Vikan


Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 16

Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 16
/ —------N Hann flýöi til Buenos Aires, fékk atvinnu viö símavörzlu, en græddi fljótlega fyrstu milljón- ina. Og hélt svo kapphlaupinu áfram til mill- jarðanna .... Hér er sagt frá viðskiptum hans við Lars Christensen og Anders Jahre, vin- skap hans við Gretu Garbo, hjónabandi hans og Tinu Livanos. Hún var sautján ára, — hann fertugur.... Aristoteles Socrates Onassis var aðeins tuttugu og þriggja ára, þegar hann var búinn að græða fyrstu milljónina á tóbaksinn- flutningi frá Grikklandi til Ar- gentínu. Nú blasti lífið við hon- um, og dugnaður hans og kná- sækni var svo mikil að ekkert virtist geta stöðvað hann í kapp- hlaupinu upp á tindinn. Onassis hafði alltaf haft mikla ást á hafinu, og hann dreymdi um það, frckar öllu öðru, að eignast skip. Það var heldur al- drei langt á milli draums og veruleika hjá honum. Hann fór að líta í kringum sig eftir notuðum eða gömlum skip- um. Vegna tóbaksinnflutnings- ins þurfti hann að vera stöðugt á ferðinni milli Evrópu og Suð- ur-Ameríku, og hann kynnti sér alþjóðlegar siglingar, hvar rem hann kom. í Englandi heyrði hann getið um skip þeirrar tegundar, sem hann hafði áhuga á, væru til sölu í Kanada. Hann fór því til Montreal, þar sem það kom í Ijós að sex tíu þúsund tonna skip voru til sölu, fyrir sama verð og brotajárn. Hann bauð strax 20.000 dollara í hvert skip, aðeins fjórða hluta af því verði sem krafizt var, ef þau væru seld hvert fyr- ir sig, og það endaði með því að hann fékk öll skipin. Aristoteles Onassis var þar með orðinn skipaeigandi. Þótt hann væri byrjandi í þess- ari grein, var hann ekki lengi 16 VIKAN 46- »i. að komast að því að hyggindi og reynsla voru ekki einhlít; það þurfti líka heppni fjárhættuspil- ara og baráttukjark. Þetta átti vei við hann, og hann var fljótur að nota sér breytingar á farm- gjöldum, enda valt allur ágóði hans á því. Orðin „Grikki“ og „skipaeig- andi“ eru oft nefnd saman, og þetta átti eftir að verða blandin ánægja fyrir Onassis. Grísku sk'paeigendurnir áttu erfiða daga. Onassis komst fljótt að því að grísku skipin voru gamaldags og útgerð þeirra ekki síður. Gríski verzlunarflotinn jókst að stærð en ekki að gæðum, og á þriðja tug aldarinnar voru nær eingöngu gömul og léleg skip gerð út frá Grikklandi. Þegar Onassis byrjaði á skipa- útgerð, var það mjög venjulegt að skipaeigendur í Skandinaviu borguðu aðeins 10% af skips- verðinu, við afhendingu nýs skips og afganginn með afborgunum til tíu ára. En í Grikklandi var ekki hægt að fá þau kjör, ef keypt voru gömul og léleg skip, og um annað var ekki að ræða, þá urðu Grikkir að greiða helm- 'nginn strax og hitt á fjórum árum. En Aristoteles fékk ekki einu sinni þá aðstoð. Hann varð að greiða 120.000 dollara úr eigin vasa í Kanada. — Eg fékk enga hjálp, sagði hann síðar, hreyk- inn, en dálítið gramur. — Ég tók ekki eitt sent að láni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.