Vikan


Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 45

Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 45
— Eruð þér tilbúin? Eigum við að koma? Við gengum að hliðinu. — Hélt hún yður lengi vakandi í nótt? — Nei, ekki mjög lengi. Ég var kominn í rúmið áður en óveðrið skall á. — Garðurinn er dásamlegur eftir regnið. — Voruð þér eitthvað á ferli? — Smástund, ég var að hlusta á næturgalana. Við gengum gegnum húsagarð- inn, þar sem við Hamid höfðum beðið daginn áður. Hann var líka hreinþveginn af regninu og marm- arasúlurnar voru hvítar. Ég sá að blómakerin voru full af blómstrandi anemonum. — Þetta er Adonistrjágarðurinn minn, sagði Joþn Lsthman. Þér þekkið sjálfsagt goðsöguna um Ad- onis?? Adonistrjágarðar eru tákn dauða og upprisu. Ég er að skrifa ritgerð um þetta efni, og hér í grenndinni eru margar sögusagnir á kreiki. Þegar ég hefi stund aflögu, rið ég til fjallaþorpanna og tala við fólkið. Við vorum nú komin að fremsta húsagarðinum. Hliðin voru lokuð, það leit út fyrir að Nasirulla væri ekki kominn. Hann leit á klukkuna. — Hann er seint á ferð í dag. Bíðið ancfartak, ég skal opna hliðið. Ég þarf |ílfe að lofta út hjá Kasha. Hann gekk að hesthúsinu og opnaði dyr; fyrir innan þær stóð arabizkur gæðingur. — Eruð þér í skikkju, þegar þér ríðið um? spurði ég. Hann var undrandi á svipinn. — Já, oftast. Það er svalara. Hversvegna spyrjið þér? Sáuð þér mig, þegar ég reið upp að Adoniskeldunni í gær? — Já, og hundarnir voru með yður. Það var mjög rómantísk sjón. — Og nú hefi ég eyðilagt alger- lega þá mynd fyrir yður? Þér vitið nú að þetta var ekki arabizkur höfð- ingi á gazelluveiðum. Mér kom ekki neitt svar í hug. John Lethman vissi eins vel og ég, að þetta starf hans hjá Harriet frænku myndi fljótlega taka endi. Eða hafði hann hugsað sér eitthvað annað; ætlaði hann að eignast Dar Ibrahim, og búa þar í framtíðinni? Það gat verið að niðurníðslan á höllinni væri ekki vegna peninga- skorts, heldur vegna þess að gamla konan var orðin gömul og sljó. Við vorum nú komin alveg að hliðinu. Nasirulla var ekki kominn ennþá, svo John Lethman opnaði sjálfur. — Bílstjórinn yðar er ekki kominn ennþá, sagði hann. — Ég geng til móts við hann. Og ég þakka yður fyrir það sem þér hafið gert fyrir mig, herra Lethman! Ég rétti honum höndina. — Ég skal líka gera það sem ég get fyrir frænda yðar, en hvort það ber árangur, veit ég ekki. Þér meg- ið ekki vera alltof bjartsýn á það. Verið þér sælar! PÉR SPARID MEDÁSKRIFT ÞÉR GETIÐ SPARAÐ FRÁ KR. 7.50 TIL KR. 15.38 MEÐ ÞVI AÐ GERAST ÁSKRIFANDI AÐ VIKUNNI OG t>ÉR ÞEKKID EFNIÐt riRBIAUNAKROSSGAIA VIKUNNAR^ VIKAN EB HEIMBLISBLAÐ OG t ÞVt EBU GREINAR OG EFNI FYRIR ALLA A nEIMn.TNP, — UNGA OG GAMLA, SPENNANDI SÖGUB OG FRÁSAGNIR, FRÓÐLEIKUR, FASTIR ÞÆTTIR O.FL., OJL, Vinsamlegast sendiS mér VÍkuna í áskrift r i i i L 4 TÖLUBLÖÐ Kr. 170.00. Hvert blað á kr. 42.S0. 3 MÁNUÐIR . 13 tölubl. - Kr. 475.00. Hvert blaS á kr. 36.58. 6 MÁNUÐIR . 26 tölubl. - Kr. 900.00. Hvert blað 6 kr. 34.62. Gialddagar fyrlr 13 tölubl. og 26 tölubl.: 1.' febrúar — 1. maí — 1. égúct — 1. nóvember. Skrifið, hririglS eða komiS. PÓSTSTÖÐ VIKAN SKIPHOLTI 33 PÖSTHOLF 533 REYKJAVÍK SfMAR: 36720 - 35320 i i i j 3. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.