri trúandi til
þess. Það er ætlazt til að þær klæð-
ist samkvæmt tízku eigin lands. Þær
mega varla kaupa vefnaðarvöru —
það gæti skoðazt sem auglýsing
fyrir framleiðandann.
Konungborið kvenfólk má ekki
sýna sig opinberlega í sömu flík-
inni nema einu sinni. Það verður
því að eiga urmul af kvöldkjólum
og kvöldkápum, sem að vísu eiga
að vera mjög svo falleg föt, en ekki
of nýtízkuleg og ekki höfða um of
til kynhrifa. Þær prinsessur, sem
hafa tilfinningu fyrir tízkunni, hafa
líka stöðugar áhyggjur út af að
orðuböndin og erfðagimsteinarnir,
sem þær verða að bera, eyðileggi
línurnar í kvöldkjólunum.
Þar að auki verða þær alltaf að
bera hatt, hversu illa sem það kann
að koma heim við tízkuna — að
vísu braut Kristín prinsessa af Sví-
þjóð þá reglu nýlega er hún heim-
sótti Japan. Hattinn verður að bera
þannig, að andlitið sjáist vel. María
Ekkjudrottning af Bretlandi gekk
með stórskreytta hatta allt sitt líf,
og hentaði það ágætlega hennar
kvengerð.
Fyrri kynslóð kónglegra kvenna
var heldur gamaldags, gekk um
með stöðugan kvíðasvip og klædd-
ist kjólum úr smárósóttu efni og
NESCAFÉ er stórkostlegt
- kvölds og morgna,
- og hvenær dags sem er.
Það er hressandi að byrja daginn með því að fá sér bolla af ilmandi Nes-
café, og þegar hlé verður í önnum dagsins er Nescafé auðvelt, þægilegt og
íljótlegt í notkun, og bragðið er dásamlegt.
Nescafé er einungis framleitt úr völdum kaffibaunum - ioo°/o hreint kaffi.
Hvenær sem er, og hvar sem er, þá er Nescafé hið fullkomna kaffi.
Nescafé
með pífum. Þetta kom sumpart til
af miður þroskuðum smekk hátign-
anna en sumpart áttu sökina slæm-
ir ráðgjafar sem báru alltof mikla
lotningu fyrir yfirboðurum sínum
til að ráðleggja þeim af hreinskilni.
Nokkru réð líka hér um það við-
horf að það væri gróft og óviðeig-
andi að vera nýtízkulegur. Þess
háttar þenkingarmáta hafa hinar
ungu prinsessur nútímans löngu
losað sig við.
Nú er auðveldara að verða sér
úti um smekkleg og falleg föt en
var fyrir hálfri eða heilli kynslóð,
og það kemur kóngafólkinu til góða
eins og öðrum. Tízkuvitund og
kunnátta á fötum hefur komizt inn
fyrir hallarmúrana.
Höfum við nokkuð að læra af
hinum konunglegu frúm og ung-
frúm? Jú, til dæmis að kvöldkápur
eru fallegar og hagkvæmar flíkur.
Og verði maður að hafa hatt, er
bezt að hann sé eins einfaldur í
sniði og mögulegt er — sjá Jackie
Kennedy! (Hún er að vísu ekki kon-
ungborin, en alls staðar er komið
fram við hana eins og hún væri
það). Og fyrst og fremst að óbrot-
in og einlit föt eru smekklegri en
þau sem eru skreytt með pífum og
rykkingum. Og líka að baðvogin er
sá eini vinur, sem alltaf segir sann-
leikann og aldrei lætur múta sér.
Og svo má bæta við þeim aðdá-
unarverða eiginleika, sem drottn-
ingum og prinsessum er innprent-
aður frá því fyrst er farið að taka
af þeim myndir: Verið glaðlegar!
En hvað um hina konunglegu
herra? Eiga þeir ekki líka að vera
augnagaman? Kringumstæðurnar
neyða þá til smásmugulegrar ná-
kvæmni í klæðaburði. Þegar á þrí-
tugsaldrinum sjást þeir varla nema
í fötum fyrir opinber tækifæri og
með hendurnar fyrir aftan bak.
Þegar Margrét Danaprinsessa
gifti sig fyrir skemmstu, voru karl-
gestirnir svo sem ekkert til að horfa
á að undanskildum einum sérvitr-
ingi, jarlinum af Lichfield, sem er
einn af beztu Ijósmyndurum Eng-
lands. Hann mætti í sterkblárri
skyrtu og með lillað bindi hafði
síða skrautskyrtu og flauelsflugu
við smóking, og við sjálfa hjóna-
vígsluna var hann í rauðum ein-
kennisbúningi hrossvarðliða og með
bjarnarskinnshúfu. Sér til mikils
harms varð hann að klippa nokkra
sentimetra af sínu Ijósgyllta hári til
að koma á sig bjarnarskinnshúf-
unni.
☆
35. tbi. VIKAN 37