Vikan


Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 3

Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 3
3. tölublað - 15. janúar 1970 - 32. árgangur VIKAN í NÆSTU VIKU Vikan hefur áSur birt greinar um kunna landkönnuði eins og Livingstone, Stanley og fleiri. í þessum sama flokki verður í næsta blaði fjallað um mesta flugafrek allra tíma, afrek, sem jafnað er við tunglför Bandaríkjanna á síðasta ári. Hér er vitanlega átt við hina frækilegu ferð Lindberghs yfir Atlantshafið. „ÞaS kom ekki oft fyrir, að furstinn keypti eitt eintak af nokkrum hlut. Af Rolls Royce-bifreiðum keypti hann jafnvel stundum hálfa tylft í einu. Þetta var Ktill maður og gildvaxinn, úteygur og augun brún, en fingurnir stuttir og gildir". Þannig hefst smásaga næsta blaðs, sem nefnist „Furstaynjan" og er eftir T. H. White. Tékkneski langhlauparinn Emil Zatopek er einn frægasti og vinsælasti íþróttamaður allra alda. Á Olympíuleikunum í Helsingfors 1952 vann hann þrenn gull- verðlaun og varð sannkallað goð meðal þjóðar sinnar. En nú hafa stjórnarvöldin for- dæmt hann vegna andstöðu hans við innrásina í ágúst 1968. Það birtist grein um hann ( næsta blaði. í ÞESSARI VIKU Thomas Edward Lawrence, eða Arabiu-Lawrence eins og hann er oftast kallaður, er með dularfyllstu persónum þessarar aldar. Ráðgáturnar héldu áfram að hlaðast upp í kringum hann fram ( andlátið. Undir forystu hans gerðu bedúínar uppreisn, sem vafin er miklum ævintýraljóma. Við birtum grein um Arabíu-Lawrence ( næsta blaði. „Bóndi þekkti móður s(na vel. Hann vissi hversu Iffseig hún var, og að hún lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hann vissi, að hún gæti haldið út eina viku enn, hvað sem læknirinn segði . . . ." Þetta er brot úr snjallri sögu, sem við birtum ( næsta blaði. Hún er eftir sjálfan meistara smásögunnar, Maupassant. Nú hefur ÁrnagarSur veriS formlega tekinn ( notkun; húsiS, sem hýsa skal handritin okkar fornu, sem svo mikiS og oft hefur veriS um deilt. MeS því ætti að skapast önnur og betri aðstaða fyrir þá sem vilja helga sig (slenzkum fræðum. I næsta blaði segjum við ögn frá manninum, sem fyrstur gat stundað (slenzk fræði og ritstörf þeim að lútandi frá unga aldri, Jóni Grindvtkingi. .<:% • 2* ^ >.....JF' f FULLRI ALVORU ¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦iHMI OKKAR STRÍÐ Skyndilegt hrap lifskjara hérlendis sagði á margan hátt eftirminnilega til sin á síðastliSnu ári, og meira að segja hefur þvi heyrst haldið fram í fullri alvöru að hæpið sé aS telja ísland lengur til velferðarþjóðféiaga, allavega miSaS við heimsins mestu velsældarríki, þaS er aS tegja þau i Norðvestur-Evrópu og Eyjaálfu, þar sem Iýðræðiss6síaiistar hafa farið meS vSld síðustu áratugina eSa aS minnsta kosti haft mjög mikil áhrif á gang mála. Eitt af þv(, sem mest hefur stungiS ( augu f sambandi viS þetta undanhald okkcsr í baráttunni fyrir bættum lifskjörum er fólksflóttinn, sem varS meiri þetta ár en nokkrusinni síðan Ameriku- ferðírnar voru i döfinni. Samkvæmt upplýsing- um, sem forsætisráðherra gaf í áramótaávarpi s(nu til þjóðarinnar fluttu á árinu til Ástralíu um hundraS og sjötíu manns, auk nokkurra hundr- aSa til annarra landa. Lét forsætisráSherra á sér skilja aS flestir Ástraliufaranna myndu tapaSir aS fullu, en hafði von um að hinir týndust flestir heim með tíð og tima. Það skulum viS Sll vona, en hætt er þó viS að einhverjir fleiri (lendist erlendis en þeir einir, sem til Ástraliu fóru. Líklega væri ekki fjarri lagi að áætla, miðað við upplýsingar forsætisráS- herra, að að minnsta kosti tvö hundruð manns af þeim, sem landiS flýSu á því herrans ári 1969, séu þjóSinni tapaSir um aldur og ævi. Þetta eru geigvænlegri tíSindi en virst geta í fljótu bragSi. Þótt margt af þessu brottflutta fólki verði efa- laust nýtir þegnar i sínum nýju fósturlöndum, er þaS íslandi svo gott sem dautt og grafiS. A3 tiltölu viS fólksf jSlda er því manntjónið, sem viS höfum á þennan hátt beSiS á siSastliðnu ári, nærri þrefalt meira en Bandarfkjamenn hafa orS- iS fyrir ( styrjöldum sínum ( Kóreu og Víetnam samanlögSum. Þetta er óneitanlega heldur uggvænleg þróun. Nú fer i hönd aSild okkar aS Efta og þar meS nánari tengsl við einhverjar voldugustu efna- hagssamsteypur heims. Sumir telja ákvörðun okk- ar um aðild að Efta þá ógæfulegustu um langan aldur. Aðrir gera sér vonir um að aðildin snúi vörn i sókn, hvað efnahag okkar og lífskjör snertir. Ekkert er ómSgulegt, en eitt er víst að jákvæður árangur að Efta-aðildinni kemur ekki af sjálfu sér. Til þess þarf mikla vinnu og átSk, og miklu samræmdari og skipulagðari vinnu og átök en ísiendingar hafa tamlð sér til þessa. dþ. rUKölÍJAN Buxnadragtir eru nú mjSg í tízku og á forsíðunni sjáum við eina beint frá París. Fleiri tízkumyndir eru a blaðsfðum 24, 25, 26 og 27. VIKAIM ÚtBefandl: Hilmir hf. Kitstjóri: Gylfl Gröndal. BlaSamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildor Edwald og Ómar Valdlmarsson. Útlitsteiknlng: Hall- dóra Hallilúrsdóttir. Auglysingast]óri: Jensfna Karls- dóttir. — Rltstjörn, auglysingar, afgrelðsla og drcif. ing: SkipholU 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 50,00. ÁskriftarvcrS er 475 kr. fyrir 13 tölublöð arsfjðrðungslega, 900 kr. fyrlr 26 tölublöð misserislega. ÁskrlftargjaldiS grelSist fyrir- fram. Gjaldd. eru: Nóvember, fcbrúar, mai og ágúst

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.