Vikan


Vikan - 21.11.1968, Page 4

Vikan - 21.11.1968, Page 4
HAGSÝN HÚSMÓÐIR NOTAR GRfHStóVEGI 22-24- SIM&R: 3 02 80-3 22 6Z Gólfdúkur — plast, vinyl og línólíum. Postulíns-veggflísar — stærðir 7V2X15, 11x11 og 15x15 em. Amerískar gólfflísar — Godd Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflísar — DLW. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baðgólfdúkur. Málningarvörur — frá Hörpu hf., Mólning hf. og Slippfél. Rvíkur. Teppi — ensk, þýzk, belgísk nylonteppi. Fúgavarnarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti — inni. Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóÖur — br. 55 em. Veggfóður — br. 50 em. V,________________________________________________________________ 4 VIKAN 46' tbl' r BLESSUÐ RJÚPAN HVÍTA Kæra Vika! Mig langar til að skrifa þér ofurlítinn pistil, sem fjallar um málefni, sem mér hefur lengi verið hug- leikið. Satt að segja er ég undrandi, að ekki skuli oftar vera skrifað um það, sérstaklega í smáleturs- dálkum blaðanna, sem láta sér ekkert mannlegt óvið- komandi. En þá er bezt að snúa sér að efninu: Jörð er ekki fyrr orðin hvít á haustin, en rjúpna- skytturnar fara á stúfana. Við þurfum ekki að hafa fyrir því að leiða hugann að þeim. Blöðin minna okkur á tilvist þeirra og furðulegt tómstundagam- an. Næstum á hverju ári kemur það fyrir, að rjúpnaskyttur villast og það kostar offjár að leita að þ?im og reyna að bjarga lífi þeirra, sem oftast hef- ur tekizt, lofaður sé guð. Þótt ég hafi vissulega sam- úð með öllum, sem lenda í villum og nauð, hafa ósjálfrátt komið upp í huga mínum spurningar eins og þessar: Hvað eru mennirnir að flækjast þetta? Hvernig í ósköpun- um getur nokkur maður haft ánægju af að hlaupa upp um holt og hæðir með byssuhólk í höndunum og eltast við að drepa saklaus- an fugl, og það meira að segja einn ástsælasta fugl hér á landi. Hafa ljóð þjóð- skáldanna okkar engin áhrif haft á þessa menn? Hefur enginn þeirra hrif- izt svo eftirminnilega af einhverju af mörgum snilldarlegum málverkum okkar af rjúpunni, að hon- um hafi þótt vænt um rjúpuna upp frá því? Satt að segja skil ég ekki með nokkru móti alla þá ágætu menn, sem hafa ánægju af rjúpnaskyttiríi. Er ekki hægt að koma því í kring, að rjúpan verði friðuð allt árið? Hvað segja fuglafræðingarnir? 'Ég læt þetta nægja að sinni, kæri Póstur. Ég vona að þú sért sammála mér. Beztu kveðjur. Dýravinur. Jú, okkur liafa líka fund- izt rjúpnaveiðar ómannúð- legar. Hins vegar þykja okkur rjúpur gómsætar á jólaborðinu, og liklega er svo um fleiri. Því miður háttar svo til í þessu bless- aða jarðlífi okkar, að við getum naumast lifað án þess að drepa okkur til matar. Hefurðu nokkurn tíma komið í sláturhús? Þú ættir að gera það einhvern tíma. Spurningunni um friðun rjúpunnar allt árið vísum við til fuglafræðing- anna. ANDLEGA KRUMPAÐAR Kæri Póstur! Við erum hér tvær, sem höldum að við séum ekki alveg heilar á sönsum. Við erum eiginlega á móti öllu og öllum, foreldrum, kenn- urum og flestum, sem við þekkjum. Þó eru margar undantekningar, t. d. strák- arnir, sem við erum með. Þeir virðast vera mjög lík- ir okkur þannig. Við erum í landsprófi og sitjum sam- an, og við erum svo miklir hippar í okkur, að flestum kennurum virðist vera meinilla við okkur. Við sendum hér með nokkur rissblöð, sem við höfum verið að krassa á svona ósjálfrátt í tímum, en kennararnir halda að við fylgjumst ekkert með, þegar við erum að því. Við erum oft svo bráðar, að við gætum hugsað okkur að hætta, bara til að ergja þá. Við ætlum að biðja ykkur að reyna að sálgreina okk- ur með því að ráða fram úr krassinu. Og segið okk- ur hreinskilnislega frá því, sem út kemur. Við vitum, að þetta er ferleg þvæla en svona er þetta nú samt. Við erum eitthvað andlega krumpaðar. Þökkum allt gott og illt efni blaðsins. Kærar þakkir. Gógó og Gígí. Við þökkum kærlega þessi athyglisverðu riss- blöð. Áður en kemur að sálgreiningunni, getum við huggað ykkur með því, að þið eruð ekki einu ungling- arnir í heiminum, sem eru í andstöðu við umhverfi sitt. Þið þurfið ekki að

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.