Vikan


Vikan - 21.11.1968, Qupperneq 49

Vikan - 21.11.1968, Qupperneq 49
þessi hraði grípur um sig, verður það til þess að fólkið flyzt úr borginni, hugsaði Soames. Hvaða áhrif kæmi það til með að hafa á allar fasteignir föður hans í borginni? Vagninn ók upp að húsinu vð Robin Hill, og þegar Soames fylgdi stofustúlkunni eftir hugsaði hann með sér, að ef til vill v;?ru syst- urnar heima, og það myndi taka broddin af því samtali við föður þeirra, sem hann átti fyrir hendi. Hann ýtti þungu tjöldunum til hliðar, og það fyrsta sem hann sá, voru þau Irene og Jo. Þau stóðu saman, hann var með hend- urnar á öxlum hennar, eins og hann ætlaði að þrýsta henni að sér. Soames fannst að Jo liti þannig út eins og hann hefði verið að biðja konunnar sem hann elskaði. Blóðið þaut upp í kinnar Soames, og hann gleymdi hinum góða ásetningi sínum að tala skynsamlega við Jo. — En sú dásamlega sjón, hvæsti hann reiðilega. — Hvað getið þið sagt ykkur til máls- bóta? Jo lét hendurnar falla niður með hliðum sér og sneri sér snöggt að Soames. — Þú hefur glatað rétti þínum til að spyrja, eftir þau tilskrif sem við Irene höfum fengið í dag, sagði hann, brosandi. — Ég hélt að þú værir ánægður yfir því að verða frjáls maður, eða er það ekki? — Svo þú hélzt það! öskraði Soames. —- Ég er kominn hingað til að segja þér, að ef þið sverjið ekki hátt og hátíðlega að hittast aldr- ei framar, þá skal ég sjá um slíkt hneyksli við réttarhöldin, að þið bíðið þess aldrei bætur, ekki svo lengi sem þið lifið! Hvorugt þeirra svaraði. Soames fannst jafnvel svipur þeirra vera háðslegur. — Ætlið þið að sverja? sagði Soames og var að springa af reiði. — Ekki það? Þið eruð þá sek? — Já, við erum sek, sagði Irene, með rólegri, fjarrænni rödd, sem svo oft hafði gert honum gramt í geði áður. Soames sneri sér, ofsareiður, að Jo. — Forráðamaður, sem helgar sjálfum sér það sem honum er trúað fyrir! Ómenni, sem stelur eiginkonu frænda síns! — Kallaðu mig hvað sem þig lystir. Þú hefur tekið þína afstöðu, við okkar. Og farðu svo. Komdu þér út úr húsi mínu! Það er nokkurn veginn öruggt, að ef Soames hefði haft skamm- byssu í vasanum, hefði hann hiklaust notað hana. — Þú skalt fá að borga fyrir þetta, öskraði hann. — Það vil ég líka mjög gjarnan gera. .. . Þessi orð hittu í mark. Hann sendi Irenu angurvært augnatillit. Þetta yrði líklega í síðasta sinn, sem hann liti hana augum.... Svo sneri hann sér skyndilega á hæl, þaut gegnum forsalinn og út í bílinn, sem beið hans. Það varð grafarþögn, þegar Soames var farinn. Loksins sagði Jo: — Þakka þér fyrir lygina, Irene. Komdu, við skulum fá okkur ferskt loft. Mér finnst andrúmsloftið ekki vel gott hérna.___ Þau gengu hljóð meðfram ferskjutrjánum við múrvegginn. Ilmur- inn var dásamlegur, eftir óveðrið. Svölurnar flugu fram og aftur og léku listir sínar á fluginu. Þetta var allt svo einstaklega frið- sælt og róandi, eftir það sem á undan var gengið. Jo hugsaði um Irenu, meðan hún gekk þarna við hlið hans. Ég rek ekki eftir henni, hugsaði hann, látum hana sjálfa ráða gerðum sínum. Hreiður mitt á að vera henni skjól, ekki fangelsi. Hann vissi að hún var sú fegurð sem beið hans bak við draumatjaldið. Var stundin nú komin að hann gæti lyft þessu tjaldi drauma sinna, og fengi að njóta hennar sem hann þráði? Við miðdegisverðarborðið töluðu þau um það hvernig þau ættu að haga gerðum sínum. Irene varð að snúa aftur til hótelsins um kvöldið, en næsta dag ætluðu þau að fara til borgarinnar og tala við lögfræðing Jos. Þau ætluðu ekki að gera nokkra tilraun til að stöðva réttarhöldin. Jo var fús til að greiða hvað sem var, ef hægt væri að létta ok- inu af Irenu, okinu, sem hún hafði liðið fyrir svo lengi. Og svo, í útlöndum skyldi sú lygi, sem hún bar fyrir Soames, verða að sann- leika. Jo leit á Irenu, og við tilbeiðsluna í augnaráði hans, varð hún dauðleg manneskja, með sínar eigin þrár. Honum fannst sem sálir þeirra kvenna, sem gamlir meistarar málaralistarinnar náðu að festa á léreft, væru búnar að taka bólfestu í andliti Irenu, vörum hennar og augum. Þau sátu lengi á veröndinni, töluðu fátt, þar til Jo sagði: — Þú hlýtur að vera þreytt, ég skal kalla á stúlkuna og biðja um kápuna þína. Þegar stúlkan kom, rétti hún honum símskeyti. Þar stóð: Jolyon Forsyte, Robin Hill. Sonur yöar fékk hœgt andlát 20. júlí. Innileg hluttekning. Skeytið var undirskrifað af einhverjum óþekktum manni. Jo missti skeytið á gólfið, sneri sér snöggt við og stóð grafkyrr. Þetta hafði verið fyrsti dagurinn, síðan Jolly veiktist, sem hann hafði I þessari bók opinberar Juliette Benzoni einn einu sinni fágæta hæfileika sína til að segja sögu. Lýsingar henn- er eru myndrænar og ljósar og baksviðið er hið glæsta Frakkland fimmtándu aldar. Hröð og spennandi at- burðarásin gerir þessa sögu að sjálfstæðu, örlagaþrungnu verki, sem stendur fyllilega jafnfætis öðrum bókum hennar um sömu sögupersónu, Catherine. I fyrra kom út fyrsta bók höfundar ú íslenzku um Catherine er hét „Sú ást brennur heitast“, og fékk mjög góðar viðtökur lesenda. Fæst hjá næsta bóksala HILMIR H.F. SKIPHOLTI 33 PÖSTHÓLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVlK V____________________________________ 46-tbl' VIKAN 49

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.