Vikan - 21.11.1968, Page 50
ekki stöðugt verið í huga hans, allan daginn. Hann ráfaði út að
glugganum, studdi sig við gamlan skrifborðsstól og hné niður á stól-
bi ikina. Þar sat hann álútur og starði út i tunglskinsbjarta nóttina.
Jolly hafði liðið burt, eins og kertaljós, sem slokknar — aleinn, —■
langt í burtu frá heimili sínu og þeim sem elskuðu hann. Drengur-
inn hans, sem alltaf hafði verið svo ljúfur og góður, frá því hann
var smábarn. Aðeins tvítugur. Ég þekkti hann ekki í raun og
veru, hvíslaði Jo örvæntingarfullur. -Og hann þekkti mig ekki
heldur, en við elskuðum hvorn annan.
Tunglið var að smokra sér bak við eikartréð, — eikartréð, sem
sonur hans hafði haft svo miklar mætur á; - einu sinni hafði hann
dottið ofan úr trénu og meitt sig töluvert, en ekki fellt eitt einasta
tár.
Dyrnar opnuðust og Jo sá Irenu koma inn. Hún tók skeytið upp
af gólfinu og las það. Svo lagðist hún á kné við hlið hans og hann
þröngvaði sjálfum sér til að brosa til hennar. Svo lyfti hún örm-
unum og hallaði höfði hans að öxl sinni. Ilmurinn og ylurinn frá
líkama hennar sveipaðist um hann, og nærvera hennar fyllti alla
skynjun hans.. . .
Tilkynningunni um að hinn ungi Jolly Forsyte hefði látizt í Suð-
ur-Afríku var tekið frekar deyfðarlega innan fjölskyldunnar. Hann
hafði andazt á sóttarsæng, en ekki á vígvellinum. Hann hafði bug-
azt af sjúkdómi, sem geisaði meðal óbreyttu hermannanna. Jolyon
Forsyte, sá fimmti með því nafni í beinan karllegg.
Hvaðan orðrómurinn um það að bráðlega myndi eitthvað ógn-
vænlegt ske, var kominn, vissi enginn, sízt af öllum Soames, sem
alltaf var þögull sem gröfin um málefni sín. En þegar hann kom í
venjulega sunnudagsheimsókn til Timothys frænda síns og systra
hans, þá var hann ekki lengi að finna að eitthvað lá í loftinu. Auð-
vitað var ekki spurt um neitt, meðan hann var viðstaddur, og hann
flýtti sér að kveðja gamla fólkið, og brosti háðslega, þegar hann fór.
Dag eftir dag hafði hann unnið að því að gera upp lögfræðinga-
fyrirtæki sitt. Hann gat ekki staðið augliti til auglits við það fólk,
sem hafði litið upp til hans og virt hann sem skarpgáfaðan lögfræð-
ing og hygginn ráðgjafa, eftir þetta. Nei, það gat hann ekki Hann
ætlaði að draga sig í hlé, lifa af eignum sínum, kaupa og selja mál-
verk, já, og skapa sjálfum sér nafn, sem málari. Fyrirtæki hans
var sameinað öðru, og hét nú Cuthcott Kingson & Forsyte. King-
son átti að stjórna þessu nýja fyrirtæki, Soames ætlaði að vera
óvirkur hluthafi. Og það voru ekki smáupphæðir sem hann fékk
fyrir að ljá fyrirtækinu nafn sitt og viðskiptavini.
Winifred systir hans var honum til mikillar huggunar á þessum
erfiðu tímum. Daginn áður en skilnaðarmálið átti að fara fyrir rétt,
kom hann að henni, þar sem hún sat með bréf í höndunum.
— Er þetta frá Val? spurði Soames og það kenndi hræðslu í rödd
hans. — Hvað er að frétta af honum?
— Hann er kvæntur, sagði Winifred.
— Hvað ertu að segja? Hverri?
Winfred leit upp úr bréfinu. — Holly Forsyte, dóttur Jos. Ég
hafði ekki hugmynd um að hann þekkti hana. Það er ekki heppi-
legt, finnst þér það?
— Ekki heppilegt? Kannski ekki. En þau fá ekki að vita neitt
um það sem skeður í fjölskyldunni fyrr en þau koma heim. Og ef
því er að skipta, geta þau alveg eins búið í Suður-Afríku eftir
stríðið. Jo lætur Holly örugglega hafa þá peninga sem hún þarfn-
ast.
— Já, en mig langar svo til að Val komi heim, sagði Winifred,
döpur í bragði. — Ég sakna hans svo mikið. Hann er mér svo
mikil huggun, þegar allt er á afturfótunum. Viltu að ég komi með
þér í réttinn á morgun, Soames?
Hann greip hönd hennar og þrýsti hana, og kom þá upp um það
hve einmana hann var. Hún tók hönd hans í báðar sínar og sagði
hughreystandi: Taktu þessu rólega, vinur minn. Þú munt finna
til léttis, þegar þetta er afstaðið.
— Ég skil ekki hvers ég á að gjalda, sagði Soames í kvörtunar-
róm. — Ég hef aldrei skilið það. Það hefur allt verið svo öfugt og
snúið fyrir mér. Mér þótti svo innilega vænt um Irenu. ... Mér
hefur alltaf þótt vænt um hana. .
Framhald í næsta blaði.
' N
L.eikfang! fyrir alla fjöiskylduna
50 VIKAN 4fi-tbl'