Vikan


Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 21

Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 21
inn í hringnum var á stærS við nögl á þumalfingri, og þá var han álitinn ævintýralega verðmæt- ur. Þennan hring hafði hún fengið að gjöf frá einhverjum fursta í Bagdad. Það glitraði á rúbíninn í skininu frá lampanum, þegar hún veifaði hendinni og benti mér að koma nær. — Gott kvöld, Harriet frænka, hvernig líður þér. — Sjáum nú til, þú ert Christy! Röddin var svo hás og dauf að það heyrðist varla í henni, en dökk augun voru síður en svö deyfðarleg. Það var greinilegt að hún var forvitin. — Seztu þarna, svo ég geti séð þig betur. Hm ... jahá . . . þú ert laglegasta stúlka. Ertu gift? — Nei, en ég er ekki nema tutt- ugu og tveggja ára. — Ekki eldri? Hugsa sér hve tím- inn líður og hvað ég get verið gleymin. Hann reynir alltaf að gera mér Ijóst að ég sé að verða elli- ær oggleymin. Hún leit ( áttina til Johns Lethman, sem stóð við fóta- gaflinn. Hann horfði í augu hennar, og ég hafði á tilfinningunni að hann væri eitthvað miður sín. Svo beindi hún hvössum augunum að mér aftur. — Og þótt ég hefði gleymt þér, þá er það ekki svo undarlegt. Hye mörg ár eru síðan ég sá þig síðast? — Fimmtán ár. — Þú líkist föður þínum. Hvernig líður honum? — Þakka þér fyrir, honum llður ágætlega. — Og sendir mér auðvitað hjart- ans kveðjur? Hljómfallið í rödd- inni var greinilega ögrandi. Ég horfði rólega á hana. — Ef hann hefði vitað að ég ætl- aði hingað, þá hefði hann eflaust beðið að heilsa þér. — Hm . . . en öll hin? — Það líður öllum vel. Þau verða öll mjög ánægði yfir því að ég hefi hitt þig og að þér líður vel. — Líklega. Það var sannarlega ekki hægt að merkja það á rödd- inni að hún væri örðin viðutan. — Þessi fjölskylda míri er ákaflega elskuleg, er það ekki? Ég rétti úr mér. — Ef þér finnst að við hefðum átt að koma fyrr til að heimsækja þig, hefðir þú getað látið okkur vita. Þú afsakar þótt ég segi það, en ég fékk sannarlega ekki vin- gjarnlegar móttökur, þegar ég kom hingað í dag. Ég sá ekki svipinn á henni, að- eins augun, sem virtu mig vand- lega fyrir sér, annað sázt eiginlega ekki upp úr koddahrúgunni. Ég hefði getað verið löngu dauð, án þess að nokkur hefði vitað. Ekk- ert ykkar! — Harriet frænka .... ég þagn- aði. Það var greinilegt að hún var að reyna að hleypa mér upp. En sú Harriet frænka, sem ég mundi eftir, hefði aldrei látið sér detta slíki í hug. Eg átti auðvitað að vorkenna þessu gamalmenni, ekki láta reið- ina hlaupja í gönur með mig. — Vertu nú góð, Harriet frænka, að segja ekki slíkt, sagði ég fljótt. Þú veizt mjög vel, að ef þú hefðir óskað einhvers af okkur, þá hefð- irðu aðeins þurft aS láta pabba eSa Chas frænda vita það, þeir hefðu báðir hlaupið upp til handa og fóta til að gera þér til geðs. En þeir hafa alltaf haldið að þú vildir engin afskipti af þínu lífi . . . En ef það væri eitthvað, til dæmis ef þú verður veik, þá .... Hrúgan í dimmu rúmskotinu lá grafkyrr. — Svo þú vilt halda því fram að fjölskyldan beri hlýjan hug til mín? — Þú veizt mjög vel hvað ég á við! Ef eitthvað kæmi fyrir þig, þá væri einhver kominn á stundinni. Pabbi, er vanur því að segja að fjölskyldan séu sterkustu félagsbönd- in, einskonar trygging. Svo lengi sem allt gengur vel, lætur hún með- limi sína í friði, en ef eitthvað kem- ur fyrir, þá kemur hún til skjalanna. Sjáðu nú til dæmis mig, ég fæ að gera það sem mig lystir, en ef eitt- hvað óþægilegt kemur fyrir mig, þá er ég viss um að pabbi væri kom- inn, fljótur, eins og hugur mans. Þú skalt ekki láta þér detta í hug að okk- ur sé sama um þig, við viljum að- eins láta þig í friði, og ég held þú hafir líka kosið þann háttinn. Framhald á bls. 41 3. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.