Vikan


Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 48

Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 48
Húsícl med járnhlicfunum Framhaldssaga eftir Elisabeth Ogilvie -11. hluti Það var ekki um að villast. Rees kom út úr skóginum. Eg stóð sem steini lostin og horfði stjörf á hann. Hann kom til okk- ar hlæjandi. — Ég kom til að fylgja þér aftur heim, Tim, sagði hann. — Það var gott að ég kom, því að Carol er bersýnilega ekki vel frísk. — Roberts er vanur að gefa mér töflur, þegar ég er veikur. Þær eru ekkert vondar á bragð- ið, sagði Tim. Rees tók fast utan um úlnlið- inn á mér og sneri vagni Tims við. Hönd mín var undarlega máttlaus í greip hans. — Við ætluðum að horfa á bílana, andæfði Tim vonsvikinni röddu. — Við gerum það seinna, sagði Rees. Við vorum víst ekki nema um stundarfjórðung að ganga aftur til hússins, en mér fannst sá tími sem heil eilífð. Ég vissi, aS nú voru öll sund lokuð. Eftir það sem á undan var gengið, beið mín líklega ekkert nema dauð- inn. Efinn og hugarangrið og síðan óttinn og angistin, sem gagntók mig, þegar ég hafði komizt að raun um hvers kyns var, — allt voru þetta hreinir smámunir í líkingu við það, sem ég átti nú í vændum. Rees virt- ist allan tímann hafa haft grun um, að ég hefði uppgötvað hinn óttalega leyndardóm. Og þegar ég lét loksins til skar- ar skríða og allt virtist ætla að heppnast, skaut hann óvænt upp kollinum, — á réttri stundu og stað. Hann hlaut að hafa vitað allt allan tímann og fylgzt með hverju fótmáli mínu, þótt ég yrði þess ekki vör. Maður verður næstum aldrei undrandi. þegar óhappið hefur gerzt. Maður sættir sig við það eins og hverja aðra óumflýjan- lega staðreynd og hugsar sem svo: —¦ Ég hefði getað séð fyrir, að svona myndi fara. 48 VIKAN 3-tbl- Roberts hélt áfram að klippa grasið fyrir utan eldhúsið, en snögghætti því um leið og hann kom auga á okkur og leit til okkar í senn ringlaður og ótta- sleginn. Hann hafði ekki sagt Rees neitt. Það sást greinilega á honum. Hann skotraði aðeins til mín augum eitt andartak og ég vissi ekki hversu mikið hann las út úr svip mínum. — Roberts, viltu vera svo vænn og fara niður að strönd- inni með Tim stundarkorn, sagði Rees í vingjarnlegum skipunar- tón. — Nei, farðu ekki, reyndi ég að túlka með svipbrigðum mín- um. En Roberts hefur líklega ekki skilið það. Að minnsta kosti fór hann ekki eftir því, heldur sagði í sínum venjulega tón: — Já, herra Morgan. — Ungfrú T3rewster er ekki vel frísk. Hún ætlar að fara upp og léggja sig andartak. Loksins sleppti hann mér og sagði um leið: — Farðu nú, Carol. Gerðu eins og ég segi. Allt í einu byrjaði bjallan að hringja. Eric var kominn að hlið- inu. Rees gekk að bjöllunni og tók hana úr sambandi. í sama bili þaut ég upp stigann og ætl- aði að reyna að læsa mig inni í herberginu mínu. En Rees var með á nótunum og náði mér í dyrunum, tók utan um mig og hélt mér fastri. f örvæntingu minni datt mér í hug, að hann ætlaði að hrinda mér niður stig- ann. Eða kannski mundi hann slá mér fyrst upp við vegg og láta mig síðan falla niður stig- ann, svo að þannig liti út, að um slys hefði verið að ræða. En einn dularfullur atburður enn hér á Bellwood mundi óneitanlega vekja grunsemdir. Það hlutu að vera fleiri í fjölskyldunni Fara- days en hinir gömlu og þreyttu foreldrar Stephens. Eric mundi til dæmis áreiðanlega rannsaka málið nákvæmlega upp á eigin spýtur. En hvað gagnaði það mér á þessari stundu? Ég sagði veikum rómi og hef ugglaust verið skjálfrödduð: — Við ætluðum bara að fara að horfa á bílana. Hvað á þetta allt saman að þýða? Hann kinkaði kolli í áttina að símanum. — Eg veit ekki hvað er að þér, Carol, sagði hann og hermdi eft- ir Eric. — Ef til vill ruglar þú mér saman við einhvern annan. En ég kem samt... . Hann vissi sem sagt hvað Eric hafði sagt. En hvernig gat hann vitað það? Og' hvað mundi nú gerast? — Hrein tilviljun, elskan, sagði Rees og það var greinilegt háð í röddinni. — Ég lyfti tólinu upp og ætlaði að hringja í lög- fræðinginn minn og þá heyrði ég óvart mjög athyglisvert samtal. Hann ýtti mér á undan sér inn í herbergið mitt, læsti hurðinni og hallaði sér síðan upp að henni. — Jæja, sagði hann. — Hvað ætlaðirðu að segja honum? — Þú hlýtur að hafa heyrt það. — É"g heyrði líka það sem hann sagði. Hann hafði ekki hug- mynd um, hvað þú varst að tala um. —- Hann var bara svona kurt- eis og þóttist koma af fjöllum, þótt hann vissi vel hvað um væri að ræða. Hann er svo elskulegur og tillitssamur. Ég hafði verið mjög ósanngjörn við hann og andstyggileg og það er ólíkt mér að hegða mér þannig. Eg var nógu örvæntingarfull til að geta skrökvað eðlilega, enda hafði ég allt að vinna og engu að tapa úr því sem komið var. •— Það er þess vegna sem ég hef verið svona döpur núna yfir helgina. Þegar ég hef slæma sam- vizku gagnvart einhverjum, þá get ég ekki annað en hugsað stöðugt um það og líð sálarkval- ir. — Carol mín, sagði hann og reyndi sýnilega að vera vingjarn- legur. — Þú hefur ekki verið í leiðu skapi vegna slæmrar sam- vizku. Þú hefur verið óttaslegin. Þér hefur ekki tekizt að leyna því, þótt þú hafir reynt það eftir beztu getu. En segðu mér eitt í fullri hreinskilni: Hvenær upp- götvaðir þú Stephen? — Á föstudaginn, svaraði ég um hæl og settist ósjálfrátt. Eg gat bókstaflega ekki staðið leng- ur á fótunum. Hann gekk þvert yfir herbergið. tók stól og settist síðan fast upp við hliðina á mér. Hann tók um báðar hendur mín- ar og kom alveg ofan í mig, svo að ég komst ekki hjá að horfa beint framan í hann, þótt ég hefði fegin viljað. — Carol, hóf hann máls. — Fyrst þú veizt allan sannleikann, þá vil ég, að þú reynir að skilja afstöðu mína og látir sannfær- ast um, að ég hef gert rétt. Það er ekki maður, ekki manneskja sem er þarna inni í steinhúsinu. Það er sannkallað skrímsli. Fyr- '•'. ir dómstólunum hefði ég aldrei getað sannað, að hann myrti konu mína og reyndi að myrða son minn. En ég vissi það þá og veit það nú. Ég reyndi að losa hendur mín- ar, en hann hélt svo fast í þær, að mér tókst það ekki. Ég horfði beint í augu honum og reyndi að lesa sannleikann úr þeim. Voru nokkur merki um geðveiki sýni- leg? Mundi hann kannski geta læknazt og orðið alheill aftur? Mundi ég þá geta gleymt öllu, sem gerzt hafði — og fyrirgefið honum? — Eg dæmdi hann í lífstíðar- fangelsi, Carol, hélt hann áfram. — Ef hann hefði verið leiddur fyrir rétt með eðlilegum hætti og verið dæmdur til fangelsisvistar, þá hefði hann átt náðuga daga í fangelsinu. Hann hefði getað gert ýmislegt til að drepa tímann og dreifa huganum, forðazt með ýmsum hætti að hugsa um það sem gerðist. Og svo hefði hann verið látinn laus eftir nokkurn tíma. En með því að setjast í

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.