Vikan


Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 5

Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 5
SVÖRTU PARDUSARNIR MánaSarlega gefa þeir 10.000 svöngum börnum morgunverð áður en þau fara í skólann og um leið kenna þeir þessum sömu börnum kvæði sem hljóðar ein- hvern veginn svona: „Á hæðinni er svín og ef þú drepur það ekki gera Pardusarnir það." Þá hafa Svörtu Pardusarnir komið á fót læknamiðstöðvum í nokkrum helztu borgum Banda- ríkjanna og þar geta blökku- HARE KRISHNA, HARE RAMA „Hare Krishna, Hare Krishna, Krishna krishna hare hare. Hare Rama, Hare Rama . . ." sönglaði Allen Ginsberg, þegar hann var leiddur fyrir rétt, til að bera vitni í samsærismáli í Chicago. En þessi Hindúaspámaður töfr- NÆGILEGT HÚSNÆÐI FYRIR ÍSLENZKA ÆSKU Til skamms tíma gerðu ís- lenzkir unglingar lítið annað en að skammast yfir því að þeir ættu í ekkert hús að venda. Nú er sú tíðin af, og allir eru ánægð- ir. Vinsælustu staðir unga fólks- ins í Reykjavík eru Tónabær og Glaumbær, þar sem nýlega voru endurbætt húsakynni tekin í notkun, og erum við óhræddir við að segja að efri hæð Glaum- bæjar er nú lang-glæsilegasti skemmtistaður á landinu, og eig- endum til mikils sóma. Tónabær eykur alltaf við vinsældir sínar og má geta bess, aíS fyrstu tíu mánuðina sem staðurinn var op- inn, komu þar 60 þúsund gestir. Eiga forráðamenn Tónabæjar einnig skilið að fá orðu með hala og stjörnu fyrir frammistöðu sína. Myndin er frá samkomu í Tónabæ. menn fengið ókeypis aðstoð — en aðeins blökkumenn. Þeir gáfu út litabók í sumar, og þar mátti m. a. finna meðfylgjandi mynd. Undir hana var þetta rit- að: „Svartir bræður vernda svört börn." Og um svipað leyti skrif- aði Eldridge Cleaver, sem nú er í útlegð í Alsír en hefur þvælzt til Kúbu, Kína og Sovét, m. a. í „Svarta Pardusinn", mánaðarrit samtakanna: „ . . Við stefnum að því að kollvarpa, með ofbeldi, fasistískri og heimsvaldasinnaðri stjórn Bandaríkjanna. . . . "! aði ekki dómarann, Júlla Hoff- man'n. Kvaðst dómarinn ekki einu sinni vita hvaða rnál spá- maðurinn með hárbrúskinn tal- aði. „Það er Sanskrít, sonur sæll," svaraði Guru. „Nú, já. Við leyfum ekki San- skrít hér í réttarsalnum, hare hare!" * vísur vikunnar Hér gengur lífið enn á ýmsa lund og oft er kalt í stormum sviftiveðra þó hafa ýmsir yljað sér um stund við áramótaboðskap landsins feðra. Er árið nýja opnar sinar dyr má alltaf líta nógan þjóðarvanda en stjórn vor lofar líkt og áður fyr og lætur síðan við svo búið standa. SEX-FASTA Þegar Tiry Tim gifti sig á dög- unum tilkynnti hann að hveiti- brauðsdagarnir ættu að byrja á þriggja daga „sex"-föstu. „Ég kyssi hana ekki einu sinni," sagði hann um brúði sína, hina 17 ára gömlu Vicki Budinger. „É'g ætla að gefa Drottni fyrstu ávexti lífs míns. Bara ef fleira fólk fylgdi fordæmi Páls og Davíðs kon- ungs." Sú saga gekk um aS Tiny ætl- aði að láta klippa sig fyrir brúð- kaupið. en af því mun þó ekki hafa orðið. Móðir hans kvaðst hafa vonað að hann hefði látið verða af því, því hann hafi ver- ið svo yndislegt barn og fallegt. Hvað um það, hann er hálf- ógeðslegur þessa dagana — en það hefur komið honum vel! "fr 3. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.