Vikan


Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 18

Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 18
ARABÍU-LÁRENS inni Karkemisj við Evfrat. En þótt hann reyndist dúgandi forn- fræðingur, var'áhUgi háns á lif- andi fólki sízt rnirini, og hann hafði óvenju næman skilnirig á lífi og tilfinningUm Arabanna. Hann talaði ekki einungis mál þeirra reiprennandi, heldur og lærði siði þeirra og háttu svo ná- kvæmlega að hann gat auðveld- lega dulizt meðal þeirra án þess að nokkurn grunaði að hann væri ekki úr þeirra hópi. Hrifn- astur var hann af Bedúínum eyðimerkurinnar. Þegar stríðið hófst, datt snjöll- um mönnum í herstjórn Breta í hug að kannski væri hægt að notfæra sér eitthvað þessá kunn- áttu Lawrence. Hann var að vísu of lítill vexti til að vera tækur í herinn, samkvæmt reglum þeim er þar giltu, en eftir að Tyrkir höfðu gengið í lið með Miðveíd- unum sendi Kitchener lávarður hann til Egyptalands, þar sem hann var látinn starfa í njósna- þjónustunni. Hann var þar lágt settur framan af, kom sér illa við yfirmenn síria, sém hann taldi gera flesta hluti heimsku- lega, og fór ekki dult með þá skoðun sína. En landar hans gátu ekki án hans verið eins og sakir stóðu. Sú hugmynd hafði komið fram að mögulegt væri að spana bedúínana á Arabíuskaganum til uppreisnar gegn Tyrkjum, og við það verk var Lawrence ómiss- andi. Þeir Arabaleiðtogar sem Bret- ar höfðu helzt hug á í þessu sambandi voru þeir feðgar Húss- ein fursti í Hedjas og Feisal son- ur hans. Lawrence kom sér í vinskap við þann síðarnefnda og urðu þeir tveir í sameiningu síð- an lifið og sálin í uppreisninni á eyðimörkinni. Lawrence var sjálfur lengstum með skæru- flokkum Araba og stjórnaði þeim oftsinnis í bardögum. Hann átti furðuauðvelt með að ávinna sér traust þessara frumstæðu öræfa- búa, og töldu sumir naumast ein- leikið. Hann sýndi frábæra hæfi- leika sem skæruliðaforingi og hafa varla margir slegið honum við í þeirri grein hernaðar. Sér- staklega var hann óviðjafnanleg- ur þegar aðlaga þurfti nýtízku herstjórnarlist stríðsvenjum be- 18 VIKAN 3tw- dúínanna sem enn voru í aðal- atriðum hinar sömu og fyrir daga Múhameðs spámanns. Það var til dæmis nokkurn veginn vonlaust að koma því inn í höf- uðið á Aróbunum að nauðsynlegt væri að eyðileggja samgöngu- kerfi Tyrkja með því að sprengja upp járnbrautarlínur þeirra. En þegar bedúínarnir vissu af lest- um þar sem von var á ríkuleg- um ránsfeng, þurfti enginn að reka á eftir þeim, og bezta að- ferðin til að stöðva lestirnar var að sprengja upp járnbrautartein- ana. Samkomulag þeirra Lawrence og Allenbys hershöfðingja, sem stjórnaði sókn Breta frá Egypta- landi inn í Palestínu, var held- ur gott, en annars var reglan yfirleitt sú að Lawrence semdi öllu verr við landa sína en þá innfæddu. Hann átti óskaplega erfitt með að sætta sig við af- skiptasemi annarra af aðgerðum sínum, en hjá Aröbunum var hann mest metinn. Um hann hefur verið sagt að hann hafi verið lélegur höfuðsmaður og majór, en þegar hann var settur yfir höfuðsmenn og majóra, þá sló honum enginn við. Frá bækistöðvum Feisals og Abdúlla bróður hans tókst Lawr- ence á hendur langa ferð inn á landsvæði á valdi óvinanna, það er að segja gegnum arabísku eyðimörkina norðanverða allt til Balbek, í þeim erindagerðum að æsa ættbálkana á þeim slóðum til uppreisnar. í þeirri ferð ávann hann sér hylli og stuðn- ing Aúda Abú Taji, höfðingja Húveitat-ættbálksins, sem að Feisal undanteknum hefur orðið hvað frægastur af arabískum stuðningsmönnum hans og þótti svara prýðilega til rómantískra hugmynda Vesturlandamanna um það hvernig bedúínahöfð- ingjar eigi að vera. Með þennan fríska, frumstæða öræfakarl sér til aðstoðar gersigraði Lawrence tyrkneska bataljón nálægt Maan (nú í Jórdaníu, suður af Dauða- hafi) og tók síðan hafnarborg- ina Akaba í ágúst 1917. Flaug frægð hans nú um lönd og álf- ur og bæði Bretar og Frakkar sæmdu hann heiðursmerkjum, sem hann ekki þáði, enda voru orður og titlar úrelt þing í aug- um hans. Frá Akaba stjórnaði Lawrence frekari aðgerðum, vann annan sigur enn meiri á Tyrkjum við Vadí el-Hesa og olli slíku tjóni með árásum á járnbrautarlestir að Medína, sem enn var á valdi Tyrkja, einangraðist að mestu. Tyrkir lögðu mikla fjárfúlgu til höfuðs honum og tilbeiðsla Ar- abanna á honum fór útyfir öll takmörk. Þeir kölluðu hann ,,E1- Orens, vélatortímandann". Þegar Allenby sótti norðureft- ir Palestínu, gerðu Arabar und- ir stjórn þeirra Lawrences og Feisals aðra sókn samhliða hinni austan Jórdanar. Þeir sundruðu her Tyrkja á þeim slóðum og komust til Damaskus aðeins fá- einum klukkustundum á undan Bretum. Skömmu áður höfðu þeir ráðizt á mikinn safnað tyrk- neskra hermanna, sem voru upp- gefnir og á flótta, og kvistað þá niður til síðasta manns. Ýmsir hafa orðið til að lasta Lawrence fyrir þetta verk, en þegar haft er í huga að þessir sömu Tyrkir höfðu rétt áður framið hryllileg níðingsverk á varnarlausum íbú- um arabísks þorps, sem þeir höfðu átt leið í gegnum, er erfitt að sjá annað en með þá hafi ver- ið farið að maklegleikum. Nokkru áður á ferli Lawrenc- es hafði hent hann atvik, sem hefur einnig orðið hneykslis- gruflurum mikið umhugsunar- efni. Hann var þá að njósna um herbúnað' Tyrkja í borginni Dera, syðst í Sýrlandi. Tyrkir handtóku hann, en voru sem bet- ur fór of sljóir til að láta sér hugkvæmast hver hann var. Hins vegar hlaut hann svívirði- lega meðferð af hálfu herforingj- ans á staðnum, sem bæði var sadisti og kynvillingur. Margir vilja meina að Lawrence hafi verið hvorttveggja sjálfur, en ekki verður annað séð en hann hafi alltaf haft nokkuð góða stjórn á þessum hneigðum báð- um. Þegar Damaskus, heimsins elzta borg, kom í augsýn her- sveita hans, sagði hann við Ar- abana: Nú skuluð þið flýta ykk- ur og taka borgina áður en Bret- ar koma. Verði þeir á undan, sleppa þeir henni aldrei! Og Ar- abarnir brugðu bjúgsverðum sín- um og geysiust fram til áhlaups undir herópinu: Ja Orens! En það átti ekki fyrir Feisal og mönnum hans að liggja að kemba hærurnar í Damaskus. Lawrence var að vísu sannur brezkur föðurlandsvinur, en hann var líka hollur vinum sín- um Aröbunum. Af Breta hálfu hafði verið látið í það skína við þá að laun þeirra fyrir uppreisn- ina yrðu stofnun sjálfstæðs, ara- bísks ríkis, sem næði yfir Ara- bíu, frak, Sýrland og Palestínu. Lawrence vildi að staðið yrði við þessi loforð, en ekki kom það alveg heima við fyrirætlanir stórveldanna. Sýrland var lagt undir Frakka; írak, Transjórdan- ía og Palestína komu í hlut Breta. Að vísu gerðu Bretar Feis- al að þjóðhöfðingja í frak og Abdúlla í Transiórdaníu, og kvað Lawrence hafa valdið nokkru um það. En í raun og veru urðu þess- ir tveir eyðimerkurhöfðingjar lítið meira en toppfígúrur og leppar heimsveldisins. Lawrence var sárgramur fyrir hönd vina sinna Arabanna og hafnaði öllum gylliboðum stjórn- ar sinnar. Hann gekk í flugher- inn sem óbreyttur liðsmaður undir dulnefni og varð þar við- gerðamaður. í maí 1935 var hann á bifhjóli á ferð nálægt heimili sínu í Dorsetshire. Þá kom óvænt á móti honum drengur á hjóli. Lawrence snarbeygði til að forð- ast árekstur, missti jafnvægið og skall á veginn. Höfuðkúpa hans brotnaði við fallið og hann lézt skömmu síðar. Þá var hann fjörutíu og sex ára að aldri. Margt í lífi þessa litla, blá- eygða manns, sem þoldi sult og brennandi sól eyðimerkurinnar engu miður en nokkur innfædd- ur, er enn hrein ráðgáta. Sumir hafa, í samræmi við ástæðu til- greinda hér á undan, haldið því fram að hann hafi aldrei verið við kvenmann kenndur. Það er að því leyti eðlileg tilgáta, að Lawrence var þess konar maður að hann þoldi illa að tilheyra nokkrum, karli eða konu. En í bók þeirri er hann skrifaði um Framhald á bls. 39.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.