Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 10
„Þú leitar að vori og leiðir hug
þinn til baka,
en ljóð þinnar æsku er stirðnuð
jörð undir klaka.“
Matth. Jóhannessen.
Nepjukaldur norðangustur
blæs af Esjunni suður um Kolla-
fjörðinn. Fölt sólbros leikur um
stirðnaða ásjónu landsins. Söln-
uð laufdyngja liggur við fótskör
trjánna í skrautgörðum höfuð-
borgarinnar. Grár fölvi vetrar-
ins, sem nýlega hefur tekið við
af svipþungu, saggafullu sumri,
hefur lagzt yfir umhverfið.
Ég rölti suður með tjörninni.
Eftir henni er hvítt skurn og end-
urnar húka á brúninni við vök-
ina sína. Nokkur böm standa í
hlé við gamla lðnó. Öðru hverju
skjótast þau fram á tjarnabakk-
ann og kasta molum úr brauð-
hleifinni sinni út til fuglanna.
Ennþá er vorbirta í barnsaugun-
um og enginn vottur vetrarkvíða.
Það er orðið langt síðan ég
fyrst gekk þessa leið út í Vatns-
mýrina. Þá var öðruvísi um að
lítast í suður séð. Erlingur Fil-
ipusson, grasalæknir, bjó á
Haukalandi, Theódór Arinbjarn-
arson sat Bólstað og Guðjón Guð-
laugsson rak myndarbúskap á
Hlíðarenda, norðan undir Öskju-
hlíðinni. Mér tókst raunar aldrei
að skynja hvers vegna þar var
kölluð hlíð. Samkvæmt málvenju
í mínum heimahögum hefði verið
talað um holt.
Umferðarmiðstöðin er mikil
bygging. Þaðan og þangað er fær-
leik nútímans gatan greið. Þarna
í mýrinni stóðu áður vagnhestar
og supu hregg, þegar kvöldkulið
fitlaði við flipann.
Hvernig má það þá ske að
hrímkaldan haustdag, geti leiðin
legið í ríki gróðurs og angandi
blóma, og höfuðborgarbúinn
þurfi aðeins að stíga fáein fót-
mál, til þess að njóta þar yndis?
Þessa reiti má finna víðar en
á einum stað. Skammt neðan við
Bólstað stendur gróðrarstöðin
Alaska, nokkur vestar en Pól-
arnir voru forðum. Þaðan voru
þær pólstjörnur, sem fyrrum
skinu skærast á síðkvöldum að
loknum mjöltum yfir mjólkur-
ílátum í Hlíðarendafjósinu.
Hver gleymir ekki bitru síð-
degisgolunnar, þegar móti hon-
um berzt vorylur og hann sér
marglitar blómvarir bærast um-
hverfis sig. Hér hefur skapast
„vor úr vetri“ -— vor um haust.
Úr þessum blómalundi geng ég
svo inn á skrifstofu framkvæmd-
arstjóra og eiganda garðyrkju-
stöðvarinnar Alaska. Þar hefur
hann verið húsbóndi síðan árið
1953, að undanteknum fjórum
árum, en hann leigði stöðina
starfsfólki sínu. en stundaði þá
eingöngu kennslu sjálfur.
Jón á ekki langt að sækja það,
þó hugur hans hneigðist að
kennslustörfum Faðir hans er
Bjöm Björnsson teiknikennari,
nú látinn. Hann starfaði meðal
annars lengi við Kennaraskólann
og var þar lærifaðir minn um
skeið.
Garyrkjunám byrjaði Jón hjá
Ólafi Gunnlaugssyni garðyrkju-
bónda á Laugabóli í Mosfellssveit
og svo hjá Matthiasi Ásgeirssyni
í Reykjavík. Með þann undirbún-
ing fór hann síðan í garðyrkju-
• ;■
|gp| ili; m
u
* •
f ' s'' \
, .
$
£ - , - -
/
*
’
éé| m
.
*
Voi um housi
Þorsteinn Matthíasson heimsækir
Jón Björnsson, skrúögarðaarkitekt.
„Það land, sem áður átti vorgræn
tún
er ísað hjarn og stirnuð
klakabreiða.“
M. Jóh.
Jólatrjám pakkað inn í þar til gerðri vél.
skóla ríkisins og lauk þar námi.
í Bandaríkjunum dvaldi Jón
sex og hálft ár við garðyrkjunám
og lauk þar háskólaprófi. Síðasta
árið hafði hann sumardvöl í Al-
aska, þar sem hann kunni lífinu
vel og gaf garðyrkjustöð sinni
nafn skagans.
Alaska var í upphafi stofnað
sem fyrirtæki er framleiddi garð-
plöntur og jafnframt starfaði Jón
sem skrúðgarðaarkitekt. Trjá-
rækt í görðum varð að miklu
leyti til fyrir frumkvæði Skóg-
ræktar ríkisins, en pottablóm á
heimilum — stofublóm eða
gluggaplöntur — eru gamalþró-
uð iðja og hafa konur átt þar að
stærstan hlut. Útiblóm og skraut-
runnar eru svo aftur á móti
komnir frá garðyrkjumönnum.
—- Ýmsir telja að skrautgarðar
umhverfis híbýli séu mjög vand-
hirtir og kosti mikil aukin heim-
ilsumsvif fyrir þá, sem að þeim
eiga hlut, ella verði þeir engum
til yndis og missi þar með gildi
sitt?
— Hægt er að hafa mjög snotra
garða án þess viðhald þeirra sé
vinnufrekt. Garðar mega teljast
ein af þeim fáu fjárfestingum,
sem stenzt allar sveiflur á pen-
ingamarkaði. Hús veðrast og
fyrnast, en gróðurinn, sem í
garðmoldinni vex, þroskast og
eykur fegurð sína eftir því sem
árin líða.
Ég hef teiknað og skipulagt