Vikan


Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 17

Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 17
Þótt Thomas Edward Lawr- ence, eða Arabíu-Lárens, eins og algengt er að kalla hann hér- lendis, geti naumast kallast könnuður í sama skilningi og Livingstone, Stanley eða Nord- enskiöld, þá er engu að síður vel réttlætanlegt að flokka hann með þeim. Eins og þeir skar hann sig hastarlega og með sérkenni- legu móti úr þeim hinum mikla gráa flokki, sem kveðið var um í árdaga Lítilla sanda, lítilla sæva, lítil eru geð guma Af þessum fjórum er Lawr- ence tvímælalaust ótrúlegastur á flesta lund, dularfyllstur, goð- sagnakenndastur. Hann var orð- inn þjóðsagnaefni þegar í lifanda lífi og er það enn, og þær þjóð- sögur eru svo mótsagnakenndar og botnlausar að ekki er nema eðlilegt að sá grunur læðist að þeim sem heyrir þær að hetja þeirra sé fremur ásaættar en manna, eirðarlaus leitandi andi sem bregzt jafnt í ormsham sem arnar og smýgur hamra eftir galdramiði. Thomas Edward Lawrence er fæddur í Vels líkt og Stanley, en að honum stóðu ættir frá Lei- cestershire og írlandi. Faðir hans var heldur léttlyndur herramað- ur sem hugsaði öllu meira um hross og veiðiskap en börnin sín, svo að Thomas Edward og bræð- ur hans fjórir höfðu ekki ævin- lega úr miklu að moða. Hann komst þó í háskólann í Oxford og lærði þar nútímasögu. Jafnframt beindist athygli hans að forn- fræði og í framhaldi af því lagði hann leið sína til Sýrlands að kanna byggingaminjar frá kross- förunum. Hann ferðaðist um landið fótgangandi og lærði á því labbi arabísku af fólkinu, sem hann umgekkst. Síðar bætti hann þá kunnáttu upp með ýmsu móti, meðal annars er hann vann um hríð með hafnarverkamönn- um í Port Saíd og lifði þá með þeim sem einn þeirra. Á árun- um fyrir fyrri heimsstyrjöldina stundaði hann fornfræðirann- sóknir víðs vegar í Austurlönd- um nær, en lengst á Hittítaborg- 3. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.