Vikan


Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 40

Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 40
Rowenra. STRAUJARN GUFUJARN Djúpsuðupottur HEIMSÞEKKT VORUMERKI. FÆST I NÆSTU RAFTÆKJA- VERZLUN Foreldrar Kristoffersens voru handtekin eftir atburðinn á On- eyju í maí 1944 og sátu inhi; til loka stríðsins. Frú Kristoffersen er áreiðanlega elzta konan, a.m.k. í Noregi, sem hlotið héfur út- nefninguna King's Recommenda- tion for Brave Conduct. Net Þjóðverjanna þéttist æ meir um tvímenningana á fjallinu. Með radiomiðun og aðstoð Rinn- an-flokksips gátu þeir staðsett þá. Rinnans-menn höfðu komizt á sporið í Mo í Rana og fóru til Lureyjar," þar sem þeir þóttust vera heimavarnarmenn. En þeir fóru mjög óviturlega og klaufa- lega að. og Kristoffersen, sem fékk vitneskju um þetta frá sam- starfsmönnum sínum, sendi skila- boð um málið til London. Þó að þessir menn störfuðu í neðan- jarðarhreyfingunni (sem hann vissi ekki um), krafðist hann þess, að þeim yrði snúið til baka. Hann sendi skýrar upplýsingar um það til London, að ef þeir kæmu upp í fjallið, skyti hann þá. Klukkan fjögur að morgni hins 14. maí árið 1944 vakti Hilmar Kristoffersen og sagði honum, að þýzk herskip væru að nálgast eyjuna. Kristoffersen áleit í fyrstu að það væru skip á leið til Sandnesvatns, en þau lágu oft fyrir utan eyjuna. En um leið og hann horfði upp gilið í gegnum sjónaukann sinn, sá hann, að það úði og grúði af þýzkum hermönnum. Hann birgði sig í snatri upp með vopn og skotfæri, klifraði upp bratt- ann og faldi sig í lítilli sprungu. Hann tugði símskeytalykilinn í sundur og kyngdi honum; það var heldur þurr máltíð. Hann klippti af sér hárið, sem var orð- ið sítt eftir fjalladvölina. Síðan ataði hann andlitið í leðju. Þegar Kristoffersen hafði sparkað þýzka herlögreglumann- inum fram af brúninni, lagði hann þegar á flótta niður hlíðina hinum megin. Þjóðverjarnir voru alveg á hælum hans, og eftir mvkla erfiðleika kom hann á mýrlendi, þar sem honum tókst að fela sig. Hann var í dökkblá- um fötum af þeirri gerð, sem liðsforingjar í sjóhernum klædd- ust. Hann skreytti sig með eini- kvistum, sem hann festi við blússuna, og þannig skreið hann yfir mýrlendið. Hann missti skammbyssuna og varð að skríða til baka um það bil 50 metra til að ná í hana. Hann hafði þá misst magasíniS úr þýzku vélbyssunni. Hann gróf hana því niður. Þjóð- verjarnir þurftu ekkert að vita, að hann hefði haft hana. Hann varð að halda áfram og kom nú að engi þar sem þýzkir hermenn stóðu á verði með varð- hund. Hann komst fram hjá þeim með því að skríða á maganum ofan í skurð nokkurn. Hann nálgaðist húsið hjá Pleym léns- manni, sem hafði flutt til On- eyjar frá Mo í Rana. Hann kom auga á börn í nágrenni hússins, benti þeim að fara • í burtu, og það gerðu þau, án þess að koma upp um hann. Hann læddist nið- ur í brunninn, og þar hékk hann með aðeins nefið upp úr, þar til frú Pleym kom til að sækja vatn. Hjá henni fékk hann upplýs- ingar um staðsetningu Þjóðverj- anna á eyjunni. Hann hélt áfram, þorði ekki að treysta á brúna, hjá henni gátu verið varðmenn. Hann óð á flæði yfir sundið á milli Oneyjar og Lureyjar. Hann læddist að Landbúnaðarskólan- um á Lurey, þar sem hann ætlaði að reyna að hitta Dundas skóla- stjóra. Hann hitti hræddan strák- ling rétt hjá bænum og komst að því að Dundas var farinn í burtu. Og það var svo sem ekkert skrýt- ið, þó að strákurinn væri hrædd- ur. Það var orðið hræðilegt að sjá Kristoffersen, það blæddi úr skrámum á höndum hans, hann var rennblautur og allur ataður for og leðju. Klukkan var um tvö síðdegis og hann hafði verið matarlaus síðan í dögun. Drengurinn laum- aðist með mat út til hans, án þess að fólkið yrði þess vart. Hann kom heldur ekki upp um hann, þó að þýzkur varðmaður kæmi inn um hliðið. Honum hafði verið sagt að sýna hræðslu, og það veittist honum auðvelt í þetta sinn. Drengurinn gekk þríveg- is kringum kirkjugarðinn, kast- aði stígvélum Kristoffersens í sjóinn, en lánaði honum önnur í staðinn. Ekki var þetta neitt galdrabragð uppfundið í galdra- bók, heldur aðeins gert til að villa sýn. Hann fékk lánaSan áttavita og hugðist leggja af stað yfir 690 metra hátt Lureyjar- fjallið í átt að bæ einum á norð- austurströnd eyjarinnar. Þetta var óslétt landslag og erfitt yfir- ferðar, háir klettar og hamrar og grýttar brekkur. En tilvalinn staður fyrir mann á flótta. Hann fékk mat á bænum, en þegar Þjóðverjarnir nálguðust, varð hann að leggja af stað. Hann fann sér felustaði í fjall- inu og bað ekki alveg fyrirhafn- arlaust. Þann 17. maí faldi hann sig undir stórum steini, magn- þrota og sljór. Það var margra stiga frost og sokkarnir frusu í stígvélunum. Hann var orðinn fárveikur. Dag nokkurn, þegar farið var að rigna, tók það hann 20 mínútur að flytja svefnpok- ann, sem hann hafði fengið lán- aðan á bænum, aðeins 5 metra leið að skúta einum. Á sama tíma óðu Þjóðverjar yfir alla eyjuna. óðir og hamstola yfir að bróðin væri týnd. Þeir stungu byssustingjunum inn í hlöður og heystafla, svo að fólk varð dauðskelkað. Maður nokkur sem ekki svaraði nógu fljótt, fékk kúlu í gegnum magann. Hann hélt þó lífi. Að morgni 17. maí gáfust Þjóðverjar upp á leitinni. En þeir settu varðmenn út um 40 VIKAN 3-«*•

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.