Vikan - 21.11.1968, Side 19
If lUlMVEIIT: TRIX
Þetta er hljómsveitin Trix, sem þegar er orðin þekkt og vinsæl hjá ungu
fólki í Reykjavík og víðar. Trix var ein af fjölmörgum unglingahljómsveit-
um, sem komu fram í Húsafellsskógi um siðustu verzlunarmannahelgi. Hlutu
þeir félagarnir þar annað sæti í keppni um titilinn „Táningahljómsveitin
1968“. Þeir heita, frá vinstri talið: Árni Vilhjálmsson (trymbill), Guðjón
Sigurðsson (bassaleikari), Þorsteinn Þorsteinsson (söngvari) og Stefán Antlr-
ésson og Ragnar Gislason, gítarleikarar. Hljómsveitin Trix liefur einkum
leikið í Búðinni, og hefur ekki borið á öðru að sögn en að þar hafi ríkt
ánægja með þessa ungu músikanta, sem nú eru að hasla sér völl.
vilji ekki vinna heiðarleg störf.
En ég hef sýslað við sitt af hverju
um dagana: Ég hef verið aðstoð-
armaður rafvirkja, sölumaður
fyrir neonljós, sjóari, barþjónn,
vörubílstjóri, kranabílstjóri, og
símamaður o.fl. o.fl.
Don Partridge var þekkt fígúra
i London og víðs vegar í Bret-
landi löngu áður en fyrsta hljóm-
plata hans með laginu Rosy
komst á vinsældalistann. Hann
var vanur að vera á kreiki í
námunda við biðraðir í vestur-
hluta borgarinnar. Þar söng
hann lögin sín og hafði á bak-
inu stóra og umfangsmikla
trumbu, munnhörpu i umgerð
um hálsinn líkt og Bob Dylan og
gítarinn í ól um axlirnar. Fyrir
framan hann var samskotabauk-
ur. Annað veifið köstuðu vegfar-
endur skildingi í baukinn, og
þannig græddi Don nokkur pund
að degi hverjum.
— Dag nokkurn varð ég
þreyttur á öllu þessu. Ég tók
saman pjönkur mínar og fór með
lest til Richmond (járnbrautar-
stöð neðanjarðar í útjaðri Lond
on). Á fjörutíu mínútum gerðist
eftirfarandi: Brautarvörður
skammaði mig; kerling ein glápti
á mig lengri tíma og sagði svo,
að þetta unga fólk ætti að fá sér
heiðarlega vinnu; ég græddi um
hundrað krónur og fékk aukið
álit á starfi götusöngvara.
— Ég reiknaði út, að um
hundrað krónur á fjörutíu mín-
útum væri sama og eitt pund á
klukkustund. Og það var meira
en ég hafði unnið mér inn á
nokkrum þeirra 13 starfa sem ég
hafði haft síðustu tvö árin. Þess
vegna ákvað ég að gerast götu-
söngvari.
í 5 ár söng Don Partridge lög-
in sín. Hann ferðaðist um Eng-
land þvert og endilangt, fór
stöku sinnum í heimsókn til
meginlandsins m. a. til Svíþjóðar.
— Ég græddi 25 kr. sænskar
200 kr. ísl.) á tíu mínútum, þeg-
ar ég söng á Sergelstorgi í Stokk-
hólmi, segir Don. En svo kom
lögreglan. Hefði ég fengið að
vera óáreittur á torginu, hefði ég
að öllum líkindum slegið öll met.
Lögreglan kom til skjalanna í
Stokkhólmi, og lögreglan hefur
tekið Don Partridge í nær öllum
höfuðborgum Evrópulandanna.
— Ég hef séð flestar lögreglu-
stöðvar að innan, og ég hef sof-
ið margar fagrar nætur í fanga-
klefum. En hvaða máli skiptir
það. Það er betra að gista hjá
löggunni en í skítugu, gömlu
hóteli. Auk þess býður löggan
upp á morgunverð.
En Don á fleiri minningar
tengdar við Svíþjóð en lögreglu-
þjóna og Sergelstorg. Eitt sinn,
er hann var á ferð í Stokkhólmi,
hitti hann stúlku, sem nú býr
með honura í Englandi. Saman
eiga þau eitt barn, en Don vill
sem minnst tala um Mónu, en
svo heitir stúlkan.
— Ég vil halda henni fyrir ut-
an allt þetta. Hún er hluti af
einkalífi mínu.
Það var fyrir einu og hálfu
ári, að tilveran tók á sig aðra
mynd hjá götusöngvara nr. 16 í
Samtökum farand- og götusöngv-
ara. Don Partridge fékk tæki-
færi til að syngja og leika inn á
Framhald á bls. 43
Nú er citt ár liðið frá því
Don Partridge söng á göt-
unum við bið'raðirnar í
West-End.
V_________________________________>
46. tw. VIKAN 19