Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 23
Sigurður Hreiðar tók saman
styrktar einum eða tveimur ís-
lenzkum stúdentum, en þeir
jafnframt vinna við safnið, sem
hann lét eftir sig. Fól hann vin-
um sínum tveimur að kveða nán-
ar á um eðli þessa styrks, og var
áðurnefndur Hans Gram annar
þessara vina.
Ekkja Árna dó fáeinum mán-
uðum á eftir honum, en það
dróst í 30 ár, að setja styrktar-
sjóðnum reglur. Þó tók hann
bráðlega til starfa, og vegna til-
komu Jóns til Kaupmannahafn-
ar og sambands hans við Árna
æ síðan, þótti eðlilegt, að hann
yrði fyrsti styrkþeginn.
1735 fór Jón heim til íslands,
einkum til að vitja erfðamála
eftir ömmu sína. í bakaleiðinni
fékk hann enn erfiðari ferð en í
hið fyrra sinn, fór af stað 24.
september, en náði ekki til
Kaupmannahafnar fyrr en 15.
apríl árið eftir. Raunar var hann
ekki allan þann tíma í hafi, held-
ur „fraus inni“ í Arndal í Nor-
egi og komst þar hvorki lönd né
strönd fyrir vetrarhörkum. Ann-
ar aðaltilgangur Jóns með heim-
sókninni heim var að athuga með
mögulegt brauð sér til handa, en
eftir hana var áhuginn á þvílíku
starfi þrotinn. Hann hélt áfram
starfi sinu undir Gram, og rekj-
um við nú ekki sýslan hans fyrr
en 1743, að hann tók sér fyrir-
varalítið far til íslands á nýjan
leik.
Að því bezt verður séð, af því
sem um Jón er vitað, úr ritum
hans sjálfs og samtímaheimild-
um, hefur hann haft luntaskap
og ekki verið beint skemmtileg-
ur. Víst er um það, að hann tók
suma menn fyrir, og sá ekkert
gott í þeim, og svo var um Jón
Marteinsson. Og þessum nafna
sínum kenndi hann um. að hann
hraktist frá Kaupmannahöfn í
þetta sinn. Jón Ólafsson hafði
tekið vinsamlega móti Jóni
Marteinssyni í fyrstu, eftir að
hann flúði frá fslandi af því að
hann barnaði dóttur Steins bisk-
ups. Jón Ólafsson kom Marteins-
syni á framfæri við Hans Gram
og útvegaði honum fleiri verk-
efni. f vasabók Jóns Ólafssonar,
sem enn er til, sést, að hann hef-
ur iðulega lánað Jóni Marteins-
syni peninga, og verður þar
raunar ekki annað séð. en þeim
hafi komið vel saman, þeir
deildu meira að segja lengi vel
húsnæði. En þar kom, að Jón
Marteinsson ágirntist stöðu Jóns
Ólafssonar, og bar þann róg í
Hans Gram, að Ólafsson væri
svo langt leiddur drykkjumaður,
að hann væri farinn að veðsetja
af sér fötin fyrir brennivíni.
Neytti hann þess, er Jón Ólafsson
hafði komið fötum sínum í við-
gerð, og var larfalegur til fara
á meðan. Gram gekk á Jón Ól-
afsson með það, hvers vegna
hann væri svona klæddur, en
trúði ekki skýringum hans um
fataviðgerðina. Þá fauk í Jón
okkar og hann stökk því nær
beint út í skipið, sem var því
nær ferðbúið.
Ef til vill er vafasamt að trúa
þessari sakargift Jóns á hendur
Jóni Marteinssyni bókstaflega,
þótt eflaust hafi Marteinsson
verið af þeirri gerð manna, sem
óhikað treður á sínum beztu vin-
um og velgjörðarmönnum, ef
þeir geta með því potað sér
nokkru ofar. En það má telja
fullvíst, að Jón Ólafsson hafi
verið vínhneigður úr hófi um
þetta leyti, og vitað er, að Gram
hafði þá um árs bil vantreyst
honum að því marki, að hann
skammtaði honum styrkinn eftir
hendinni. Og víst er líka, að þótt
Jón Marteinsson hafi eitthvað
borið nafna sinn Ólafsson út,
hefur sá síðarnefndi launað þann
róg ríkulega í sama, bæði í töl-
uðum orðum og rituðum —- það
svo, að heldur hallar á Marteins-
son í þeim kappleik. Það var
ekki nóg, að hér bæri hann á
hann illmælgi við yfirboðara
hans, heldur bar hann síðar á
hann bókarstuld —- svo sem
frægt er af íslandsklukkunni.
Víkjum nú sögunni aftur þang-
að, að Jón kom til íslands öðru
sinni. Fram kemur af bréfum
hans, að hann hefur þá átt við
þunglyndi að stríða, er hann fór
frá Kaupmannahöfn, segist hann
hafa reynt bæði dans og önnur
ráð til að hafa þetta af sér, en
allt komi fyrir ekki. Þó hafi illir
menn gert meira úr göllum hans
en efni stóðu til. Gizka má á, að
íslandsferðin hafi verið tilraun
til að hrista af sér þunglyndis-
drauginn. altént öðrum þræði.
Hér heima fór Jón fyrst milli
vina og kunningja og greip í ým-
iss verk, sem til féllu á dvalar-
stöðum hans, en lengst var hann
þó á Þingeyrum í Húnaþingi hjá
Bjarna Halldórssyni, sýslumanni.
Uophaflega staldraði hann þar
við til að skrifa lítilsháttar fyrir
sýslumann, en úr þessum störf-
um tognaði allverulega, svo þau
entust í fimm ár. Ekki sat hann
þó eingöngu við skriftir, því
1747 barnaði hann Guðrúnu
B.iarnadóttur á Þingeyrum, og í
maí næsta ár fæddist þeim dótt-
ir, sem hlaut nafnið Ragnhildur.
Guðrún var nærri jafnaldra Jóns
og hafði átt barn áður, en var
ógift. Jón hafði hug á að eiga
Guðrúnu, en komið var í veg
fyrir það; aftur á móti var reynt
að koma honum á annan kven-
mann, sem honum líkaði engan
veginn. Framarlega í þessum
flokki heilræðamanna var Bjarni
sýslumaður, og er líklegast að
honum hafi aðeins gott til geng-
ið, en Jóni lágu þungt orð og
hugur til hans og samsinna hans
fyrir vikið.
Þegar hér var komið sögu, var
Hans Gram allur, en Möllmann,
sem Jón var áður kunnugur,
kominn í hans sess. Það varð nú
að ráði milli þeirra, að Jón kæmi
aftur til Kaupmannahafnar í sitt
fyrra starf, árið 1751. Að þessu
sinni var hann ekki nema um
mánuð á leiðinni, en hreppti
hættuveður og mannskaða engu
að síður.
Áður en Jón hélt í þessa síð-
ari íslandsferð sína, sá hann
landið, vini og frændur hér, í
gullroðnum bjarma. Ekki er
manni grunlaust um, að honum
hafi við brottförina farið líkt og
Jóni Hreggviðssyni, sem það
andskotann sökkva landinu, í
þann mund sem hann sá það
hverfa. Víst er, að hann var bál-
reiður út í flesta þá, sem hann
hafði átt samskipti við, einkum
frændur; sína, kallaði ættina
„kvikindisætt“ síðan. Hann sak-
aði Bjarna sýslumann um að
hafa komið í veg fyrir, að hann
kæmist norður á Strandir að
sækja bækur, er hann átti þar,
að hafa flæmt sig úr landi, svik-
ið sig um verðug vinnulaun og
haft af sér fé, svo ög bækur. Síð-
ar tókust þó með þeim vinsam-
leg bréfaskip+i að frumkvæði
Bjarna, og stendur þá í einu
bréfi Jóns, að hann hafi hvergi
fallið eins vel að vera og í vist-
inni hjá Bjarna. Eftir lát Bjarna
tók Jón aftur upp innheimtumál
sín, sem fyrr höfðu engan ár-
angur borið, og nú við erfingj-
ana, sem rifust innbyrðis eins
og hundar um arfinn, en fékk
ekkert að heldur, fremur en
vænta mátti, nema hvað Halldór
sonur B.jarna brást vel við og
lét Ragnhildi dóttur Jóns fá hest
upp í sinn hluta, „en raunar var
það húðarklár, sem enginn vildi
nýta“.
Á ýmsu hafði gengið um em-
bætti Jóns í bókasafninu, meðan
hann var á íslandi. Jón Marteins-
son fékk það næstur á eftir hon-
um, en missti styrkinn og var
rekinn rétt fljótlega. Þeir tvéir,
sem á eftir honum komu, hurfu
heim jafnskjótt og þeim buðust
embætti. Kann þetta að hafa
orðið til þess, að ráðamenn sjóðs-
ins hafi talið Jón Ólafsson þó
skárri og stöðugri en aðra, þrátt
fyrir alla hans vankanta. Hann
kunni sæmilega við sig fyrst í
stað, en tveimur árum eftir utan-
komuna sótti hann um embætti
sýslumanns í Dölum, en fékk
ekki. Enda var nú svo komið
fyrir Jóni, að hann fékk ekki fé
í hendur, en sjóðurinn greiddi
fyrir hann nauðsynjarnar. Sjálf-
ur lét Jón í veðri vaka, að hann
vildi hafa þetta svona, til að firra
sig rógi. En sannleikur var, að
hann var nú orðinn drykkju-
hneigður til vandræða, og var
hinn versti með vini. Hann mun
iðulega hafa verið settur inn fyr-
ir fylliríislæti, meðal annars
hafði húsráðandi hans stundum
ekki önnur ráð til húsfriðar en
að láta lögregluna hirða hann og
stinga honum í „dandalireiðuna“
þar til af honum rynni.
Húsráðandi sá, sem á var
minnzt, var þýzkur skraddari,
sem Jón bjó hjá í nærri tuttugu
ár, þó á mörgum stöðum, því
skraddarahjónin fluttu oft bú-
ferlum. Sambúðin var líklega
heldur skrykkjótt, og var Jón
oftast sparheldinn með birtu og
yl. En mat höfðu þau góðan að
Jóns dómi. Sjóðsstjórnendur hafa
fljótlega orðið þreyttir á Jóni,
nöldri hans svartsýni og fylliríi,
en ekki höfðu þeir brjóst í sér til
að svipta hann styrknum að
fullu, en það var hart á, að hann
hefði sér til nauðþurfta hvað þá
heldur meira. Stofnskrá sjóðsins
kom út 1760, sem fyrr er frá sagt,
og er þar svo á kveðið, að Jón
fái árlega vexti af 3000 ríkis-
dölum, en Eggert Ólafsson og
Bjami Pálsson af 1500 rd. hvor.
Þegar einhver þessara þriggja
fer frá, verði styrkþegar aðeins
tveir, og fái sá eldri í starfi vexti
af 3600 rd„ en hinn af 2400 rd.
Þetta ár varð Bjarni landlækn-
ir, en ekki hækkaði styrkur Jóns
þó, eins og stofnskráin kvað á
um, enda vissi Jón ekki og fékk
aldrei að vita um ákvæði henn-
ar. f sjóðsbók Árnanefndar
stendur, að hann hafi fengið 150
rd. á ári frá 1751, en ékki eru til
reikningar fyrir nema rúmlega
90 rd. á ári til hans þarfa.
Þegar þýzki skraddarinn og
kona hans dóu 1770, með fárra
mánaða millibil\ var Jón á hrak-
hólum í fyrstu, en fékk loks inni
hjá gamalli, danskri ekkju, og
dóttur hennar, sem var á aldur
við Ragnhildi. dóttur Jóns. Þar
virðist honum hafa liðið vel það
sem eftir var ævinnar. 1773 segir
hann svo í bréfi: „Eigi hefi ég
ennþá í sinni að fara til þessa
míns vonda fósturlands, meðan
ég get hér við tollað." Hann gat
þar við tollað sex ár í viðbót,
unz hann kvaddi þessa jarðvist
17. júní 1779. Árnasjóður sá um
Framhald á bls. 37.
3. tbi. VTKAN 23