Vikan


Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 29

Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 29
skyldu mína í útlegð, smátt og smátt. Fyrst rak hann úr landi tvíburasystur mína Ash- raf, sem er óragasta manneskja sem hægt er að hugsa sér. Næst kom röðin að móður minni. Ali Resa bróðir minn var þá í Evrópu og fékk um það orðsendingu að hans væri ekki vænst heim. Sjams systir mín fór sjálf- viljug til að búa hjá móður minni í París. Ekki leið á löngu áður en við Soraja vorum tvö ein af fjölskyldunni eftir í íran. Fyrir öryggis sakir sendi ég Soraju til Evrópu, en hún kom aftur til að standa mér við hlið. Að lokum urðum við tilneydd að yfirgefa landið bæði og gefa mínum nýja forsætisráðherra frjálsar hendur. Þegar við komum til Rómar með fámennu fylgdarliði, hafði íranski ambassadorinn þar fengið fyrirskipun um að taka ekki á móti mér, neita mér um aðgang að íbúð minni þar, afhenda mér ekki lykla að bíl, sem ég átti geymdan á sama stað og jafnvel taka af mér vegabréfið. Ég var ekki lengur keisari, heldur venjulegur borgari, var mér sagt. En nokkrum dögum síðar komu nýjar frétt- ir eins og sprenging. Sahedi hershöfðingi, einn tryggustu vina minna í hernum, hafði tekið völdin í fran og krafðist þess að ég kæmi heim án tafar. Okkur voru bornar fréttirnar að morgunverðarborði á Excelsior- hóteli. Soraja brast í þögulan grát. Hálftíma síðar kom ambassadorinn með allt sitt starfs- lið til að votta mér hollustu og hamingju- óskir. Ég tók ekki á móti þeim. TVÖ FÓSTURLÁT * Eftir afturkomuna til írans tók við þreyt- andi uppbyggingarstarf. Mánuðirnir liðu, og ég hafði ekki tóm til að hafa áhyggjur af þvi að Soraja varð ekki barnshafandi. Það var ekki fyrr en yngri bróðir minn, Ali Resa, dó aðeins þrjátíu og tveggja ára að aldri, að ég gerði mér ljóst að ætt mín hlaut að deyja út með mér, ef sv'o gengi til sem nú á horfðist. Ali Resa hafði farið norður í land, en ætl- að að vera kominn aftur til Teheran á æf- mælisdaginn minn, tuttugasta og sjötta októ- ber 1954. Hann ætlaði að fljúga heim, en það var dimmt í lofti og skyggni næstum ekkert. Þegar hann ekki var kominn um miðjan dag, varð ég gripinn hræðilegri angist. Flugvélin fannst ekki fyrr en eftir þrjá daga — það er að segja flakið af henni ásamt líkum þeirra bróður míns og flugmannsins. Vélin hafði hrapað við rætur fjallgarðs nokkurs. Æska mín dó að nokkru með Ali Resa. Hann var bezti vinur minn, sterkur, öflugur og fullur með lífsþrótt. Brotthvarf hanj var mér næstum óbærilegt áfall. Nokkrum dögum eftir dauða hans lögðum við Soraja af stað í langferð til Evrópu. Þetta var upphaf á heimsóknum til heimsins fræg- ustu kvenlækna. Þetta var líka upphaf hræði- legs tímabils, er við svifum milli vonar og ótta. Tvívegis varð Soraja barnshafandi, en missti fóstur í bæði skiptin. í dag, fimmtán árum síðar, vitum við öll hvað gerðist. En það skiptir miklu máli að allir viti að allt, sem á mannlegu valdi stóð, var gert til úrbóta. Hvergi í heiminum fannst sérfræðingur, sem gat leyst vandræði Soraju. ÉG VARÐ GRÁHÆRÐUR í þrjú ár reyndum við öll hugsanleg ráð. Þá var aðeins um eitt að ræða: skilnað. Ég var orðinn fertugur og varð að eignast son. Á hverju ári vorum við vön að heimsækja Alpana og stunda þar vetraríþróttir í nokkr- ar vikur. í janúar 1958 fór drottningin ein — bæði vissum við að hún kæmi ekki aftur. Mér var þungt um hjartað þegar ég kvaddi hana. Hún hafði fulla stjórn á sér til hins síðasta. Þremur mánuðum síðar sendi hirðin út tilkynningu, þar sem skýrt var frá skiln- aðinum og orsökum hans. Ég veit að heimspressan margræddi ákvörðun mína, og að þar heyrðust raddir um að ég hefði rekið Soraju á dyr af miklu til- litsleysi. Það er ekki satt. En ég skýri aldrei opinberlega frá því, sem ég leið meðan á skilnaðinum stóð. Það hefur verið skrifað mikið um Soraju þessi tólf ár, sem liðin eru frá því hún yfir- gaf Teheran. Mest af því eru hreinar lygar. Auðvitað hefur hún lifað eins og henni hefur sýnst í Evrópu. Hún hefur reynt fyrir sér í kvikmyndunum og látið ljósmynda sig fyrir blöð. En það er hennar einkamál hvað hún gerir og gerir ekki. Henni er frjálst að gifta sig aftur þegar henni sýnist og hverjum sem henni sýnist. Að vísu er Soraja að vissu leyti fangi. Fangaverðirnir eru tign hennar, nafn hennar og það hlutverk, sem hún lengi lék af miklu hugrekki og fórnfýsi. En ég vona að hún eigi bjarta framtíð fyrir höndum. Viss blöð hafa haldið því fram að við hitt- umst enn endrum og eins. Það er lygimál. Það er sagt að við hittumst með leynd í Ölp- unum. Að við skrifumst á, að leynilegir sendiboðar séu í förum milli okkar. Sann- leikurinn er sá að með skilnaði okkar hófst enn nýr kafli í lífi mínu. Ég hafði gránað fyrir hærum, bognað lítið eitt í baki en ekki glatað ásetningi mínum: að verða þjóð minni úti um krúnuerfingja. Ár leið og heimsblöðin voru óþreytandi við að eigna mér hinar og þessar konur. Þar á meðal voru Hollywood-stjörnur og ítalskar prinsessur, milljóneradætur og franskar greifynjur. Ég' sá hana fyrst sumarið 1958. Nokkrum mánuðum eftir skilnaðinn fór ég til Evrópu að hvílast eftir þann atburð. Ég hafði beðið sendiráð okkar að sjá til þess að ég hitti hin greindustu úr hópi íransks æskufólks, er væri við nám erlendis. f París kynnti ambassadorinn mig fyrir tug æskufólks af báðum kynjum. í þeim hópi var ung stúlka, stór vexti og dökk yfirlitum; hún nam arkitektúr. Ég varð hissa á því vali hennar. í íran hafði kona aldrei orðið arki- tekt. í nokkrar mínútur ræddi hún hrifin við mig um nám sitt og það, sem hún hugðist framkvæma eftir heimkomuna til írans. Nafn hennar er Fara Díba. Hún varð þriðja konan mín. í nœstu grein: Ég grét er ég sá son minn í fyrsta sinn. 3. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.