Vikan


Vikan - 21.11.1968, Síða 7

Vikan - 21.11.1968, Síða 7
r BROTIN EGG OG BARNSFÆÐING Kæra Vika! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi í nótt: Ég er að tína egg uppi í fjalli. Allt í einu finn ég heila hrúgu af eggjum bak við stein. Nágranni minn, sem ég hef aldrei talað við, kemur til mín. Hann er líka að tína. Hann segir við mig: „Nei, ert þú hér!“ Síðan heilsar hann mér með handabandi og virðist vera mjög ánægður. Við förum niður af fjallinu með eggin. Á leiðinni stanzar hann skyndilega, virðir fyrir sér eggin okk- ar og segir önugur: „Þau eru öll brotin og ónýt!“ Við nánari athugun kem- ur í ljós, að það er blóð innan í eggjunum. Þá finnst mér næst ég sitji á stól. Eg á von á barni og er að byrja að fá léttasóttina. Það er búið að hringja á sjúkrabíl, sem á að aka mér upp á fæð- ingardeild. Þá kemur í ljós, að það er komið blóð á stólinn, sem ég sit í. ÍSg stend upp og fer á salern- ið. í sama bili kemur sjúkrabíllinn. Kg er lögð á sjúkrabörurnar og borin inn í bílinn. Um leið og bílstjórinn lokar hurðinni, segir hann: „Við tökum á móti þessu á leiðinni í bílnum.“ Lengri varð draumurinn ekki. Eg vil taka fram, að ég er gift og á tvö börn. Eg þakka fyrirfram fyr- ir ráðninguna. Virðingarfyllst, H. V. Þetta var einkennilegur draumur. Hann skiptist al- veg í tvo hluta, og það er ekkert samhengi á milli þeirra, nema hvað egg og barnsfæðing eru að sjálf- sögðu skyld fyrirbæri. Brotin egg geta táknað mannorðsspjöll eða svik, og þegar gifta konu dreym- ir barnsfæðingu er það fyrir góðu. Þetta eru þau liöfuðatriði, sem við byggj- um á, þegar við ráðum drauminn. Og ráðningin er á þessa leið: Þú berð kala til einhvers, sem er þér ekki mjög nákominnn. Hann hefur haft þig fyrir rangri sök. Þú ert bæði sár og móðguð út af þessu og þér er skapi næst að segja honum ærlega til synd- anna og gera mikið veður út af þessu. En það skaltu ekki gera. Þú skalt heldur doka við og bíða átekta, því að misskilningurinn leiðréttist og málalokin verða þér til sóma. OFARIR UPPI Á JÖKLI Kæri draumspekingur! Mig dreymir næstum á hverri nóttu. Þegar ég er að drekka morgunkaffið, er ég oft undrandi yfir þeirri endaleysu, sem mig hefur dreymt. Stundum dreymir mig fyrir daglát- um, en það er ekki oft. Um daginn dreymdi mig draum, sem hefur orðið mér minnisstæðari en aðr- ir. Þess vegna langar mig til þess að leggja hann undir dóm þinn. Eg stend aleinn uppi á jökli. Það ríkir algjör kyrrð, sem hefur góð áhrif á mig. Ég sé hvíta snjó- breiðu svo langt sem aug- að eygir. É'g er mjög ánægður yfir hlutskipti mínu og segi við sjálfan mig: „En sá dýrðar friður og kyrrð! Guði sé lof, að ég er hér einn. Nú líður mér vel.“ En þá heyri ég raddir í kringum mig; mannamál, skarkala, umferðarnið og bílflaut, eins og ég sé staddur á fjölfarinni götu í stórborg. Fólk þyrpist í kringum mig, hreytir í mig ónotum og hrindir mér til og frá. Ég heyri að einn segir: „Hvað heldur þessi mað- ur, að hann sé? Skyldi hann ímynda sér, að hann sé einn í heiminum?" Þá hrópar annar: „Þetta er ekki karlmað- ur! Þetta er kvenmaður! Þetta er hún Guðrún!“ Framhald á bls. 43 ------------------------------------------------------- . 10 SPENNANDI OG SKEMMTSLEGAR SAKAMÁLASÖGUR Alfred Hitchcock er löngu orðinn heimsfrægur fyrir kvik- myndir sínar, sjónvarpsþætti, sögusafn og margt fleira. Allt sem frá hans hendi kemur hefur sömu eiginleika til að bera: f því er fólgin hroll- vekjandi spenna með skoplegu ívafi. — Hit- chcock fæddist í Lond- on 13. ágúst 1899. Hann var við nám í verk- fræði, þegar honum bauðst vinna við kvik- myndir og lagði þá námið þegar í stað á hilluna. Hann nam leik- stjórn á örskömmum tíma og var fyrr en varði kominn í hóp áhrifamestu leikstjóra. Kvikmyndir og sjón- varpsþættir Hitchcocks skipta hundruðum og mánaðarlega gefur hann út í geysistóru upplagi smásagnasafnið Hitchcocks Mystery Magazine. Sög- urnar í þessu safni eru allar valdar úr því. Þær eru gæddar beztu kostum Hitchcocks, í senn spennandi og skemmtilegar, þannig að ógerningur er að slíta sig frá þeim fyrr en þær eru á enda. Fæst á næsta sölustað. HILMIR H.F. SKIPHOLTI 33 PÓSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK V_______________________________________S [p[l QJ)<S [ICDTS MED PEUGEOT UM LAND ALII L , .’SEKÍSk gsSÍ55=Í sterkbyggdir sparneytnir háir frá vegi frábærir aksturshæfíleikar odýrastir sambærilegra bila HAFDAFELLHF. BRAUTARHOLTI 22 SÍMAR-. 23511*34560 46. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.