Vikan - 21.11.1968, Síða 2
er tnerkið í snjóhjótboróum
Útsölustaðir: Kaupfélögin víöa um land.
I Reykjavík:
Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns Gíslasonar
Laugavegi 171 og
CHEVROLET
bIlABÚÐ ÁRMÚLA3 SÍMI 38900
Völundarhúsið
og almenningur
Almenningur er ekki vanur
því, að stjórnmálamenn sýni
honum mikinn áhuga eða taki
tillit til hans, nema þann
stutta tíma sem allt þjóðfé-
lagið fer úr skorðum og
kcsningafarganið verður alls-
ráðandi. Þá bregður svo við,
að allt í einu er það „fólkið í
landinu“, ssm öllu ræður. Öt-
ulir frambjóðendur keppast
við að lýsa því yfir, að þeir
séu aðeins auðmjúkir umboðs-
menn „fólksins" og muni láta
hagsmuni og velferð þess sitja
í fyrirrúmi. Þegar hama-
gangurinn er um garð geng-
inn, fer lítið fyrir „valdi
fólksins“. Þá uppgötvar al-
menningur, að auðvitað hefur
hann engin minnstu áhrif á
gang mála. Það verður ekki
leitað til hans, fyrr en kem-
ur að næstu kosningum.
Nú í seinni tíð hefur mátt
sjá þess merki á ýmsum svið-
um, að á næstu grösum séu ef
til vill þáttaskil í stjórnmála-
sögu okkar. Gagnrýni á
starfshætti gömlu flokkanna,
sem reknir hafa verið eins og
leyniklúbbar um langt skeið,
virðist ætla að bera einhvern
árangur. Flokkarnir keppast
nú við að auglýsa eftir nýjum
hugmyndum og heita því að
opna allar hurðir völundar-
hússins upp á gátt.
Og nýverið hefur borgar-
stjórinn í Reykjavík haldið
hverfafundi, enda þótt enn sé
langt til næstu kosninga. Á
þessum fundum hefur hinn al-
menni borgari getað borið
fram fyrirspurnir og látið í
ljós álit sitt á framkvæmd og
skipulagi borgarmála, jafnt
stórum atriðum sem smáum.
Fundirnir voru vel sóttir og
þóttu takast með prýði. Á
þeim kom enn einu sinni
fram víðtæk þekking borgar-
stjóra á málefnum borgar-
innar og heilbrigð viðhorf
hans til þeirra.
Náin tengsl milli kjósenda
og umboðsmanna þeirra eru
nauðsynleg, allt kjörtímabilið.
Með því móti einu getur al-
menningru- „tekið þátt“ í þjóð-
málabaráttunni. G.Gr.
£ VIKAN 46’tbl-