Vikan


Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 22

Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 22
Karl einn af kvikindisætt Nú hefur Arnagarður verið formlega tekinn í notkun, húsið, sem hýsa skal liandrit- in okkar fornu, sem svo mikið og oft hefur verið deilt um,. Með því œtti að skapast önn- ur og betri aðstaða fyrir þá menn, sem vilja helga sig ís- lenzkum frœðum. Á ýmsu hefur oltið í þessum efnum frá öndverðu, og vceri þvi ekki úr vegi við þessi tímamót að rifja ögn uvp um þann, sem fyrstur gat stundað íslenzk frœði og ritstörf þeim lútandi frá unga aldri. Ólíklegustu menn öpuðu þetta eftir í daglegu lífi með orðunum „sem sagt: Gott! — en það var orðtak Jóns þessa. Og öllu má ofgera; þessi afturganga kækja Jóns gerðu persónuna nærri ó- þolandi. Örugglega eru þó fáar persón- ur þessarar sögu frægari með landslýð, nema náttúrlega Jón Hreggviðsson — og kannski Jón Marteinsson. Á 6. síðu fyrstu útgáfu íslands- klukkunnar eru þau skilboð frá höfundi bókarinnar; að hún sé ekki „sagnfrlæðileg skáldsaga", heldur lúti persónur hennar, at- burðir og stíll, einvörðungu lög- málum verksins sjálfs. Þrátt fyr- ir þetta kemur fljótt í ljós, að þeir, sem hér koma við sögu eru flestir sannsögulegir, og þá vakn- ar forvitni um, hvernig þeir hafi Jónarnir þrír í íslandsklukku Laxness. Af öllu því, sem Halldór Lax- ness hefur skrifað,. þykir mér mest til íslandsklukkunnar koma. Þó hefur mér lengi fundizt ein persóna þeirrar bókar heldur hvimleiður karakter; en það er hann Jón okkar Grinvicensis, eða Jón Guðmundsson úr Grindavík. Vafalaust hefur þessi leiði á Jóni stafað af uppfærslu íslands- klukkunnar í Þjóðleikhúsinu. í hlutverki Jóns Grinvicensis var Lárus Pálsson, eins og menn nruna, og hentu menn mikið gaman af því, hvernig hann krókaði nef sitt framanvert með vísifingrinum og klóraði sér á fótunum á víxl með ristunum. í raun verið, og að hve miklu leyti þeir séu sannir í íslands- klukkunni. Við skulum ögn líta á hinn rétta Jón Grinvisensis: Hann fæddist að Stað í Grunnavík við Jökulfjörð 16. ágúst 1705, kominn af prestum í báðar ættir. Faðir hans Ólafur Jónsson, var prestur, svo og hans faðir, og móðir Jóns var prests- dóttir. Þegar hann var tveggja ára, lézt séra Ólafur úr Stóru- bólu og nýfæddur sonur hans, en Jón veiktist einnig illa og lifði þó af. Fimm árum síðar fór hann í fóstur til Páls lögmanns í Víði- dalstungu. Þar var hann svo í uppeldi og námi, unz hann hélt í Hólaskóla haustið 1720 og út- skrifaðist tveimur vetrum síðar. Eftir það fór harm aftur að Víði- dalstungu og starfaði sem skrif- ari og meðreiðarmaður lög- mannsins í nokkur ár. Ekki hugði hann á frekara skólanám, né siglingu til meiri menntunar, hugur hans hneygðist helzt til smíða, enda var hann hagleiks- maður í höndunum. En enginn ræður sínum næt- urstað. Árið 1725 skrifaði Árni Magnússon Páli lögmanni, og bað hann að útvega sér Jón Ólafsson fyrir skrifara. Ævintýraþrá og forvitni báru hærri hlut hjá Jóni og hann lagði af stað 27. sept. 1726, fékk vonda ferð og náði ekki til Kaupmannahafnar fyrr en 8. desember. Hann hélt þá þegar til fundar við Árna, en Árni mátti þá ekki heyra á ann- að minnst, en Jón færi í háskól- ann, lét meira að segja að því liggja, að annars yrði ekkert úr starfi Jóns hjá honum. Jón fór þá í skólann, en bjó heima hjá Árna við góð kjör; lét Árni þess iðu- lega getið við Jón, að ekki hefði hann kvatt hann til sín af fslandi til þess að hann byggi við seyru í Kaupmannahöfn. Þannig er að sjá, sem samskipti þeirra Árna og Jóns hafi verið með ágætum. Ekki stóðu þau þó ýkja lengi, því 1728 í október kom upp „eldur í Kaupinhafn". Þar brunnu „þær bækur, sem aldrei og hvergi fást slíkar til dómadags". Við það komust bæði Jón og Árni á hrakning, og hinn síðari með það sem eftir var af bókum hans. Ekki er talið lík- legt, að Jón hafi skrifað mikið fyrir Árna eftir brunann, en svo mikið er víst, að Jón var hjá Árna í banalegunni og vakti yfir honum látnum 1730. Um vorið tók Jón að búa sig undir próf, en nú var þröngur kostur hans, svo hann varð að vinna fyrir sér með námi. Hann fékk einhver störf varðandi Árnasafn og dánarbú Árna. Um haustið varð Hans Gram bóka- vörður konungs, og fékk Jón enn nokkra vinnu hjá honum. Næsta vor gekk hann til gagn- fræðaprófs og tók það með láði, þrátt fyrir allt ónæðið. Hugur hans stóð trúlega ekki mikið til guðfræði, þrátt fyrir námið, heldur höfðu hin fornu fræði náð honum á sitt vald. Svo vel vildi til, að möguleiki var eygður til að sinna því hugðar- efni, því í erfðaskrá Árna gerði hann ráð fyrír, að eftir dag þeirra beggja, hjónanna, skyldi vöxtunum af fé þeirra varið til 22 VIKAN 3-*"•

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.