Vikan


Vikan - 21.11.1968, Side 12

Vikan - 21.11.1968, Side 12
hrókur á mótí bragdi SAKAMÁLASAGA EFTIR GIL ÚR SAFNI ALFREDS HITCHCOCKS EINKARÉTTUR: VIKAN Lili Southern var fríð sýnum og fönguleg. Það fór vart hjá því, að karlmenn gengu framhjá henni, án þess að horfa á eftir henni og flauta. A1 Walters gerði sér ekki ljóst, hvernig á því stóð, að svona þekkilegur kvenmaður, sem auk þess hafði góð sambönd, sneri sér til hans. Hann vissi, að hún var í slagtogi með náungum, sem voru stórtækir og ómökuðu sig ekki fyrir neina smámuni. Sjálfur var hann lítill karl í sam- anburði við þá. Hann vissi, að sú sem hún hafði síðast verið með var nú á bak við lás og slá, sakaður um rán, morð og sitt- hvað fleira. Kannski var skýring- in fólgin í því. í hvert skipti sem A1 Walters hugsaði um fjármál sín, varð hann gramur og leiður. Honum hafði aldrei tekizt að verða al- mennilega loðinn um lófana, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess. Lili hlaut að vera kunnugt um það. Hún hafði látið í ljós aðdá- un á honum og gefið í skyn aftur og aftur, að hún bæri mikla virð- ingu fyrir honum. Ekki gat það verið peninganna vegna. En ná- unginn, sem hún hafði verið með til skamms tíma, Brent Morgan, sat nú í fangelsi og ólíklegt að hann slyppi þaðan út í bráð. Kannski yrði hann að dúsa bak við rimlana upp á lífstíð. Það ætti þess vegna að vera óhætt að láta sjá sig með Lili fyrst um sinn að minnsta kosti. — Mér geðjast vel að fortíð þinni, sagði Lili. — Ég fæ gæsa- hús í hvert skipti sem ég hugsa til þess, að þú ert fyrrverandi loftfimleikamaður og hefur klifr- að og hangið í köðlum. Það hlýt- ur að þurfa mikið hugrekki til að geta gert slíkt. — Það er nú orðið langt síðan ég gerði þetta, sagði Al. Þau sátu heima hjá henni, hlustuðu á útvarp, fengu sér í glas og létu fara vel um sig á sófanum. — Heldurðu að þú getir gert þetta enn, spurði hún. — Gert hvað? — Hangið í köðlum og svoleið- is, eins og þú gerðir í gamla daga, þegar þú varst loftfimleika- maður í sirkus. — Það er á þér að heyra, að ég hafi unnið einhver gífurleg þrekvirki. — Það hlýtur að vera fjarska erfitt og tvísýnt og spennandi. Heldurðu, að þú gætir gert þetta enn? — Ég þyrfti að minnsta kosti ekki langan tíma til að rifja það upp. En ég vona, að ég þurfi ekki á því að halda. Ég varð fyrir óhappi og slasaðist. Þess vegna hætti ég. Og svo er ég orðinn eldri núna en ég var þá. — Skiptir það nokkru máli? Hann leit snöggt til hennar. Það var eins og hann hefði talað af sér. — Nei, auðvitað er ég ekki svo mikið eldr’i, sagði hann. Ég hef enn krafta í kögglum. Þú skalt ekki hafa áhyggjur af því. — Mér finnst svo skrítið, að ég skuli sitja hérna við hliðina á þér, og þú, sem hefur hangið á köðlum í loftinu í margra metra hæð. Mér finnst það æðislega spennandi. — Ég var líka kúreki í sirk- usnum, og sérgrein mín var að snara.... Lili saup á glasi sínu og leit yfir glasbarminn til Als. Augu hennar voru brún og barnsleg og full af fyrirheitum. Honum þótti gott að hún skyldi dást að honum. En hann gerði sér ljóst, að það mundi verða honum dýrt að vera með slíkri konu. Og hann sem átti varla grænan eyri. Honum var ljóst, að hún mundi strax segja honum að fara norður og niður, nema því aðeins að honum tækist að telja henni trú um, að hann ætti miklu meiri peninga, en hann hafði nokkurn tíma þorað að láta sig dreyma um að eignast. — Brent var góður á sinn hátt, sagði hún. — En hann var loft- hræddur og hefði aldrei þorað að sveifla sér í köðlum. — Það var náið samband á milli ykkar, var það ekki? — Jú. En nú er því lokið. Nú vil ég miklu heldur hugsa um þig en hann. — En þið voruð saman, var það ekki? — Við vorum að minnsta kosti trúnaðarvinir. Ég veit sitt af hverju um hann .... — Hvað veiztu? — Heilmikið. — Brent Morgan var stórtæk- ur og áræðinn, sagði Al. — Hann var mikilmenni á sínu sviði, enda þótt hann sitji nú í fangelsi. — Hann er búinn að vera, sagði hún. — Hann fær að dúsa í fangelsi það sem eftir er æv- innar. A1 var sannfærður um, að hún byggi yfir leyndarmálum, sem hann fengi aldrei að vita um. Brent hafði kunnað sitt fag, en það það var hins vegar ekki hægt að segja um Al. — Ég þarf að segja þér dálítið, sagði Lili. — Og ég held, að nú sé einmitt rétti tíminn til að gera það. Ég gat ekki sagt þér þetta strax. Ég varð að bíða með það dálítinn tíma. A1 setti glasið á sófaborðið og horfði á Lili fullur eftirvænt- ingar og forvitni. — Það er svolítið í sambandi við Brent og mig, sagði hún. — Svolítið, sem ég er viss um, að þú hefur mikinn áhuga á. — Jæja, hvað er það? — Ég veit vel, að þú ert illa staddur fjárhagslega. Ég sé það í augunum á þér. Við þörfnumst bæði mikilla peninga, og ég veit hvernig á að útvega þá. A1 þagði. Hann var leiður yfir því, að hún skyldi vita um fjár- hagsvandræði hans. — Ég veit hvar þeir eru og hvernig á að ná í þá, endurtók Lili. — Og þú átt að hjálpa mér við það. — Jæja, sagði A1 og botnaði hvorki upp né niður í því sem hún var að segja. — Þú skalt fá þér aftur í glas- ið. Þú munt þarfnast þess, sagði hún, stóð á fætur og gekk yfir að barnum. A1 horfði á eftir henni og sá, hvernig hún dillaði mjöðmunum. Hann velti því fyrir sér, hvað hún hefði í hyggju. Hún kom aftur með glasið, setti það á borðið fyrir framan hann og settist síðan fast upp að honum. 12 VTKAN 46 tbI

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.