Vikan


Vikan - 21.11.1968, Side 9

Vikan - 21.11.1968, Side 9
FYRIR ALLMÖRG- UM ÁRUM BIRTIST í BLAÐINU SUÐURLAND PALLA- DÓMAR UM ALÞINGISMENN EFT- IR LÚPUS. ÞESSIR ÞÆTTIR VÖKTU MIKLA ATHYGLI OG VORU SÍÐAR GEFNIR ÚT í SÉRSTAKRI BÖK. NÚ ERU NÝIR MENN Á ALÞINGI OG AÐEINS FÁ- IR ÞEIRRA, SEM LÚPUS SKRIFAÐI UM HÉR ÁÐUR FYRR, SITJA ENN Á ÞINGI. LÚPUS HEFUR FALLIZT Á AÐ SKRIFA NÝJA PALLADÖMA UM ALÞINGISMENN FYRIR V SKUNA, OG HÉR BIRTIST SÁ FYRSTI. FORSETI SAMEINAÐS ÞINGS RÍÐUR Á VAÐIÐ, EN SÍÐ- AN VERÐA ÞINGMENN TEKN- IR FYRIR í RÉTTRI STAF- RÓFSRÖÐ muna kréppuna og atvinnuleysið fyrir seinni heimsstyrjöld- ina, uppgrip Islendinga ófriðarárin og margvíslegar fram- kvæmdir, en einnig sveiflurnar í efnahagsmálum okkar og atvinnulífi síðan. Og Birgir er svo jafnvægur, að hann gætir hófs, hvernig sem árar. Tildur borgarastéttarinnar er honum hégómi, ]ió að hann temji sér iðulega siði hennar í athöfnum og framgöngu. Hann lítur á sig sem fulltrúa vinnandi fólks á sjó og í landi og gleymir því ekki, þó að sparifötin fari honum vel. Birgir er ekki í hópi snjöllustu málsvara Alþýðuflokksins í ræðu eða riti. Hann er raunar áheyrilegur, en hæglátur og kurteis. Hins vegar skiptir hann varla skapi, þó að háreysti verði í fundarsal, en túlkar skoðanir sínar af raunsæi og al- vöru og fær áheyrendur gjarna til að hlusta á rök sín. Hann vekur fremur til umhugsunar en hrifningar. Fólk skilur og metur þennan drenglynda og hógværa mann, ef það gefur honum gætur. Birgir Finnsson á aftur á móti erfitt með að sýna þann leikaraskap, sem oft. er harla nauðsynlegur í íslenzkri stjórn- málabaráttu. Maðurinn er einrænn. Hann réttir hvorki fram höndina með kvikmyndabros á vör né kemur viðmælendum að óvörum með glæsilegri tilgerð. Honum lætur ekki að látast. Þess vegna dettur honum aldrei í hug að taka hús á Vest- firðingum til að biðja þá að kjósa sig á þing. Birgir ])okast hægt til áhrifa og mannvirðinga og fer á mis við spennta lýðhylli. Þó munar um hann, og vinir hans hafa mætur á honum, en andstæðingar og keppinautar viðurkenna fúslega hæfileika hans og mannkosti. Slíkir fulltrúar eru farsælir litlum flokki, þó að lítið beri á þeim í hávaðasömu fjölmenni. Birgir gerir aldrei u]>preisn. T-Iann er eins og snotur skúta á lygnu vatni og bjargar sér í var, ef sjólagið versnar. Sigl- ingin er ekki mikil, en þekkileg tilsýndar, og aflavonin mun sízt minni en um borð i hraðskreiðari og reistari farkosti. Birgir Finnsson er prýðilega greindur og menntur og horf- ist einarðlega í augu við hvern, sem er. Þess gætir í sam- skiptum hans við foringja Alþýðuflokksins. Birgir þorir að vera þeim ósammála, ef honum býður svo við að horfa, og getur þá verið þungur á bárunni í andófinu, þó að hanu hafi engin læti í frannni. Hann veit löngum lmg kjósenda sinna vestur á fjörðum, enda þótt hann vanræki um of per- sónuleg kynui af þeim og geri ekki víðreist um kjördæmið nema fyrir kosningar. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins ætla hann sér nytsaman í stjórnarsamvinnunni, en Vestfjarðagoðinn gæti komið ]>eim á óvart. Birgi þykir ekki svo vænt um forseta- stólinn, að hann sitja þar deginum lengur en honum finnst við hæfi. Sennilega verður hann fyrri lil en Eggert, Emil og Gylfi að taka af skarið, þegar Alþýðuflokkurinn þreytist á samfylgdinni við Bjarna Benediktsson og félaga hans. Stað- festan má sín drjúgum meira en hégómagirnin í fari Birgis Finnssonar. Hitt er annað mál, að Birgir lætur aldrei glepjast af komm- únistum og þeirra líkum. Hann er lýðræðissinnaður jafnaðar- maður og fyrirlítur pólitíska spákaupmennsku. Honum mun því óljúft að hyggja á vinfengi við Hannibal Valdimarsson, þó að hann slöngvist lir Alþýðubandalaginu. Birgir Finnsson hefur fengið nóg af þeim vígahnetti. Þó er hann sáttfúsari en flestir samherjar hans, en lætur sér víti að varnaði verða og lærir af fenginni revnslu. Hann veltist hvorki til hægri né vinstri, en reynist fastur í þeim sessi, sem hann hreppti af tilviljun. Birgir er orðinn sá Vestfirðingur, að hann þekkir mætavel snöggar veðrabreytingar. Birgir Finnsson unir vel forsetaembættinu á alþingi, en samt var fljótræði af honum að þiggja hnossið. Birgir væri kannski ráðherra, ef hann hefði séð fyrir örlög Guðmundar t. Guðnumdssonar og beðið átekta. Maðurinn er farsæll, en ekki eins heppinn og Eggert G. Þorsteinsson, sem á helzt sigurs von, ef hann virðist hafa tapað. Lúpus. 46. tbi. vikAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.